Misskiljum ekki neitt Jón Helgi Björnsson skrifar 31. janúar 2019 07:07 Fyrir örfáum dögum kom enn ein tilkynningin um að fundist hefði gat á opinni sjókví sem innihélt vel á annað hundrað þúsund frjóa norska laxa. Fleiri laxar voru í kvínni en sem nemur öllum hrygningarstofni villtra laxa. Landssamband veiðifélaga hefur ítrekað mótmælt eldi frjórra norskra laxa enda óumdeilt að slíkt eldi getur valdið alvarlegri erfðamengun í villtum stofnum.Samkomulag svikið Því miður var norskur eldisstofn fluttur til landsins árið 1988. Landssamband veiðifélaga gerði samkomulag við stjórnvöld og Landssamband fiskeldisstöðva um að flytja mætti norskan lax inn eingöngu til notkunar í landeldi. Tilgangurinn var að skjóta öruggari fótum undir rekstur fiskeldisstöðva á landi. Árið 1995 sviku stjórnvöld umrætt samkomulag og heimiluðu að frjóan norskan lax mætti ala í opnum sjókvíum gegn kröftugum mótmælum Landssambands veiðifélaga.Enn er samkomulag lítils virði Nýlega voru lögð fram ný drög að breytingum á lögum um fiskeldi. Sagt var í texta með lögunum að þau væru byggð á samkomulagi frá nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Því miður er það rangt. Staðreyndin er að drögin sem nú eru kynnt eru gjörbreytt frá því sem kynnt var á vorþingi 2018 um það atriði sem skiptir öllu fyrir vernd íslenskra laxastofna. Áhættumat um erfðablöndun skal nú verða pólitískt og sæta gagnrýni fiskeldismanna, fulltrúa ráðherra og fulltrúa sveitarfélaganna á svokölluðum samráðsvettvangi áður en það er staðfest af ráðherra. Með öðrum orðum er áhættumatið orðið pólitískt, selt undir vald ráðherra Erum ekki neitt að misskilja Landssambandið leggur því áherslu á að lög um fiskeldi séu skýr og laus við möguleg áhrif pólitísks þrýstings á túlkun þeirra. Jafnframt að þau leiði raunverulega til verndunar á villtum stofnum og hvetji til umhverfisvæns eldis. Landssambandið er ekki að misskilja eitt né neitt í umræddum drögum að breytingum á fiskeldislögum sem lögð voru fram í desember. Það þarf ekki að velta vöngum yfir afleiðingum þess að setja á stofn samráðsvettvang sem er að stórum hluta skipaður af ráðherra án tilnefningar til að gera athugasemdir við áhættumat sem ráðherra er falið að staðfesta. Með því er vernd íslenskra laxastofna ofurseld pólitískum þrýstingi og eins og sagan sýnir hefur það reynst afar illa.Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Stangveiði Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum kom enn ein tilkynningin um að fundist hefði gat á opinni sjókví sem innihélt vel á annað hundrað þúsund frjóa norska laxa. Fleiri laxar voru í kvínni en sem nemur öllum hrygningarstofni villtra laxa. Landssamband veiðifélaga hefur ítrekað mótmælt eldi frjórra norskra laxa enda óumdeilt að slíkt eldi getur valdið alvarlegri erfðamengun í villtum stofnum.Samkomulag svikið Því miður var norskur eldisstofn fluttur til landsins árið 1988. Landssamband veiðifélaga gerði samkomulag við stjórnvöld og Landssamband fiskeldisstöðva um að flytja mætti norskan lax inn eingöngu til notkunar í landeldi. Tilgangurinn var að skjóta öruggari fótum undir rekstur fiskeldisstöðva á landi. Árið 1995 sviku stjórnvöld umrætt samkomulag og heimiluðu að frjóan norskan lax mætti ala í opnum sjókvíum gegn kröftugum mótmælum Landssambands veiðifélaga.Enn er samkomulag lítils virði Nýlega voru lögð fram ný drög að breytingum á lögum um fiskeldi. Sagt var í texta með lögunum að þau væru byggð á samkomulagi frá nefnd sjávarútvegsráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Því miður er það rangt. Staðreyndin er að drögin sem nú eru kynnt eru gjörbreytt frá því sem kynnt var á vorþingi 2018 um það atriði sem skiptir öllu fyrir vernd íslenskra laxastofna. Áhættumat um erfðablöndun skal nú verða pólitískt og sæta gagnrýni fiskeldismanna, fulltrúa ráðherra og fulltrúa sveitarfélaganna á svokölluðum samráðsvettvangi áður en það er staðfest af ráðherra. Með öðrum orðum er áhættumatið orðið pólitískt, selt undir vald ráðherra Erum ekki neitt að misskilja Landssambandið leggur því áherslu á að lög um fiskeldi séu skýr og laus við möguleg áhrif pólitísks þrýstings á túlkun þeirra. Jafnframt að þau leiði raunverulega til verndunar á villtum stofnum og hvetji til umhverfisvæns eldis. Landssambandið er ekki að misskilja eitt né neitt í umræddum drögum að breytingum á fiskeldislögum sem lögð voru fram í desember. Það þarf ekki að velta vöngum yfir afleiðingum þess að setja á stofn samráðsvettvang sem er að stórum hluta skipaður af ráðherra án tilnefningar til að gera athugasemdir við áhættumat sem ráðherra er falið að staðfesta. Með því er vernd íslenskra laxastofna ofurseld pólitískum þrýstingi og eins og sagan sýnir hefur það reynst afar illa.Höfundur er formaður Landssambands veiðifélaga
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun