Fótbolti

Simeone framlengdi við Atletico

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Diego Simeone hefur náð góðum árangri með Atletico Madrid.
Diego Simeone hefur náð góðum árangri með Atletico Madrid. vísir/getty
Það er ekkert fararsnið á Argentínumanninum Diego Simeone en hann hefur skrifað undir nýjan samning við spænska úrvalsdeildarliðið Atletico Madrid sem hann hefur stýrt frá árinu 2011.

Simeone hefur reglulega verið orðaður við stjórastörf hjá stærstu félögum ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur náð að festa Atletico í sessi í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið er jafnan í harðri baráttu við Real Madrid og Barcelona.

Undir stjórn Simeone hefur Atletico unnið La Liga einu sinni, spænska bikarinn einu sinni, Evrópudeildina tvisvar auk þess sem liðið hefur tvívegis komist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en tapað í bæði skiptin.

Simeone með 61% sigurhlutfall sem stjóri Atletico en hann hafði stýrt Racing, River Plate, Estudiantes og San Lorenzo í heimalandinu og Catania á Ítalíu áður en hann var ráðinn til Atletico í lok árs 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×