Vilja sjá Arsenal í „super bowl fótboltans“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 12:30 Getur Emery komið Arsenal alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? vísir/getty Eigendur Arsenal vilja sjá Unai Emery koma Arsenal í „superbowl fótboltans,“ úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Stan Kroenke er eigandi Arsenal og hann á einnig Los Angeles Rams sem mun spila um ofurskálina eftirsóttu, stærsta titilinn í amerískum fótbolta. Sonur Kroenke, Josh, er framkvæmdarstjóri Arsenal og hann sagði frá áætlunum um að koma meira samstarfi á milli liðanna tveggja. Emery mun meðal annars vinna með Sean McVay, þjálfara Rams, en McVay er yngsti aðalþjálfarinn í sögu NFL deildarinnar sem kemst í leikinn um ofurskálina. „Ég held að hann [Emery] og Sean passi mjög vel saman og það hvernig þeir bera sig í daglegum störfum er mjög svipað,“ sagði Josh Kroenke við breska blaðið Telegraph. „Þeir fara yfir mikið af tölfræði, eru mjög virkir á æfingasvæðinu og þeir eru með svipaðan stíl, þrátt fyrir að vera sitthvorum enda hnattarins.“ Arsenal er ekki í Meistaradeildinni þetta tímabilið. Liðið er hins vegar komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar og fari það alla leið og vinni þann bikar þá er Meistaradeildarsætið á næsta tímabili tryggt. Eins og er situr Arsenal í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er þó í harðri baráttu við Chelsea og Manchester United. Rams spilar í leiknum um ofurskálina í fyrsta skipti í sautján ár á sunnudagskvöld þar sem þeir mæta Tom Brady og félögum í New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 22:00 á sunnudaginn. Enski boltinn NFL Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Eigendur Arsenal vilja sjá Unai Emery koma Arsenal í „superbowl fótboltans,“ úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Stan Kroenke er eigandi Arsenal og hann á einnig Los Angeles Rams sem mun spila um ofurskálina eftirsóttu, stærsta titilinn í amerískum fótbolta. Sonur Kroenke, Josh, er framkvæmdarstjóri Arsenal og hann sagði frá áætlunum um að koma meira samstarfi á milli liðanna tveggja. Emery mun meðal annars vinna með Sean McVay, þjálfara Rams, en McVay er yngsti aðalþjálfarinn í sögu NFL deildarinnar sem kemst í leikinn um ofurskálina. „Ég held að hann [Emery] og Sean passi mjög vel saman og það hvernig þeir bera sig í daglegum störfum er mjög svipað,“ sagði Josh Kroenke við breska blaðið Telegraph. „Þeir fara yfir mikið af tölfræði, eru mjög virkir á æfingasvæðinu og þeir eru með svipaðan stíl, þrátt fyrir að vera sitthvorum enda hnattarins.“ Arsenal er ekki í Meistaradeildinni þetta tímabilið. Liðið er hins vegar komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar og fari það alla leið og vinni þann bikar þá er Meistaradeildarsætið á næsta tímabili tryggt. Eins og er situr Arsenal í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er þó í harðri baráttu við Chelsea og Manchester United. Rams spilar í leiknum um ofurskálina í fyrsta skipti í sautján ár á sunnudagskvöld þar sem þeir mæta Tom Brady og félögum í New England Patriots. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 22:00 á sunnudaginn.
Enski boltinn NFL Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Mbappé úr skammakróknum en PSG tókst samt ekki að vinna Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira