May heldur til Brussel til viðræðna á fimmtudag Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 14:32 Skammur tími er til stefnu fyrir May að ná samkomulagi því Bretar eiga að yfirgefa ESB 29. mars. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira