Nægir stafræn færni Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Samhengi hlutanna er yfirleitt það að rétti fylgir skylda og að hvoru tveggja fylgir ábyrgð. Við erum iðulega minnt á þetta þegar við stöndum frammi fyrir áhugaverðum tækifærum eða áskorunum og sú er líka raunin þegar við tökumst á við stafrænan veruleika sem verður sífellt fyrirferðarmeiri í lífi okkar og starfi. Þarna eru tækifæri sem geta aukið lífsgæði okkar ef rétt er á spilum haldið. Á sama tíma og við erum að takast á við stafræna veruleikann mætum við breyttum aðstæðum á vinnumarkaði. Störf sem við höfum þekkt um árabil hverfa, önnur þróast og ný verða til. Starfsmaður framtíðarinnar þarf að mæta annars konar kröfum um færni en áður. Á lista yfir mikilvægustu færni starfsmanns framtíðarinnar má finna atriði á borð við samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðaða hugsun. Áherslur á listum sem þessum gefa sterkar vísbendingar um að menntun muni felast í þjálfun á færni fremur en miðlun á svörum og utanbókarlærdómi. Kennsluumhverfi þarf að móta með þeim hætti að þessi þjálfun fari fram. Á síðustu árum höfum við séð jákvæða þróun á mörgum sviðum tengt stafrænni tækni og sannarlega hefur hún skapað tækifæri í skólastarfi líkt og annars staðar. Tækifærin felast m.a. í fjarnámi af ýmsu tagi, einstaklingsmiðuðu námi sem þýðir að hver og einn getur unnið á sínum hraða í verkefnum. Fyrirlestrar eru teknir upp svo nemendur sem ekki sækja kennslustundir geti fylgst með á netinu og jafnframt skilað þar í gegn verkefnum. Í mörgum tilfellum leysir þetta vanda og gerir einstaklingum kleift að sækja nám sem þeir ekki hefðu getað sótt með hinum hefðbundna hætti. Það er mikilvægt að við stöldrum við og rýnum með hvaða hætti þessi þróun kallast á við nauðsynlega færni starfsmanns framtíðarinnar. Námsumhverfi framtíðarinnar verður að mótast af fyrirsjáanlegum þörfum á vinnumarkaði og í því verða að skapast aðstæður sem styðja þjálfun á þeirri færni sem nauðsynleg verður. Þar er mikilvægt að horfa til þess að stafræn þróun leiði ekki til þess að nemendur fjarlægist þessar aðstæður eða fái með takmörkuðum hætti að þjálfa félagslega færni og aðra færniþætti sem varla verða, frekar en sund, þjálfaðir með lestri bóka eða spjaldtölva. Lykillinn að árangri í lífi og starfi verður áfram gjöful samskipti, samstarf, sköpun og tilfinningagreind. Á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu 14. febrúar verður m.a. fjallað um kennslustofu framtíðarinnar og stöðu okkar í læsi. Rétt nýting á stafrænni tækni í menntakerfinu er sameiginlegt tækifæri okkar allra. Nýtum það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samhengi hlutanna er yfirleitt það að rétti fylgir skylda og að hvoru tveggja fylgir ábyrgð. Við erum iðulega minnt á þetta þegar við stöndum frammi fyrir áhugaverðum tækifærum eða áskorunum og sú er líka raunin þegar við tökumst á við stafrænan veruleika sem verður sífellt fyrirferðarmeiri í lífi okkar og starfi. Þarna eru tækifæri sem geta aukið lífsgæði okkar ef rétt er á spilum haldið. Á sama tíma og við erum að takast á við stafræna veruleikann mætum við breyttum aðstæðum á vinnumarkaði. Störf sem við höfum þekkt um árabil hverfa, önnur þróast og ný verða til. Starfsmaður framtíðarinnar þarf að mæta annars konar kröfum um færni en áður. Á lista yfir mikilvægustu færni starfsmanns framtíðarinnar má finna atriði á borð við samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðaða hugsun. Áherslur á listum sem þessum gefa sterkar vísbendingar um að menntun muni felast í þjálfun á færni fremur en miðlun á svörum og utanbókarlærdómi. Kennsluumhverfi þarf að móta með þeim hætti að þessi þjálfun fari fram. Á síðustu árum höfum við séð jákvæða þróun á mörgum sviðum tengt stafrænni tækni og sannarlega hefur hún skapað tækifæri í skólastarfi líkt og annars staðar. Tækifærin felast m.a. í fjarnámi af ýmsu tagi, einstaklingsmiðuðu námi sem þýðir að hver og einn getur unnið á sínum hraða í verkefnum. Fyrirlestrar eru teknir upp svo nemendur sem ekki sækja kennslustundir geti fylgst með á netinu og jafnframt skilað þar í gegn verkefnum. Í mörgum tilfellum leysir þetta vanda og gerir einstaklingum kleift að sækja nám sem þeir ekki hefðu getað sótt með hinum hefðbundna hætti. Það er mikilvægt að við stöldrum við og rýnum með hvaða hætti þessi þróun kallast á við nauðsynlega færni starfsmanns framtíðarinnar. Námsumhverfi framtíðarinnar verður að mótast af fyrirsjáanlegum þörfum á vinnumarkaði og í því verða að skapast aðstæður sem styðja þjálfun á þeirri færni sem nauðsynleg verður. Þar er mikilvægt að horfa til þess að stafræn þróun leiði ekki til þess að nemendur fjarlægist þessar aðstæður eða fái með takmörkuðum hætti að þjálfa félagslega færni og aðra færniþætti sem varla verða, frekar en sund, þjálfaðir með lestri bóka eða spjaldtölva. Lykillinn að árangri í lífi og starfi verður áfram gjöful samskipti, samstarf, sköpun og tilfinningagreind. Á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu 14. febrúar verður m.a. fjallað um kennslustofu framtíðarinnar og stöðu okkar í læsi. Rétt nýting á stafrænni tækni í menntakerfinu er sameiginlegt tækifæri okkar allra. Nýtum það vel.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun