Fremsta skíðakona heims sendi lesendum karlablaðsins skýr skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 13:30 Mikaela Shiffrin. Getty/ David Geieregger Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin er að margra mati fremsta skíðakona heims í dag en hún fór óvenjulega leið í samskiptum sínum við eitt frægasta karlablað heims sem sóttist eftir þokkafullum myndum af henni. Mikaela Shiffrin var boðið að vera með í „heitustu hundrað“ úttekt karlablaðsins Maxim og þáði það. Hún sat hinsvegar ekki fyrri í bikiní eins og allar hinar í hópi þeirra heitustu í heimi. Hún mætti í myndatökuna í skíðajakkanum og með Ólympíuverðlaunin sín um hálsinn. Mikaela Shiffrin er tvöfaldur Ólympíumeistari frá Sochi 2014 og Pyeongchang 2018 sem og þrefaldur heimsmeistari í svigi 2013, 2015 og 2017. Shiffrin er eins og er efst í heimsbikarnum í svigi, stórsvigi, risasvigi og samanlögðu en hún hefur unnið heimsbikarinn í svigi og samanlögðu undanfarin tvö ár. Hún varð sú yngsta í sögunni sem nær að vinna fimmtíu heimsbikarmót.Mikaela Shiffrin was given a place in Maxim's Hot 100 list... so she posed for the men's magazine in her ski jacket with Olympic gold medal. "It made a statement about not objectifying me because of my gender or appearance." | @benbloomsporthttps://t.co/ayGbTwcOwf — Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 30, 2019„Eins og margir vita þá komst ég inn á heitustu hundrað listann hjá Maxim. Á myndinni þá valdi ég að vera í Ólmpíujakkanum og með verðlaunin mín frá Pyeongchang um hálsinn ... og birtist myndin af mér í kringum fullt af konum sem voru í bikiníum,“ skrifaði Mikaela Shiffrin á twitter-síðu sína og bætti við: „Þetta var meðvituð ákvörðun hjá mér að sýna, verandi íþróttakona, að þú getur fengið athygli fyrir afrek þín í íþróttum en ekki hvernig þú lítur út. Ég er ekki sætasta stelpan þarna úti en legg mikið á mig til að ná markmiðum mínum,“ skrifaði Shiffrin og hrósaði líka viðbrögðum Maxim sem leyfðu henni að koma með slíka yfirlýsingu í gegnum þessa mynd.As many of you know, last summer I made the Maxim Hot 100 list. In the photo, I was wearing my jacket and my Olympic medals from PyeongChang...listed among a group of women wearing bikinis... pic.twitter.com/biaEaWF3nx — Mikaela Shiffrin (@MikaelaShiffrin) January 30, 2019...and I'm proud of my accomplishments in this sport, and that's what I'd like people to recognize. The Maxim Hot 100 was so awesome to me because it made a statement about not objectifying me because of my gender or appearance, but focusing on my accomplishments in skiing... — Mikaela Shiffrin (@MikaelaShiffrin) January 30, 2019 Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira
Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin er að margra mati fremsta skíðakona heims í dag en hún fór óvenjulega leið í samskiptum sínum við eitt frægasta karlablað heims sem sóttist eftir þokkafullum myndum af henni. Mikaela Shiffrin var boðið að vera með í „heitustu hundrað“ úttekt karlablaðsins Maxim og þáði það. Hún sat hinsvegar ekki fyrri í bikiní eins og allar hinar í hópi þeirra heitustu í heimi. Hún mætti í myndatökuna í skíðajakkanum og með Ólympíuverðlaunin sín um hálsinn. Mikaela Shiffrin er tvöfaldur Ólympíumeistari frá Sochi 2014 og Pyeongchang 2018 sem og þrefaldur heimsmeistari í svigi 2013, 2015 og 2017. Shiffrin er eins og er efst í heimsbikarnum í svigi, stórsvigi, risasvigi og samanlögðu en hún hefur unnið heimsbikarinn í svigi og samanlögðu undanfarin tvö ár. Hún varð sú yngsta í sögunni sem nær að vinna fimmtíu heimsbikarmót.Mikaela Shiffrin was given a place in Maxim's Hot 100 list... so she posed for the men's magazine in her ski jacket with Olympic gold medal. "It made a statement about not objectifying me because of my gender or appearance." | @benbloomsporthttps://t.co/ayGbTwcOwf — Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 30, 2019„Eins og margir vita þá komst ég inn á heitustu hundrað listann hjá Maxim. Á myndinni þá valdi ég að vera í Ólmpíujakkanum og með verðlaunin mín frá Pyeongchang um hálsinn ... og birtist myndin af mér í kringum fullt af konum sem voru í bikiníum,“ skrifaði Mikaela Shiffrin á twitter-síðu sína og bætti við: „Þetta var meðvituð ákvörðun hjá mér að sýna, verandi íþróttakona, að þú getur fengið athygli fyrir afrek þín í íþróttum en ekki hvernig þú lítur út. Ég er ekki sætasta stelpan þarna úti en legg mikið á mig til að ná markmiðum mínum,“ skrifaði Shiffrin og hrósaði líka viðbrögðum Maxim sem leyfðu henni að koma með slíka yfirlýsingu í gegnum þessa mynd.As many of you know, last summer I made the Maxim Hot 100 list. In the photo, I was wearing my jacket and my Olympic medals from PyeongChang...listed among a group of women wearing bikinis... pic.twitter.com/biaEaWF3nx — Mikaela Shiffrin (@MikaelaShiffrin) January 30, 2019...and I'm proud of my accomplishments in this sport, and that's what I'd like people to recognize. The Maxim Hot 100 was so awesome to me because it made a statement about not objectifying me because of my gender or appearance, but focusing on my accomplishments in skiing... — Mikaela Shiffrin (@MikaelaShiffrin) January 30, 2019
Ólympíuleikar Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Sjá meira