Fjárfestum í heilsu Þorsteinn Víglundsson skrifar 6. febrúar 2019 11:15 Við verjum nærri 250 milljörðum til heilbrigðiskerfisins okkar árlega að viðbættum beinum útgjöldum heimilanna til heilbrigðistengdrar þjónustu. Þess utan má leiða líkur að því að árleg útgjöld okkar til heilbrigðismála væru í það minnsta 50 milljörðum króna hærri á ári hverju ef meðalaldur þjóðarinnar væri á pari við hin Norðurlöndin. Því til viðbótar bætist síðan krafa okkar um sífellt betri þjónustu og fjölbreyttari úrræði eftir því sem læknavísindunum fleygir fram. Stór hluti kostnaðar heilbrigðiskerfisins í dag er vegna mikillar aukningar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Við hreyfum okkur ekki nóg. Streita og álag er of mikið. Við borðum of mikið eða ekki nægilega holla fæðu og svo mætti áfram telja. Við þekkjum afleiðingarnar allt of vel. Aukin tíðni æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar. Oft er heilsubresturinn varanlegur og við glímum samhliða þessu við stóraukna tíðni örorku. Við verjum í dag um 70 milljörðum á ári til greiðslu örorkulífeyris og ef tíðni örorku þróast áfram með sama hætti og verið hefur mun árlegur kostnaður okkar hafa aukist um 40-60 milljarða króna árið 2030. Til að bregðast við þessari þróun verðum við að stórauka fjárframlög til heilsutengdrar fræðslu og forvarna. Við þurfum að auka framlög til geðheilbrigðismála og meðhöndla geðræn vandamál til jafns við aðra heilsutengda kvilla. Fyrsta skrefið gæti þar verið að fella þjónustu sálfræðinga og geðheilbrigðisstarfsfólks undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og auka þannig aðgengi almennings að slíkri þjónustu óháð efnahag. Sú staðreynd að þetta hefur ekki enn verið gert endurspeglar fordóma sem því miður eru enn ríkjandi gagnvart geðsjúkdómum. Það horfir þó vonandi til breytinga því þingmenn Viðreisnar hafa, ásamt 21 öðrum þingmanni, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Það væri risastórt skref ef frumvarpið nær fram að ganga. Við getum gert miklu betur. Við vitum að aukin áhersla á geðheilbrigði, hreyfingu og heilsusamlegt líferni skilar sér margfalt í bættri heilsu og lífsgæðum og á endanum í lægri útgjöldum til heilbrigðismála og örorku en ella. Fjárfestum í heilsu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Við verjum nærri 250 milljörðum til heilbrigðiskerfisins okkar árlega að viðbættum beinum útgjöldum heimilanna til heilbrigðistengdrar þjónustu. Þess utan má leiða líkur að því að árleg útgjöld okkar til heilbrigðismála væru í það minnsta 50 milljörðum króna hærri á ári hverju ef meðalaldur þjóðarinnar væri á pari við hin Norðurlöndin. Því til viðbótar bætist síðan krafa okkar um sífellt betri þjónustu og fjölbreyttari úrræði eftir því sem læknavísindunum fleygir fram. Stór hluti kostnaðar heilbrigðiskerfisins í dag er vegna mikillar aukningar á lífsstílstengdum sjúkdómum. Við hreyfum okkur ekki nóg. Streita og álag er of mikið. Við borðum of mikið eða ekki nægilega holla fæðu og svo mætti áfram telja. Við þekkjum afleiðingarnar allt of vel. Aukin tíðni æða- og hjartasjúkdóma, sykursýki, krabbamein, þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar. Oft er heilsubresturinn varanlegur og við glímum samhliða þessu við stóraukna tíðni örorku. Við verjum í dag um 70 milljörðum á ári til greiðslu örorkulífeyris og ef tíðni örorku þróast áfram með sama hætti og verið hefur mun árlegur kostnaður okkar hafa aukist um 40-60 milljarða króna árið 2030. Til að bregðast við þessari þróun verðum við að stórauka fjárframlög til heilsutengdrar fræðslu og forvarna. Við þurfum að auka framlög til geðheilbrigðismála og meðhöndla geðræn vandamál til jafns við aðra heilsutengda kvilla. Fyrsta skrefið gæti þar verið að fella þjónustu sálfræðinga og geðheilbrigðisstarfsfólks undir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga og auka þannig aðgengi almennings að slíkri þjónustu óháð efnahag. Sú staðreynd að þetta hefur ekki enn verið gert endurspeglar fordóma sem því miður eru enn ríkjandi gagnvart geðsjúkdómum. Það horfir þó vonandi til breytinga því þingmenn Viðreisnar hafa, ásamt 21 öðrum þingmanni, lagt fram frumvarp þessa efnis á Alþingi. Það væri risastórt skref ef frumvarpið nær fram að ganga. Við getum gert miklu betur. Við vitum að aukin áhersla á geðheilbrigði, hreyfingu og heilsusamlegt líferni skilar sér margfalt í bættri heilsu og lífsgæðum og á endanum í lægri útgjöldum til heilbrigðismála og örorku en ella. Fjárfestum í heilsu!
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar