Krabbameinsvaldandi efni Teitur Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Það er vandlifað nú til dags þegar svo mörg efni og efnasambönd eru allt í kring um okkur, sum hver meinlaus. Önnur talin valda skaða eins og bruna, ertingu, bólgu og svo jafnvel krabbameini. Þá er einnig oft rætt um að við getum með fæðuvali skapað okkur áhættu á krabbameini og er vel þekkt að nýlega er búið að merkja til dæmis neyslu á rauðu kjöti í óhófi sem krabbameinsvaldandi. Áfengi er talið geta stuðlað að krabbameini og ýmis önnur neysluvara til viðbótar. Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað í þeim snyrtivörum eða efnum sem við notum í kremi eða áburði og viðlíka geti haft áhrif. Margir telja að mörg þeirra efna og efnasambanda sem eru í þess háttar vöru geti truflað hormónastarfsemi líkamans og þannig óbeint stuðlað að vexti. Við þekkjum æxli líkt og brjósta- og blöðruhálsmein sem og eggjastokkamein sem eru að hluta talin hormónanæm og meðferð að hluta byggir á að blokkera hormón í líkamanum til að hamla vexti þeirra og viðgangi. Umræða um litarefni og hársnyrtivörur hefur verið hávær en erfitt er að benda á beint orsakasamhengi í rannsóknum, en yfir 5.000 efni eru notuð í snyrtivöruheiminum hvað varðar t.d. þessar vörulínur. Húðvörur ýmsar innihalda efni líkt og 1,4 díoxan en í rannsóknum vestanhafs sýndi sig að allt að 28% af slíkum vörum innihéldu það þekkta krabbameinsvaldandi efni. Sjampó, sápur, hrukkukrem og vörur sem eiga að draga úr öldrun húðar sýndu að í allt að 40% þeirra voru efni sem talin eru heilsuspillandi. Polyethylene, glycol-efni og ýmis önnur, þ. á m. parabenefni, hafa verið nefnd til sögunnar. Plastefni líkt og þalöt höfum við rætt einnig á undanförnum vikum. Það verður að horfa til þess að efni sem við berum á okkur frásogast í gegnum húð og berast með þeim hætti í blóðrás og um líkamann. Eðlilega eru áhrifin að miklu leyti magnbundin og líklega í langflestum tilvikum lítilvæg. Það er þó engu að síður eðlilegt að benda á þá áhættu svo að neytendur séu vakandi fyrir því sem getur mögulega valdið heilsutjóni. Margar vörur í gegnum tíðina hafa innihaldið formaldehýð, sem er vel þekktur skaðvaldur, og einnig asbest og tjara sem hafa verið notuð í snyrtivörur. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem einungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evrópu vegna gruns um heilsuspillandi áhrif. Niðurstaðan gæti þá verið, a.m.k. þar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann skuli almennt túlka innihald eða áhættu við hverja vöru fyrir sig, að velja evrópska framleiðslu. Við erum með þá löggjöf hér á Íslandi líka svo það er líklegt að við náum að verjast sæmilega. Aðalatriðið er að vera meðvitaður og líklega er orðatiltækið enska „less is more“ hér ágæt nálgun.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er vandlifað nú til dags þegar svo mörg efni og efnasambönd eru allt í kring um okkur, sum hver meinlaus. Önnur talin valda skaða eins og bruna, ertingu, bólgu og svo jafnvel krabbameini. Þá er einnig oft rætt um að við getum með fæðuvali skapað okkur áhættu á krabbameini og er vel þekkt að nýlega er búið að merkja til dæmis neyslu á rauðu kjöti í óhófi sem krabbameinsvaldandi. Áfengi er talið geta stuðlað að krabbameini og ýmis önnur neysluvara til viðbótar. Þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvort eitthvað í þeim snyrtivörum eða efnum sem við notum í kremi eða áburði og viðlíka geti haft áhrif. Margir telja að mörg þeirra efna og efnasambanda sem eru í þess háttar vöru geti truflað hormónastarfsemi líkamans og þannig óbeint stuðlað að vexti. Við þekkjum æxli líkt og brjósta- og blöðruhálsmein sem og eggjastokkamein sem eru að hluta talin hormónanæm og meðferð að hluta byggir á að blokkera hormón í líkamanum til að hamla vexti þeirra og viðgangi. Umræða um litarefni og hársnyrtivörur hefur verið hávær en erfitt er að benda á beint orsakasamhengi í rannsóknum, en yfir 5.000 efni eru notuð í snyrtivöruheiminum hvað varðar t.d. þessar vörulínur. Húðvörur ýmsar innihalda efni líkt og 1,4 díoxan en í rannsóknum vestanhafs sýndi sig að allt að 28% af slíkum vörum innihéldu það þekkta krabbameinsvaldandi efni. Sjampó, sápur, hrukkukrem og vörur sem eiga að draga úr öldrun húðar sýndu að í allt að 40% þeirra voru efni sem talin eru heilsuspillandi. Polyethylene, glycol-efni og ýmis önnur, þ. á m. parabenefni, hafa verið nefnd til sögunnar. Plastefni líkt og þalöt höfum við rætt einnig á undanförnum vikum. Það verður að horfa til þess að efni sem við berum á okkur frásogast í gegnum húð og berast með þeim hætti í blóðrás og um líkamann. Eðlilega eru áhrifin að miklu leyti magnbundin og líklega í langflestum tilvikum lítilvæg. Það er þó engu að síður eðlilegt að benda á þá áhættu svo að neytendur séu vakandi fyrir því sem getur mögulega valdið heilsutjóni. Margar vörur í gegnum tíðina hafa innihaldið formaldehýð, sem er vel þekktur skaðvaldur, og einnig asbest og tjara sem hafa verið notuð í snyrtivörur. Evrópa virðist vera lengra komin í þessum efnum en til dæmis Bandaríkin þar sem einungis 11 efni eru bönnuð þar en 1.328 í Evrópu vegna gruns um heilsuspillandi áhrif. Niðurstaðan gæti þá verið, a.m.k. þar sem neytandinn hefur ekki hugmynd um hvernig hann skuli almennt túlka innihald eða áhættu við hverja vöru fyrir sig, að velja evrópska framleiðslu. Við erum með þá löggjöf hér á Íslandi líka svo það er líklegt að við náum að verjast sæmilega. Aðalatriðið er að vera meðvitaður og líklega er orðatiltækið enska „less is more“ hér ágæt nálgun.Höfundur er læknir
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar