Baráttan er eins og að vilja ekki bólusetja börn Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Líkja má afstöðu forkólfa verkalýðsfélaga sem kalla eftir ríkulegum launahækkunum við foreldra sem neita að bólusetja börn sín. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera vel meinandi. Foreldrar sem hafa tekið þá afstöðu óska börnum sínum alls hins besta og vilja allt fyrir þau gera. Þeir óttast einfaldlega að bólusetning geti leitt til einhverfu. Það kann að vera skiljanlegt. Foreldrarnir telja orsakasamhengið skýrt: Ungbarn var bólusett fyrir alvarlegum sjúkdómum, það veiktist í kjölfarið og skömmu síðar uppgötvast að barnið er einhverft. Vísindamenn hafa blessunarlega hrakið að bólusetningar valdi einhverfu. Staðreynd málsins er að skömmu eftir bólusetningu eru börn á þeim aldri að hægt er að greina einhverfu. Það eru því engin tengsl þar á milli. Langflestir foreldrar skilja og treysta rökum vísindamannanna en það er hópur sem skellir skollaeyrum við staðreyndum málsins. Fyrrnefndir verkalýðsforingjar eru sama marki brenndir. Þeir vilja launafólki vel og berjast fyrir það með kjafti og klóm. Leiðin er skýr: Til að bæta kjör launafólks þarf að hækka laun verulega. Það er skiljanlegt sjónarmið. Vandinn er sá að þar er litið fram hjá samhengi hlutanna. Margir af helstu sérfræðingum landsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu og Seðlabankanum, hafa stigið fram og bent á að leiðin að bættum kjörum sé ekki svo einföld. Fyrirtæki geta almennt ekki hækkað laun verulega umfram verðmætaaukningu án þess að verðbólgan fari á flug og starfsfólki sé sagt upp. Þessi aðferð stjórnenda verkalýðsfélaga er margreynd og hefur ætíð misheppnast. Hún stefnir velferð flestra launamanna í hættu. Fari verðbólgan á skrið, hækkar verðlag og krónan fellur sem dregur enn frekar úr kaupmætti og eykur verðbólgu, stýrivextir hækka og húsnæðis- og bílalán landsmanna rjúka upp. Veruleg verðbólga dregur einnig úr fjárfestingum fyrirtækja sem bitnar á hagkvæmni í rekstri, samkeppnishæfni þeirra og getu til að hækka laun þegar fram í sækir. Að ógleymdu því að verðbólga rýrir sparnað. Landsmenn munu því sitja eftir með sárt ennið. Rétt eins og óbólusett barn í mislingafaraldi. Landsmenn munu njóta góðs af auknum kaupmætti og til að auka hann þarf stöðugleika í víðum skilningi, eins leiðinlegt og það kann að hljóma í eyrum baráttumanna. Hér er átt við verðlag, launakjör, regluverk og gengi krónu. Það er kjörlendi til að fjárfesta í aukinni hagkvæmni sem stuðlað getur að blómlegu samfélagi og hærri launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Líkja má afstöðu forkólfa verkalýðsfélaga sem kalla eftir ríkulegum launahækkunum við foreldra sem neita að bólusetja börn sín. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vera vel meinandi. Foreldrar sem hafa tekið þá afstöðu óska börnum sínum alls hins besta og vilja allt fyrir þau gera. Þeir óttast einfaldlega að bólusetning geti leitt til einhverfu. Það kann að vera skiljanlegt. Foreldrarnir telja orsakasamhengið skýrt: Ungbarn var bólusett fyrir alvarlegum sjúkdómum, það veiktist í kjölfarið og skömmu síðar uppgötvast að barnið er einhverft. Vísindamenn hafa blessunarlega hrakið að bólusetningar valdi einhverfu. Staðreynd málsins er að skömmu eftir bólusetningu eru börn á þeim aldri að hægt er að greina einhverfu. Það eru því engin tengsl þar á milli. Langflestir foreldrar skilja og treysta rökum vísindamannanna en það er hópur sem skellir skollaeyrum við staðreyndum málsins. Fyrrnefndir verkalýðsforingjar eru sama marki brenndir. Þeir vilja launafólki vel og berjast fyrir það með kjafti og klóm. Leiðin er skýr: Til að bæta kjör launafólks þarf að hækka laun verulega. Það er skiljanlegt sjónarmið. Vandinn er sá að þar er litið fram hjá samhengi hlutanna. Margir af helstu sérfræðingum landsins, til að mynda úr háskólasamfélaginu og Seðlabankanum, hafa stigið fram og bent á að leiðin að bættum kjörum sé ekki svo einföld. Fyrirtæki geta almennt ekki hækkað laun verulega umfram verðmætaaukningu án þess að verðbólgan fari á flug og starfsfólki sé sagt upp. Þessi aðferð stjórnenda verkalýðsfélaga er margreynd og hefur ætíð misheppnast. Hún stefnir velferð flestra launamanna í hættu. Fari verðbólgan á skrið, hækkar verðlag og krónan fellur sem dregur enn frekar úr kaupmætti og eykur verðbólgu, stýrivextir hækka og húsnæðis- og bílalán landsmanna rjúka upp. Veruleg verðbólga dregur einnig úr fjárfestingum fyrirtækja sem bitnar á hagkvæmni í rekstri, samkeppnishæfni þeirra og getu til að hækka laun þegar fram í sækir. Að ógleymdu því að verðbólga rýrir sparnað. Landsmenn munu því sitja eftir með sárt ennið. Rétt eins og óbólusett barn í mislingafaraldi. Landsmenn munu njóta góðs af auknum kaupmætti og til að auka hann þarf stöðugleika í víðum skilningi, eins leiðinlegt og það kann að hljóma í eyrum baráttumanna. Hér er átt við verðlag, launakjör, regluverk og gengi krónu. Það er kjörlendi til að fjárfesta í aukinni hagkvæmni sem stuðlað getur að blómlegu samfélagi og hærri launum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun