Facebook fimmtán ára Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2019 09:00 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Getty/David Paul Morris Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira
Fimmtán ár eru liðin í dag frá því að Mark Zuckerberg ýtti á takkann og sleppti taumunum af Facebook. Síðan þá hefur líf þessa þáverandi Harvard-nema breyst töluvert. Býr til að mynda í höll en ekki á heimavist. Upphaflega hét samfélagsmiðillinn reyndar TheFacebook og var í byrjun einungis aðgengilegur Harvard-nemum, síðar nemum við fleiri háskóla í Bandaríkjunum og Kanada. Uppvaxtarárin voru nokkuð strembin. Cameron og Tyler Winklevoss og Divya Narendra sökuðu Zuckerberg um að stela hugmyndum sínum. Það mál var loks leitt til lykta árið 2008 þegar Zuckerberg samdi um að afhenda þeim 1,2 milljónir hluta í fyrirtækinu. En Zuckerberg hélt ótrauður áfram. Opnað var fyrir almennar skráningar í september 2006 og miðillinn óx, óx og óx. Facebook var svo skráð á markað í maí 2012 og var þá metið á 104 milljarða Bandaríkjadala. Facebook og Zuckerberg hafa hins vegar beðið töluverðan álitshnekki undanfarið ár. Upp komst í fyrra um að greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica hefði notfært sér persónuleg gögn Facebook-notenda, í raun vopnavætt þau, til þess að hafa áhrif á kosningar víða um heim. Augljósasta tilfellið var forsetakosningabaráttan í Bandaríkjunum. Þá uppgötvaðist fjöldi öryggisgalla á Facebook á síðasta ári sem bætti gráu ofan á svart. Eins og Fréttablaðið fjallaði ítarlega um í síðustu viku fellur hin mikla gagnasöfnun Facebook ekki í kramið hjá öllum í tæknigeiranum. Tim Cook, forstjóri Apple, sakar fyrirtækið um að gera notendur sína að vörunni með því að selja upplýsingar þeirra til auglýsenda. Hann og stjórnmálamenn úr flokki Demókrata hafa talað einna hæst fyrir nýrri löggjöf um samfélagsmiðla og önnur stór internetfyrirtæki. Undir þetta tók blaðamaður The Outline í vikunni í grein sem bar þá skemmtilegu fyrirsögn „Facebook ætti ekki að vera eina fimmtán ára barnið sem fær að gera hvað sem það vill“. En þrátt fyrir allt heldur Facebook áfram að vaxa. Á síðasta ársfjórðungi notuðu 1,52 milljarðar manns Facebook á hverjum einasta degi. Það er níu prósenta aukning frá því í fyrra. Sama aukning var á meðal mánaðarlegra notenda sem voru 2,32 milljarðar. Veltan eykst samhliða. Var 16,91 milljarður sem er meira en fyrirtækið hafði gert ráð fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Tímamót Tækni Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Sjá meira