Þjófur reyndi að borða flugmiðann sinn Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2019 10:30 Maðurinn viðurkenndi sök og var sleppt að skýrslutöku lokinni. FBL/Ernir Erlendur ferðalangur sem var að koma frá Dublin og stöðvaður var nýverið í tolli í Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndist vera með mikið af þýfi í fórum sínum úr flugstöðinni og víðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en það voru lögreglumenn úr flugstöðvardeild sem handtóku manninn. Honum hafði orðið svo mikið um afskiptin að hann reyndi að borða flugmiðann sinn en kvað það svo hafa verið út af stressi. Hann hafði meðal annars stolið miklu af dýrum ilmvötnum, lýsistöflum, Hvannarótarbrennivíni og vodka, Samsungsíma og vídeotökuvél úr fríhöfninni, samtals að andvirði á fjórða hundrað þúsund króna. Að auki fannst meira þýfi hjá honum sem ekki var úr fríhöfninni og kvaðst hann ekki muna hvar hann hefði stolið því. Hann viðurkenndi sök og var sleppt að skýrslutöku lokinni. Nýverið var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna flugfarþega sem hreiðrað höfðu vel um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öryggisgæsla hafði reynt að koma þeim á æskilegri stað í flugstöðinni en þeir brugðist illa við þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndist fólkið hafa raðað töskum, kerrum og hjólastólum og búið þannig til eins konar virki um sig. Rúm hafði verið búið til úr tveimur ferðatöskum fyrir stúlkubarn sem svaf ofan á töskunum með sængina sína. Var fólkið beðið um að taka saman föggur sínar og færa sig á bekki þar sem það hamlaði ekki umgengni. Það maldaði hressilega í móinn en lét þó að lokum undan og tók virkið niður. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Erlendur ferðalangur sem var að koma frá Dublin og stöðvaður var nýverið í tolli í Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndist vera með mikið af þýfi í fórum sínum úr flugstöðinni og víðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en það voru lögreglumenn úr flugstöðvardeild sem handtóku manninn. Honum hafði orðið svo mikið um afskiptin að hann reyndi að borða flugmiðann sinn en kvað það svo hafa verið út af stressi. Hann hafði meðal annars stolið miklu af dýrum ilmvötnum, lýsistöflum, Hvannarótarbrennivíni og vodka, Samsungsíma og vídeotökuvél úr fríhöfninni, samtals að andvirði á fjórða hundrað þúsund króna. Að auki fannst meira þýfi hjá honum sem ekki var úr fríhöfninni og kvaðst hann ekki muna hvar hann hefði stolið því. Hann viðurkenndi sök og var sleppt að skýrslutöku lokinni. Nýverið var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna flugfarþega sem hreiðrað höfðu vel um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öryggisgæsla hafði reynt að koma þeim á æskilegri stað í flugstöðinni en þeir brugðist illa við þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndist fólkið hafa raðað töskum, kerrum og hjólastólum og búið þannig til eins konar virki um sig. Rúm hafði verið búið til úr tveimur ferðatöskum fyrir stúlkubarn sem svaf ofan á töskunum með sængina sína. Var fólkið beðið um að taka saman föggur sínar og færa sig á bekki þar sem það hamlaði ekki umgengni. Það maldaði hressilega í móinn en lét þó að lokum undan og tók virkið niður.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira