Glæfraleg túlkun og ónákvæmar forsendur 22. janúar 2019 07:30 Stjórn Vistfræðifélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem gefin var út í janúar 2019. Hvað varðar vankanta á meðferð höfunda skýrslunnar á vistfræðilegri þekkingu má helst nefna:Byggt er á röngum, eða í besta falli ofureinfölduðum, forsendum við mat á áhrifum hvala á fiskistofna.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði og byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins.Skýrslan er ekki ritrýnd af óháðum vistfræðingum. Höfundar styðjast nær eingöngu við tvær rúmlega tveggja áratuga gamlar vísindagreinar Hafrannsóknastofnunar. Önnur þessara greina lýsir einföldu fjölstofnalíkani sem sýnir hvernig fækkun hvala gæti mögulega haft jákvæð áhrif á stofnstærðir ákveðinna nytjastofna. Skýrsluhöfundar ganga lengra í ályktun sinni um áhrif af afráni hvala á fiskistofna en Hafrannsóknastofnun telur sig geta gert. Enda eru þau áhrif verulega óljós og ótækt að byggja slíkt mat á svo einföldum forsendum líkt og gert er í skýrslunni.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði Skýrsla Hagfræðistofnunar byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins. Skýrsluhöfundar nýta ekki nýlegar rannsóknir um áhrif hvala á vistkerfi sjávar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur plöntusvifi, sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó.Ofureinföldun á flóknum fæðuvefjum sjávar Í skýrslunni takmarkast umræður og ályktanir um afrán hvala við bein áhrif sem fækkun hvala hefði mögulega á nytjastofna. Það er ekki hægt að skoða vistfræðileg áhrif af afráni hvala eingöngu út frá samkeppni hvala við nytjastofna. Forsendan sem er gefin í skýrslunni er sú að hver sá fiskur sem ekki er étinn af hval nýtist fiskveiðiflotanum. Þetta er ofureinföldun á flóknu samspili lífvera innan vistkerfis og fæðuvefjar. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á beinum skammtímatengslum næstu nágranna í fæðuvefnum og langtímaáhrifum sem hljótast af flóknum tengslum lífvera og ákvarða uppbyggingu vefjarins til lengri tíma. Við minnkað afrán hvala breytast hlutföll fiskitegunda, krabbadýra, hveldýra og margra fleiri hópa. Afrán hvala getur einnig haft jákvæð áhrif á ákveðna nytjastofna t.d. með áti á tegundum sem eru í samkeppni við þá stofna. Áhrifin eru því ófyrirséð og ábyrgðarlaust að álykta að brotthvarf um 40% hvala yrði til sambærilegrar fjölgunar í nytjastofnum. Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlægja hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.Ástandsbreytingar í hafinu á tímum loftslagshlýnunar Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á vistkerfi sjávar. Ofan á þessa þætti bætist súrnun sjávar og fjölbreytt mengun. Lífríki sjávar á því undir högg að sækja og breytingarnar eru nú þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á útbreiðslumynstur fjölmargra lífvera og hafa jafnvel leitt til hruns í stofnum. Við vísindalega úttekt á áhrifum hvalveiða á nytjastofna er ótækt að líta fram hjá þeim fjölmörgu óvissuþáttum sem fylgja loftslagsbreytingum og mengun. Ljóst er að auka þarf rannsóknir á þessu sviði svo hægt sé að leggja betra mat á hversu mikla nýtingu vistkerfi sjávar þola. Edda Elísabet Magnúsdóttir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Bjarni Kristófer Kristjánsson Ester Rut Unnsteinsdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Gísli Már Gíslason Tómas Grétar Gunnarsson Jóhann Þórsson Ágústa Helgadóttir Erpur Snær Hansen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Vistfræðifélags Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við meðferð upplýsinga um áhrif hvala á lífríki sjávar í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem gefin var út í janúar 2019. Hvað varðar vankanta á meðferð höfunda skýrslunnar á vistfræðilegri þekkingu má helst nefna:Byggt er á röngum, eða í besta falli ofureinfölduðum, forsendum við mat á áhrifum hvala á fiskistofna.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði og byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins.Skýrslan er ekki ritrýnd af óháðum vistfræðingum. Höfundar styðjast nær eingöngu við tvær rúmlega tveggja áratuga gamlar vísindagreinar Hafrannsóknastofnunar. Önnur þessara greina lýsir einföldu fjölstofnalíkani sem sýnir hvernig fækkun hvala gæti mögulega haft jákvæð áhrif á stofnstærðir ákveðinna nytjastofna. Skýrsluhöfundar ganga lengra í ályktun sinni um áhrif af afráni hvala á fiskistofna en Hafrannsóknastofnun telur sig geta gert. Enda eru þau áhrif verulega óljós og ótækt að byggja slíkt mat á svo einföldum forsendum líkt og gert er í skýrslunni.Skýrslan sniðgengur nýjustu þekkingu á sviði sjávarvistfræði Skýrsla Hagfræðistofnunar byggir á mjög einfaldaðri mynd af vistfræði, vistkerfum og fæðuvefjum hafsins. Skýrsluhöfundar nýta ekki nýlegar rannsóknir um áhrif hvala á vistkerfi sjávar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að endurkoma hvala inn á ákveðin svæði getur haft jákvæð áhrif á frumframleiðni sem eykur frekari framleiðslugetu og fjölbreytileika innan vistkerfa. Þannig er úrgangur frá hvölum, sem er ríkur af snefilefnum, svo sem köfnunarefni, fosfór og járni, mikilvægur plöntusvifi, sem er undirstaða vistkerfa sjávar. Einnig eru hvalhræ sem falla til botns mikilvægur hluti botnvistkerfa, sérstaklega í djúpsjó.Ofureinföldun á flóknum fæðuvefjum sjávar Í skýrslunni takmarkast umræður og ályktanir um afrán hvala við bein áhrif sem fækkun hvala hefði mögulega á nytjastofna. Það er ekki hægt að skoða vistfræðileg áhrif af afráni hvala eingöngu út frá samkeppni hvala við nytjastofna. Forsendan sem er gefin í skýrslunni er sú að hver sá fiskur sem ekki er étinn af hval nýtist fiskveiðiflotanum. Þetta er ofureinföldun á flóknu samspili lífvera innan vistkerfis og fæðuvefjar. Hér er mikilvægt að gera greinarmun á beinum skammtímatengslum næstu nágranna í fæðuvefnum og langtímaáhrifum sem hljótast af flóknum tengslum lífvera og ákvarða uppbyggingu vefjarins til lengri tíma. Við minnkað afrán hvala breytast hlutföll fiskitegunda, krabbadýra, hveldýra og margra fleiri hópa. Afrán hvala getur einnig haft jákvæð áhrif á ákveðna nytjastofna t.d. með áti á tegundum sem eru í samkeppni við þá stofna. Áhrifin eru því ófyrirséð og ábyrgðarlaust að álykta að brotthvarf um 40% hvala yrði til sambærilegrar fjölgunar í nytjastofnum. Hvalir eru hluti af flæði orku um fæðuvef sjávar og gegna afar mikilvægu hlutverki í hringrás næringarefna. Það sem þeir éta skilar sér að mestu aftur út í náttúruna t.d. í úrgangi og hræjum af dauðum dýrum. Fiskveiðar mannsins fjarlægja hins vegar orku og næringarefni út úr vistkerfinu sem skilar sér ekki til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orkuþörf líkt og var gert í skýrslunni.Ástandsbreytingar í hafinu á tímum loftslagshlýnunar Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á vistkerfi sjávar. Ofan á þessa þætti bætist súrnun sjávar og fjölbreytt mengun. Lífríki sjávar á því undir högg að sækja og breytingarnar eru nú þegar farnar að hafa sjáanleg áhrif á útbreiðslumynstur fjölmargra lífvera og hafa jafnvel leitt til hruns í stofnum. Við vísindalega úttekt á áhrifum hvalveiða á nytjastofna er ótækt að líta fram hjá þeim fjölmörgu óvissuþáttum sem fylgja loftslagsbreytingum og mengun. Ljóst er að auka þarf rannsóknir á þessu sviði svo hægt sé að leggja betra mat á hversu mikla nýtingu vistkerfi sjávar þola. Edda Elísabet Magnúsdóttir Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Bjarni Kristófer Kristjánsson Ester Rut Unnsteinsdóttir Ingibjörg Svala Jónsdóttir Freydís Vigfúsdóttir Gísli Már Gíslason Tómas Grétar Gunnarsson Jóhann Þórsson Ágústa Helgadóttir Erpur Snær Hansen
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun