Fótbolti

Rændur á meðan hann þreytti frumraun sína með Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Boateng á Nou Camp í gær
Boateng á Nou Camp í gær
Kevin Prince Boateng þreytti frumraun sína með Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í gær þegar hann var í fremstu víglínu liðsins gegn Real Valladolid en það vakti furðu margra þegar þessi 31 árs gamli Ganverji kom að láni til Barcelona frá Sassuolo í janúarglugganum.

Þó Barcelona hafi unnið leikinn 1-0 var þetta ekki fullkominn dagur fyrir Boateng því á meðan á leiknum stóð var brotist inn á heimili hans í Barcelona.

Skartgripum, úrum og peningaseðlum var rænt og höfðu þjófarnir af brott þýfi að verðmæti 300-400 þúsund evra (um 50 milljónir íslenskra króna) að því er segir í spænska fjölmiðlinum Marca.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í vetur sem leikmenn Barcelona verða fyrir bíræfnum þjófum því fyrr í vetur var brotist inn á heimili Jordi Alba á meðan hann var í Milanóborg að etja kappi við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×