Stuðningur og ráðgjöf vegna krabbameina Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Að greinast með krabbamein er flestum mikið áfall og einnig þeim sem nákomnir eru. Margir fara í gegnum erfiðar tilfinningar eins og ótta, reiði, örvæntingu, depurð og sektarkennd auk þess sem óvissan um framtíðina getur tekið mikið á. Það er oft þarna sem viðkomandi og hans nánustu uppgötva í fyrsta sinn að þessi daglega rútína, eins og að fara til vinnu, sinna heimili og áhugamálum, er dýrmætari en við gerum okkur oft grein fyrir. Það getur reynt verulega á að vera kippt skyndilega út úr hinu venjubundna lífi inn í heim veikindanna. Það ræðst þó oft af eðli sjúkdómsins og einstaklingsbundnum þáttum hversu mikil áhrif krabbameinið og meðferð hefur á líf fólks. Sennilega er þó óhætt að fullyrða að áhrifin séu alltaf einhver á daglegt líf, andlegt jafnvægi og lífssýn viðkomandi. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hafa ríka þörf fyrir sálfélagslegan stuðning, bæði í veikindunum og eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Í dag læknast mun fleiri af krabbameini en áður og einnig eru fleiri sem lifa með ólæknandi krabbamein í lengri tíma en áður hefur þekkst. Þetta eru gleðilegar staðreyndir sem kalla hins vegar á aukinn stuðning við þá sem takast á við einkenni og fylgikvilla til lengri tíma vegna krabbameins eða krabbameinsmeðferðar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fjölbreytt námskeið og opnir tímar eru einnig í boði. Þjónustan er einnig ætluð þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. Ráðgjafarþjónustan hefur aðsetur í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, á fyrstu hæð í heimilislegu og notalegu rými. Þar starfa sem ráðgjafar hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur. Viðtalsþjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Starfsemin miðar að því að gefa viðkomandi verkfæri í hendurnar til að takast á við tilfinningar, hugsanir, streitu og líkamleg einkenni sem geta komið upp í veikindunum og eftir veikindin. Það er mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra leiti eftir þessum verkfærum til að vinna úr reynslu sinni og til að geta sem best hugað að sér og sinni líkamlegu og andlegu heilsu til framtíðar. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum, 4. febrúar, hafa krabbameinsfélög um allan heim sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilfellum með forvörnum, þekkingu á einkennum, greiningu og meðferð. Hluti meðferðar er að hlúa á heildrænan hátt að þörfum þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda. Þar getum við orðið að liði með margþættum stuðningi og ráðgjöf. Við erum við símann á virkum dögum og hvetjum þá sem þurfa ráðgjöf eða stuðning til að hringja í síma 800 4040 eða senda okkur tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að greinast með krabbamein er flestum mikið áfall og einnig þeim sem nákomnir eru. Margir fara í gegnum erfiðar tilfinningar eins og ótta, reiði, örvæntingu, depurð og sektarkennd auk þess sem óvissan um framtíðina getur tekið mikið á. Það er oft þarna sem viðkomandi og hans nánustu uppgötva í fyrsta sinn að þessi daglega rútína, eins og að fara til vinnu, sinna heimili og áhugamálum, er dýrmætari en við gerum okkur oft grein fyrir. Það getur reynt verulega á að vera kippt skyndilega út úr hinu venjubundna lífi inn í heim veikindanna. Það ræðst þó oft af eðli sjúkdómsins og einstaklingsbundnum þáttum hversu mikil áhrif krabbameinið og meðferð hefur á líf fólks. Sennilega er þó óhætt að fullyrða að áhrifin séu alltaf einhver á daglegt líf, andlegt jafnvægi og lífssýn viðkomandi. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hafa ríka þörf fyrir sálfélagslegan stuðning, bæði í veikindunum og eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Í dag læknast mun fleiri af krabbameini en áður og einnig eru fleiri sem lifa með ólæknandi krabbamein í lengri tíma en áður hefur þekkst. Þetta eru gleðilegar staðreyndir sem kalla hins vegar á aukinn stuðning við þá sem takast á við einkenni og fylgikvilla til lengri tíma vegna krabbameins eða krabbameinsmeðferðar. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á ráðgjöf og stuðning við þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fjölbreytt námskeið og opnir tímar eru einnig í boði. Þjónustan er einnig ætluð þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. Ráðgjafarþjónustan hefur aðsetur í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, á fyrstu hæð í heimilislegu og notalegu rými. Þar starfa sem ráðgjafar hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur. Viðtalsþjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Starfsemin miðar að því að gefa viðkomandi verkfæri í hendurnar til að takast á við tilfinningar, hugsanir, streitu og líkamleg einkenni sem geta komið upp í veikindunum og eftir veikindin. Það er mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra leiti eftir þessum verkfærum til að vinna úr reynslu sinni og til að geta sem best hugað að sér og sinni líkamlegu og andlegu heilsu til framtíðar. Nánari upplýsingar er að finna á krabb.is. Í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum, 4. febrúar, hafa krabbameinsfélög um allan heim sameinast í þriggja ára herferð sem gengur út á að fækka krabbameinstilfellum með forvörnum, þekkingu á einkennum, greiningu og meðferð. Hluti meðferðar er að hlúa á heildrænan hátt að þörfum þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda. Þar getum við orðið að liði með margþættum stuðningi og ráðgjöf. Við erum við símann á virkum dögum og hvetjum þá sem þurfa ráðgjöf eða stuðning til að hringja í síma 800 4040 eða senda okkur tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar