Uss! Haukur Örn Birgisson skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Tilkynnið meiðandi eða móðgandi ummæli, sem falla á netinu, í eigin persónu eða í rituðu máli, því hatur verður ekki umborið í Suður-Yorkshire,“ segir í nýlegri auglýsingu frá lögreglunni þar á bæ. Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það er dottið úr tísku. Á hverjum degi koma fram nýjar kröfur um að tiltekin ummæli skuli ekki látin viðgangast. Lög eru sett þar sem tilteknir hópar samfélagsins fá vernd gegn ummælum sem beinast að þeim. Vitleysan stoppar ekki við að tiltekin tegund ummæla sé gerð refsiverð, því lögreglan mun nú einnig þurfa að verja tíma sínum í að rannsaka móðganir. Flest sprettur þetta frá fólki með góðan vilja, sem vill ekki að neinn særist vegna ummæla annarra. Málið er bara ekki svo einfalt. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Í bandarískum háskólum (reyndar einnig HR) keppast viðkvæmir nemendur við að fá kennara með vondar skoðanir rekna frá skólunum. Umdeildir fyrirlesarar eru stöðvaðir við upphaf málþinga. Skemmtikraftar undirrita yfirlýsingar um að þeir muni ekki segja brandara sem gætu móðgað tiltekna áhorfendur. Allt í nafni umburðarlyndis og frjálslyndis. Það gleymist að það er ekkert frjálslynt við að banna brandara, þótt flestum finnist þeir ekki fyndir. Það er ekki til hlutlægur mælikvarði á húmor. Það verður alltaf til ókurteist, vont og ófyndið fólk. Einnig fólk með fráleitar skoðanir. Það má samt ekki banna fólki að segja ljóta hluti. Engar af verstu hugmyndum mannkynssögunnar hurfu úr umræðunni, vegna þess að þær voru bannaðar. Þvert á móti. Hvort sem fólk er heimskt, vont, dónalegt eða með vondan húmor – þá verður það að fá að tjá sig. Jafnvel þótt aðrir kunni að særast vegna þeirra. Það er verðmiði frjáls samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Tilkynnið meiðandi eða móðgandi ummæli, sem falla á netinu, í eigin persónu eða í rituðu máli, því hatur verður ekki umborið í Suður-Yorkshire,“ segir í nýlegri auglýsingu frá lögreglunni þar á bæ. Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það er dottið úr tísku. Á hverjum degi koma fram nýjar kröfur um að tiltekin ummæli skuli ekki látin viðgangast. Lög eru sett þar sem tilteknir hópar samfélagsins fá vernd gegn ummælum sem beinast að þeim. Vitleysan stoppar ekki við að tiltekin tegund ummæla sé gerð refsiverð, því lögreglan mun nú einnig þurfa að verja tíma sínum í að rannsaka móðganir. Flest sprettur þetta frá fólki með góðan vilja, sem vill ekki að neinn særist vegna ummæla annarra. Málið er bara ekki svo einfalt. Tilgangurinn helgar ekki meðalið. Í bandarískum háskólum (reyndar einnig HR) keppast viðkvæmir nemendur við að fá kennara með vondar skoðanir rekna frá skólunum. Umdeildir fyrirlesarar eru stöðvaðir við upphaf málþinga. Skemmtikraftar undirrita yfirlýsingar um að þeir muni ekki segja brandara sem gætu móðgað tiltekna áhorfendur. Allt í nafni umburðarlyndis og frjálslyndis. Það gleymist að það er ekkert frjálslynt við að banna brandara, þótt flestum finnist þeir ekki fyndir. Það er ekki til hlutlægur mælikvarði á húmor. Það verður alltaf til ókurteist, vont og ófyndið fólk. Einnig fólk með fráleitar skoðanir. Það má samt ekki banna fólki að segja ljóta hluti. Engar af verstu hugmyndum mannkynssögunnar hurfu úr umræðunni, vegna þess að þær voru bannaðar. Þvert á móti. Hvort sem fólk er heimskt, vont, dónalegt eða með vondan húmor – þá verður það að fá að tjá sig. Jafnvel þótt aðrir kunni að særast vegna þeirra. Það er verðmiði frjáls samfélags.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar