Söguleg heimsókn páfa til Arabíuskaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. febrúar 2019 08:00 Frans páfi sést hér ásamt krónprinsinum Mohammed bin Zayed við komuna til Abú Dabí í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins. Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins.
Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00