Hver er þinn áttaviti? Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Í gömlum viðskipta- og hagfræðibókum er heimurinn einfaldur. Fyrirtæki eru rekin til að skila hagnaði og þurfa til þess að fjárfesta vel, halda aftur af kostnaði og framleiða góða vöru. Þessi mikla einföldun er stundum gagnleg og á við sem slík. Við erum þó sífellt að læra betur hversu mikil einföldun þetta er. Það er oft talað um að við lifum á miklum óvissutímum og sjaldan jafn oft og í dag. Við horfum á tollastríð úti í heimi, breytingar á markaðsaðstæðum, ófyrirsjáanlegar pólitískar ákvarðanir og fordæmalausar áskoranir í loftslagsmálum. Í þessari síbylju og stormi getur verið erfitt að fóta sig og gera áætlanir sem geta orðið úreltar um leið og blekið þornar. Þurfum við ekki einfaldlega að standa storminn af okkur? Stundum þurfum við að gera það. Staðreyndin er þó sú að óvissa er viðvarandi ástand. Það er þekkt óvissa, eins og hvernig kjarasamningar munu fara, og svo óþekkt óvissa um framtíðaráskoranir, sem eru handan við hornið og enginn getur spáð fyrir um. Ofan á þetta eykst álagið á toppstykkið með sífellt meiri kröfum nútímasamfélagsins sem kallar á athygli, einbeitingu og frjóa hugsun í hvívetna sem er sífellt trufluð af áreiti snjalltækja. Mannskepnan þróaðist ekki til að lifa í þessu umhverfi svo við þurfum að finna leiðir til að komast af í nútímasamfélagi. Er nema von að kulnun hafi verið orð ársins 2018? Samhliða þessari þróun stöndum við sem samfélag frammi fyrir gríðarstórum áskorunum sem hafa varanleg og gríðarleg áhrif um alla framtíð. Auðvelda leiðin er að slá úrlausn þeirra á frest og horfa bara á næsta þingfund, næstu kosningar, næsta ársfjórðungsuppgjör eða næsta aðalfund. Vandinn við auðveldu leiðina er að hún er ekki endilega rétta leiðin og ýtir okkur yfir í það að hamast eins og hamstrar á hjóli sem slökkva elda í hverju horni. Annar aðalfyrirlesari Viðskiptaþings, sem fram fer á morgun, Valerie G. Keller framkvæmdastjóri EY – Beacon Institute, hefur leitast við að finna þau tæki og tól sem við þurfum í þessu umhverfi. Til þess hefur hún helgað sig því starfi að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að finna hinn sanna tilgang með langtímahugsun að leiðarljósi. Sá tilgangur er ævinlega eitthvað æðra en einfaldur hagnaður samkvæmt gömlu og góðu skólabókunum. Hinn aðalfyrirlesarinn, Paul Polman, sem er nýstiginn til hliðar sem forstjóri neysluvörurisans Unilever eftir 10 ára starf, hefur unnið eftir svipaðri nálgun og Valerie boðar. Á ferli sínum setti Paul langtímahugsun, umhverfismál og samfélagsábyrgð í öndvegi svo tekið hefur verið eftir. Þessi breytta nálgun var þó ekki auðveld og mætti það nokkurri andstöðu þegar Unilever hætti að birta ársfjórðungsuppgjör til að einblína á langtímahugsun. Sú andstaða hefur þó að líkindum horfið með tímanum því markaðsvirði félagsins meira en tvöfaldaðist í hans valdatíð. Ef forstjóri stórfyrirtækis sem selur hversdagslegar vörur á við majónes, sturtusápur og pakkasúpur getur komið á þessari nálgun og náð þessum árangri, geta það allir. Saga Unilever sýnir okkur að við þurfum fleiri áttavita til að halda kúrs í heimi óvissu og til að vera í sátt við samfélagið – gera réttu hlutina en ekki endilega þá auðveldu. Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upplýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Þurfum við sterkari tilgang? Að lifa eftir staðreyndavitund? Á Viðskiptaþingi munum við leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í gömlum viðskipta- og hagfræðibókum er heimurinn einfaldur. Fyrirtæki eru rekin til að skila hagnaði og þurfa til þess að fjárfesta vel, halda aftur af kostnaði og framleiða góða vöru. Þessi mikla einföldun er stundum gagnleg og á við sem slík. Við erum þó sífellt að læra betur hversu mikil einföldun þetta er. Það er oft talað um að við lifum á miklum óvissutímum og sjaldan jafn oft og í dag. Við horfum á tollastríð úti í heimi, breytingar á markaðsaðstæðum, ófyrirsjáanlegar pólitískar ákvarðanir og fordæmalausar áskoranir í loftslagsmálum. Í þessari síbylju og stormi getur verið erfitt að fóta sig og gera áætlanir sem geta orðið úreltar um leið og blekið þornar. Þurfum við ekki einfaldlega að standa storminn af okkur? Stundum þurfum við að gera það. Staðreyndin er þó sú að óvissa er viðvarandi ástand. Það er þekkt óvissa, eins og hvernig kjarasamningar munu fara, og svo óþekkt óvissa um framtíðaráskoranir, sem eru handan við hornið og enginn getur spáð fyrir um. Ofan á þetta eykst álagið á toppstykkið með sífellt meiri kröfum nútímasamfélagsins sem kallar á athygli, einbeitingu og frjóa hugsun í hvívetna sem er sífellt trufluð af áreiti snjalltækja. Mannskepnan þróaðist ekki til að lifa í þessu umhverfi svo við þurfum að finna leiðir til að komast af í nútímasamfélagi. Er nema von að kulnun hafi verið orð ársins 2018? Samhliða þessari þróun stöndum við sem samfélag frammi fyrir gríðarstórum áskorunum sem hafa varanleg og gríðarleg áhrif um alla framtíð. Auðvelda leiðin er að slá úrlausn þeirra á frest og horfa bara á næsta þingfund, næstu kosningar, næsta ársfjórðungsuppgjör eða næsta aðalfund. Vandinn við auðveldu leiðina er að hún er ekki endilega rétta leiðin og ýtir okkur yfir í það að hamast eins og hamstrar á hjóli sem slökkva elda í hverju horni. Annar aðalfyrirlesari Viðskiptaþings, sem fram fer á morgun, Valerie G. Keller framkvæmdastjóri EY – Beacon Institute, hefur leitast við að finna þau tæki og tól sem við þurfum í þessu umhverfi. Til þess hefur hún helgað sig því starfi að aðstoða stofnanir og fyrirtæki við að finna hinn sanna tilgang með langtímahugsun að leiðarljósi. Sá tilgangur er ævinlega eitthvað æðra en einfaldur hagnaður samkvæmt gömlu og góðu skólabókunum. Hinn aðalfyrirlesarinn, Paul Polman, sem er nýstiginn til hliðar sem forstjóri neysluvörurisans Unilever eftir 10 ára starf, hefur unnið eftir svipaðri nálgun og Valerie boðar. Á ferli sínum setti Paul langtímahugsun, umhverfismál og samfélagsábyrgð í öndvegi svo tekið hefur verið eftir. Þessi breytta nálgun var þó ekki auðveld og mætti það nokkurri andstöðu þegar Unilever hætti að birta ársfjórðungsuppgjör til að einblína á langtímahugsun. Sú andstaða hefur þó að líkindum horfið með tímanum því markaðsvirði félagsins meira en tvöfaldaðist í hans valdatíð. Ef forstjóri stórfyrirtækis sem selur hversdagslegar vörur á við majónes, sturtusápur og pakkasúpur getur komið á þessari nálgun og náð þessum árangri, geta það allir. Saga Unilever sýnir okkur að við þurfum fleiri áttavita til að halda kúrs í heimi óvissu og til að vera í sátt við samfélagið – gera réttu hlutina en ekki endilega þá auðveldu. Venju samkvæmt þarf að sýna ábyrgð í rekstri, skila góðu búi, og gera upplýstar áætlanir, en við sjáum sífellt betur að meira og annað þarf til að feta farsælan veg þegar skyggni er nánast ekkert. Þurfum við sterkari tilgang? Að lifa eftir staðreyndavitund? Á Viðskiptaþingi munum við leitast við að finna hvaða áttavita við þurfum á þeirri leið.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun