Plastpokabann – mikilvægt skref Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Plast er efni sem endist afar lengi og er því hentugt til ýmissa nota. Einmitt þessi eiginleiki þess gerir það hins vegar einstaklega óhentugt sem einnota efni. Vörur úr plasti sem hent er eftir örskamma notkun geta enst í tugi og hundruð ára sem úrgangur. Burðarplastpokar hafa verið bannaðir í fjölda ríkja og í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi sem felur í sér að frá og með 1. janúar 2021 verði óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti á sölustöðum vara. Með þessu tökumst við á við það mikla magn plastpoka sem er í umferð en höfum auk þess víðtækari áhrif. Aðgerðin snertir daglegan veruleika heimilanna í landinu og virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu. Með frumvarpinu fylgi ég eftir tillögum frá samráðsvettvangi um aðgerðir í plastmálefnum sem í sátu fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Tillaga þeirra um aðstoð við neytendur sem mæta með margnota umbúðir undir keypta matvöru hefur þegar komið til framkvæmda og undirbúningur stendur yfir varðandi viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Verið er að vinna úr öðrum tillögum auk þess sem fyrir liggur að tilskipun ESB til að takast á við plastmengun verður innleidd en þar er t.d. lagt til að ríkjum verði gert skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr einnota plasti. Bannið við afhendingu burðarplastpoka er þannig ein aðgerð af mörgum sem gripið verður til. Heyrst hefur að plastpokarnir séu aðeins hluti af plastvandanum og ekki ætti að horfa til þeirra heldur gera þess í stað eitthvað annað. Ég segi: Gerum margt. Verkefnið fram undan er umfangsmikið og við þurfum margs konar lausnir. Plastvandinn er stór og við verðum að taka hann alvarlega. Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu. Frumvarpið um plastpokana er einn slíkur biti – aðgerð sem virkjar okkur með beinum hætti við að hugsa um lausnir án plasts. Saman getum við lyft grettistaki. Bann við burðarplastpokum virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Plast er efni sem endist afar lengi og er því hentugt til ýmissa nota. Einmitt þessi eiginleiki þess gerir það hins vegar einstaklega óhentugt sem einnota efni. Vörur úr plasti sem hent er eftir örskamma notkun geta enst í tugi og hundruð ára sem úrgangur. Burðarplastpokar hafa verið bannaðir í fjölda ríkja og í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi sem felur í sér að frá og með 1. janúar 2021 verði óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti á sölustöðum vara. Með þessu tökumst við á við það mikla magn plastpoka sem er í umferð en höfum auk þess víðtækari áhrif. Aðgerðin snertir daglegan veruleika heimilanna í landinu og virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu. Með frumvarpinu fylgi ég eftir tillögum frá samráðsvettvangi um aðgerðir í plastmálefnum sem í sátu fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfisverndarsamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Tillaga þeirra um aðstoð við neytendur sem mæta með margnota umbúðir undir keypta matvöru hefur þegar komið til framkvæmda og undirbúningur stendur yfir varðandi viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir. Verið er að vinna úr öðrum tillögum auk þess sem fyrir liggur að tilskipun ESB til að takast á við plastmengun verður innleidd en þar er t.d. lagt til að ríkjum verði gert skylt að draga úr notkun matarumbúða og drykkjarbolla úr einnota plasti. Bannið við afhendingu burðarplastpoka er þannig ein aðgerð af mörgum sem gripið verður til. Heyrst hefur að plastpokarnir séu aðeins hluti af plastvandanum og ekki ætti að horfa til þeirra heldur gera þess í stað eitthvað annað. Ég segi: Gerum margt. Verkefnið fram undan er umfangsmikið og við þurfum margs konar lausnir. Plastvandinn er stór og við verðum að taka hann alvarlega. Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu. Frumvarpið um plastpokana er einn slíkur biti – aðgerð sem virkjar okkur með beinum hætti við að hugsa um lausnir án plasts. Saman getum við lyft grettistaki. Bann við burðarplastpokum virkjar okkur til að hugsa á annan hátt en áður um plast og eigin neyslu.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun