Ættum við að veiða hvali? Henry Alexander Henrysson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Nokkur umræða hefur farið fram undanfarið um hvalveiðar Íslendinga og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi þær. Eitt tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og það fremur jákvæða viðhorf til hvalveiða sem þar kemur fram. Slíkt viðhorf var fyrirsjáanlegt. Maður hefði líka giskað á jákvætt svar hefði stofnunin verið spurð um miðja nítjándu öld hvort þrælahald væri hagkvæmt. Í báðum tilvikum er spurningin ekki sú rétta. Umræða um hvalveiðar hefur lítið sem ekkert um hagkvæmni þeirra að gera í samtímanum, spurningin sem umræðan leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Í nýlegu helgarblaði Fréttablaðsins var ég beðinn um að spá í siðferðileg álitamál framtíðarinnar. Ég hefði þar getað sagt með nokkurri vissu að þær hvalveiðar sem hafa verið í umræðunni munu ekki eiga sér stað þegar við horfum áratugi fram í tímann. Viðhorf fólks til skotveiða á spendýrum og sú rökræða sem á sér stað um þessi viðhorf virðist ætla að leiða til þeirrar niðurstöðu að við stundum ekki slíkar veiðar á villtum dýrum. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Siðferðileg viðmið taka breytingum og það er meðal annars hlutverk siðfræði að greina þessar breytingar. Í tilfelli skotveiða á villtum spendýrum er bæði ljóst í hvaða átt þessi viðhorf eru að þróast og að þau gera það í ljósi þess að þau eru að vinna rökræðuna sem á sér stað um þessi efni. Enn um stund er hins vegar ómögulegt að sjá fyrir hvaða viðhorf verða ofan á varðandi veiðar á villtum fuglum og fiskum. Meginreglan virðist mér sem sagt vera sú að skotveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega ámælisverðar. Þær vekja sem sagt óþægilegar siðferðilegar kenndir hjá almenningi. En frá þessari meginreglu eru mikilvægar undantekningar sem enn þykja gildar ástæður fyrir því að leyfa skotveiðar ef þær eru framkvæmdar á eins mannúðlegan máta og mögulegt er. Og mér sýnist sem þessi rök munu halda. Augljósust slíkra ástæðna er ef lífsviðurværi manns byggir raunverulega á slíkum veiðum. Rík hefð getur einnig dugað til að réttlæta skotveiðar sem og vernd fólks ef lífi eða heilsu fólks stafar hætta af villtu dýri. Nauðsynleg grisjun stofna er hins vegar líklega sú ástæða sem oftast er gefin fyrir því að leyfa skotveiðar. Oft stafar nauðsynin af því að menn hafa stigið inn í vistkerfi. Þá skortir oft rándýr til að halda stofnum í skefjum eða afmörkun landsvæða gerir það að verkum að dýr hafa ekki tækifæri til að leita fæðu nægilega víða. Hin siðferðilega niðurstaða er því sú að dýrin séu almennt betur sett ef veiðileyfi eru gefin á tiltekinn fjölda dýra og sagt er fyrir um hvenær má stunda veiðarnar. Ekkert af þessum rökum hefur nokkurt gildi í rökræðum um hvalveiðar Íslendinga í samtímanum. Hvalir ógna ekki híbýlum fólks, þeir verða seint skilgreindir sem meindýr, þeir voru ekki fluttir til Íslands líkt og hreindýr voru, vistkerfið er enn nægilega öflugt til að tryggja afkomu þeirra og það rými sem þeir hafa til að lifa er ekki takmarkað á nokkurn hátt. Á Íslandi halda heldur engin hefðarrök fyrir hvalveiðum. Mögulega mun sú stund renna upp að afmarkaðir stofnar hvala kalli á takmarkaða grisjun á mannúðlegan, en um leið kostnaðarsaman, hátt og einhverjar skotveiðar munu lengi enn vera réttlættar á öðrum sjávarspendýrum, eins og selum. Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðunni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar. Það þarf til dæmis ekki að vera að slíkar veiðar hefðu nokkur áhrif á ferðamannastraum, en þó svo að straumurinn héldist myndi það ekki svara spurningunni um réttmæti þeirra. Heimurinn hefur fyrir löngu farið að færa sig í þá átt að láta svið siðferðisins ná yfir fleiri dýrategundir en manninn. Við höfum sett strangar reglur um hvernig nýta má þau í tilraunum og reynt er að fylgja eftir reglum um meðferð þeirra í matvælaframleiðslu. Flest samfélög setja sér fjölda laga og reglna um velferð dýra. Breytt viðhorf almennings til hvalveiða er einfaldlega hluti þróunar síðustu áratuga. Hlutverk stjórnvalda er að bregðast við og láta stefnumótun sína taka tillit til þess.Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram undanfarið um hvalveiðar Íslendinga og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi þær. Eitt tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og það fremur jákvæða viðhorf til hvalveiða sem þar kemur fram. Slíkt viðhorf var fyrirsjáanlegt. Maður hefði líka giskað á jákvætt svar hefði stofnunin verið spurð um miðja nítjándu öld hvort þrælahald væri hagkvæmt. Í báðum tilvikum er spurningin ekki sú rétta. Umræða um hvalveiðar hefur lítið sem ekkert um hagkvæmni þeirra að gera í samtímanum, spurningin sem umræðan leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Í nýlegu helgarblaði Fréttablaðsins var ég beðinn um að spá í siðferðileg álitamál framtíðarinnar. Ég hefði þar getað sagt með nokkurri vissu að þær hvalveiðar sem hafa verið í umræðunni munu ekki eiga sér stað þegar við horfum áratugi fram í tímann. Viðhorf fólks til skotveiða á spendýrum og sú rökræða sem á sér stað um þessi viðhorf virðist ætla að leiða til þeirrar niðurstöðu að við stundum ekki slíkar veiðar á villtum dýrum. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Siðferðileg viðmið taka breytingum og það er meðal annars hlutverk siðfræði að greina þessar breytingar. Í tilfelli skotveiða á villtum spendýrum er bæði ljóst í hvaða átt þessi viðhorf eru að þróast og að þau gera það í ljósi þess að þau eru að vinna rökræðuna sem á sér stað um þessi efni. Enn um stund er hins vegar ómögulegt að sjá fyrir hvaða viðhorf verða ofan á varðandi veiðar á villtum fuglum og fiskum. Meginreglan virðist mér sem sagt vera sú að skotveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega ámælisverðar. Þær vekja sem sagt óþægilegar siðferðilegar kenndir hjá almenningi. En frá þessari meginreglu eru mikilvægar undantekningar sem enn þykja gildar ástæður fyrir því að leyfa skotveiðar ef þær eru framkvæmdar á eins mannúðlegan máta og mögulegt er. Og mér sýnist sem þessi rök munu halda. Augljósust slíkra ástæðna er ef lífsviðurværi manns byggir raunverulega á slíkum veiðum. Rík hefð getur einnig dugað til að réttlæta skotveiðar sem og vernd fólks ef lífi eða heilsu fólks stafar hætta af villtu dýri. Nauðsynleg grisjun stofna er hins vegar líklega sú ástæða sem oftast er gefin fyrir því að leyfa skotveiðar. Oft stafar nauðsynin af því að menn hafa stigið inn í vistkerfi. Þá skortir oft rándýr til að halda stofnum í skefjum eða afmörkun landsvæða gerir það að verkum að dýr hafa ekki tækifæri til að leita fæðu nægilega víða. Hin siðferðilega niðurstaða er því sú að dýrin séu almennt betur sett ef veiðileyfi eru gefin á tiltekinn fjölda dýra og sagt er fyrir um hvenær má stunda veiðarnar. Ekkert af þessum rökum hefur nokkurt gildi í rökræðum um hvalveiðar Íslendinga í samtímanum. Hvalir ógna ekki híbýlum fólks, þeir verða seint skilgreindir sem meindýr, þeir voru ekki fluttir til Íslands líkt og hreindýr voru, vistkerfið er enn nægilega öflugt til að tryggja afkomu þeirra og það rými sem þeir hafa til að lifa er ekki takmarkað á nokkurn hátt. Á Íslandi halda heldur engin hefðarrök fyrir hvalveiðum. Mögulega mun sú stund renna upp að afmarkaðir stofnar hvala kalli á takmarkaða grisjun á mannúðlegan, en um leið kostnaðarsaman, hátt og einhverjar skotveiðar munu lengi enn vera réttlættar á öðrum sjávarspendýrum, eins og selum. Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðunni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar. Það þarf til dæmis ekki að vera að slíkar veiðar hefðu nokkur áhrif á ferðamannastraum, en þó svo að straumurinn héldist myndi það ekki svara spurningunni um réttmæti þeirra. Heimurinn hefur fyrir löngu farið að færa sig í þá átt að láta svið siðferðisins ná yfir fleiri dýrategundir en manninn. Við höfum sett strangar reglur um hvernig nýta má þau í tilraunum og reynt er að fylgja eftir reglum um meðferð þeirra í matvælaframleiðslu. Flest samfélög setja sér fjölda laga og reglna um velferð dýra. Breytt viðhorf almennings til hvalveiða er einfaldlega hluti þróunar síðustu áratuga. Hlutverk stjórnvalda er að bregðast við og láta stefnumótun sína taka tillit til þess.Höfundur er heimspekingur
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun