May heldur til Brussel til viðræðna á fimmtudag Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 14:32 Skammur tími er til stefnu fyrir May að ná samkomulagi því Bretar eiga að yfirgefa ESB 29. mars. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira