Að loknu stjórnarkjöri í Högum Jón Skaftason og framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 skrifa 23. janúar 2019 07:30 Ný stjórn var kjörin í stærsta verslunarfyrirtæki landsins, Högum hf., á sérstökum hluthafafundi þann 18. janúar. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið notaðist við tilnefningarnefnd í aðdraganda stjórnarkjörs. Tilnefningarnefndir eru tiltölulega nýjar af nálinni á Íslandi. Sýn hf. var fyrst félaga til að innleiða þetta kerfi árið 2014. Síðan hafa félögin tekið þetta upp hvert af öðru. Nú er svo komið að flest ef ekki öll skráð félög á Íslandi styðjast við tilnefningarnefndakerfið. Hugmyndin um tilnefningarnefndir er að mörgu leyti ágæt. Nefndunum er ætlað að taka afstöðu til þeirra framboða sem berast á grundvelli hæfni, reynslu og þekkingar frambjóðenda, og auðvelda þannig hluthöfum að taka upplýsta afstöðu við stjórnarkjör. Við mat sitt ber nefndunum að hafa samráð við hluthafa, og að því loknu mæla með tilteknum einstaklingum til stjórnarsetu. Gallinn er þó sá að við mat sitt virðast nefndirnar hafa tilhneigingu til að ráðfæra sig einungis við stærstu hluthafana. Í tilviki Haga var rætt við þá sex stærstu og látið staðar numið við þann sjöunda. Hvers vegna línan var dregin þar er ekki gott að segja, en ljóst að við ferli sem þetta standa smærri hluthafar verulega höllum fæti. Nú var það þannig að í framboði til stjórnar Haga var Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, en félög tengd eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, eru einmitt sjöundi stærsti hluthafi félagsins þegar allt er talið. Nokkuð óumdeilt hlýtur að vera að Jón Ásgeir hefur einstaka þekkingu á verslun bæði hér heima og erlendis. Þá hefur hann sem stofnandi Bónuss og síðar forstjóri Haga og stjórnarformaður ágæta innsýn í félagið. Þrátt fyrir þetta, og þá staðreynd að Jón Ásgeir virtist fljótt á litið skora hátt á nánast öllum þeim mælikvörðum sem bar að leggja til grundvallar, hlaut hann ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Skilaboðin til Jóns Ásgeirs þegar hann fékk loks áheyrn voru þau að tilnefningarnefndin teldi hann ekki líklegan til að ná kjöri! Þröngur gluggi Með þessu verklagi var nefndin auðvitað komin út fyrir verksvið sitt. Henni bar að taka einungis afstöðu til frambjóðenda á grundvelli hæfni þeirra, reynslu og þekkingar, svo vísað sé í reglur um tilnefningarnefnd Haga og leiðbeinandi reglur Viðskiptaráðs. Í stað þess virðist aðferðafræðin hafa verið að gera óformlega skoðanakönnun meðal sex stærstu hluthafa Haga. Með því gekk nefndin í raun freklega á kosningarétt hluthafa, enda vitað mál að stofnanafjárfestar, eins og lífeyrissjóðir, hafa tilhneigingu til að kjósa í samræmi við niðurstöðu tilnefningarnefnda. Til þess er leikurinn gerður. Þegar ljóst var að Jón Ásgeir hefði ekki orðið fyrir valinu hjá tilnefningarnefnd voru góð ráð dýr. Runninn var upp föstudagur, bankar og fjármálastofnanir lokaðar, en frestur til að skila inn kröfu um margfeldiskosningu rann út á sunnudagsmorgni. Margir smærri hluthafar tóku sig þó saman, sem samtals réðu um 10,5% hluta í Högum, og gerðu kröfu um slíka kosningu. Niðurstaða Haga varð þó sú að einungis 9,95% þeirra hefðu skilað inn gildum kröfum. Ljóst er að hefði krafan náð fram að ganga hefði Jón Ásgeir að öllum líkindum náð kjöri. Án þess að ætla nokkrum illan hug, var upplifunin sú að hvorki þetta takmarkaða samráð tilnefningarnefndarinnar, né þessi stranga túlkun við yfirferð krafna vegna margfeldiskosningar væri til þess fallið að ýta undir hluthafalýðræði í félaginu. Þröngur gluggi til að gera kröfur í tengslum við fundinn hjálpaði ekki til. Smærri hluthafar njóti vafans Í nýútkominni Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lítil þátttaka einstaklinga beinlínis talin til vandamála íslensks hlutabréfamarkaðar. Lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar eru allsráðandi á markaðnum. Varla er það umdeild skoðun að æskilegt sé að auka vægi og áhrif einstaklinga á hlutabréfamarkaðinn, og hefur sú rödd til að mynda heyrst innan úr sjálfu lífeyrissjóðakerfinu. Nauðsynlegt er að stjórnir endurspegli eðlilegt jafnvægi milli einkafjárfesta og þeirra sem sitja í umboði stofnana. Til þess að svo megi verða þurfa fulltrúar minnihluta í skráðum félögum að eiga raunhæfan aðgang að stjórnarborðinu. Minnihlutavernd er mikilvæg í skráðum félögum og er beinlínis markmið margra ákvæða hlutafélagalaganna. Tilnefningarnefndakerfið má ekki verða til þess að réttindi smærri hluthafa verði fyrir borð borin. Tilnefningarnefndir þurfa að gæta þess að hafa víðtækt samráð við hluthafa og eðlilegt hlýtur að telja að félög túlki vafaatriði smærri hluthöfum í hag. Annað atriði, sem miklu myndi skipta, væri ef tekin væru upp ákvæði í samþykktir fleiri skráðra félaga um að margfeldiskosningar skyldu almennt fara fram ef fleiri eru um hituna við stjórnarkjör, en sætin í boði. Sú aðferð er sú lýðræðislegasta sem hlutafélögin bjóða upp á, og líklegust til að leiða til þess að rödd smærri hluthafa heyrist. 365 mun bera upp kröfu um að ákvæði sem þetta verði tekið upp í samþykktir Haga á aðalfundi nú í sumar. Mikilvægt er að Hagar, og önnur skráð félög, dragi lærdóm af nýliðnu stjórnarkjöri í Högum. Tilnefningarnefndakerfið er ungt og efnilegt, en þarf að fá að þroskast og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ný stjórn var kjörin í stærsta verslunarfyrirtæki landsins, Högum hf., á sérstökum hluthafafundi þann 18. janúar. Þetta var í fyrsta skipti sem félagið notaðist við tilnefningarnefnd í aðdraganda stjórnarkjörs. Tilnefningarnefndir eru tiltölulega nýjar af nálinni á Íslandi. Sýn hf. var fyrst félaga til að innleiða þetta kerfi árið 2014. Síðan hafa félögin tekið þetta upp hvert af öðru. Nú er svo komið að flest ef ekki öll skráð félög á Íslandi styðjast við tilnefningarnefndakerfið. Hugmyndin um tilnefningarnefndir er að mörgu leyti ágæt. Nefndunum er ætlað að taka afstöðu til þeirra framboða sem berast á grundvelli hæfni, reynslu og þekkingar frambjóðenda, og auðvelda þannig hluthöfum að taka upplýsta afstöðu við stjórnarkjör. Við mat sitt ber nefndunum að hafa samráð við hluthafa, og að því loknu mæla með tilteknum einstaklingum til stjórnarsetu. Gallinn er þó sá að við mat sitt virðast nefndirnar hafa tilhneigingu til að ráðfæra sig einungis við stærstu hluthafana. Í tilviki Haga var rætt við þá sex stærstu og látið staðar numið við þann sjöunda. Hvers vegna línan var dregin þar er ekki gott að segja, en ljóst að við ferli sem þetta standa smærri hluthafar verulega höllum fæti. Nú var það þannig að í framboði til stjórnar Haga var Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, en félög tengd eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, eru einmitt sjöundi stærsti hluthafi félagsins þegar allt er talið. Nokkuð óumdeilt hlýtur að vera að Jón Ásgeir hefur einstaka þekkingu á verslun bæði hér heima og erlendis. Þá hefur hann sem stofnandi Bónuss og síðar forstjóri Haga og stjórnarformaður ágæta innsýn í félagið. Þrátt fyrir þetta, og þá staðreynd að Jón Ásgeir virtist fljótt á litið skora hátt á nánast öllum þeim mælikvörðum sem bar að leggja til grundvallar, hlaut hann ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Skilaboðin til Jóns Ásgeirs þegar hann fékk loks áheyrn voru þau að tilnefningarnefndin teldi hann ekki líklegan til að ná kjöri! Þröngur gluggi Með þessu verklagi var nefndin auðvitað komin út fyrir verksvið sitt. Henni bar að taka einungis afstöðu til frambjóðenda á grundvelli hæfni þeirra, reynslu og þekkingar, svo vísað sé í reglur um tilnefningarnefnd Haga og leiðbeinandi reglur Viðskiptaráðs. Í stað þess virðist aðferðafræðin hafa verið að gera óformlega skoðanakönnun meðal sex stærstu hluthafa Haga. Með því gekk nefndin í raun freklega á kosningarétt hluthafa, enda vitað mál að stofnanafjárfestar, eins og lífeyrissjóðir, hafa tilhneigingu til að kjósa í samræmi við niðurstöðu tilnefningarnefnda. Til þess er leikurinn gerður. Þegar ljóst var að Jón Ásgeir hefði ekki orðið fyrir valinu hjá tilnefningarnefnd voru góð ráð dýr. Runninn var upp föstudagur, bankar og fjármálastofnanir lokaðar, en frestur til að skila inn kröfu um margfeldiskosningu rann út á sunnudagsmorgni. Margir smærri hluthafar tóku sig þó saman, sem samtals réðu um 10,5% hluta í Högum, og gerðu kröfu um slíka kosningu. Niðurstaða Haga varð þó sú að einungis 9,95% þeirra hefðu skilað inn gildum kröfum. Ljóst er að hefði krafan náð fram að ganga hefði Jón Ásgeir að öllum líkindum náð kjöri. Án þess að ætla nokkrum illan hug, var upplifunin sú að hvorki þetta takmarkaða samráð tilnefningarnefndarinnar, né þessi stranga túlkun við yfirferð krafna vegna margfeldiskosningar væri til þess fallið að ýta undir hluthafalýðræði í félaginu. Þröngur gluggi til að gera kröfur í tengslum við fundinn hjálpaði ekki til. Smærri hluthafar njóti vafans Í nýútkominni Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lítil þátttaka einstaklinga beinlínis talin til vandamála íslensks hlutabréfamarkaðar. Lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar eru allsráðandi á markaðnum. Varla er það umdeild skoðun að æskilegt sé að auka vægi og áhrif einstaklinga á hlutabréfamarkaðinn, og hefur sú rödd til að mynda heyrst innan úr sjálfu lífeyrissjóðakerfinu. Nauðsynlegt er að stjórnir endurspegli eðlilegt jafnvægi milli einkafjárfesta og þeirra sem sitja í umboði stofnana. Til þess að svo megi verða þurfa fulltrúar minnihluta í skráðum félögum að eiga raunhæfan aðgang að stjórnarborðinu. Minnihlutavernd er mikilvæg í skráðum félögum og er beinlínis markmið margra ákvæða hlutafélagalaganna. Tilnefningarnefndakerfið má ekki verða til þess að réttindi smærri hluthafa verði fyrir borð borin. Tilnefningarnefndir þurfa að gæta þess að hafa víðtækt samráð við hluthafa og eðlilegt hlýtur að telja að félög túlki vafaatriði smærri hluthöfum í hag. Annað atriði, sem miklu myndi skipta, væri ef tekin væru upp ákvæði í samþykktir fleiri skráðra félaga um að margfeldiskosningar skyldu almennt fara fram ef fleiri eru um hituna við stjórnarkjör, en sætin í boði. Sú aðferð er sú lýðræðislegasta sem hlutafélögin bjóða upp á, og líklegust til að leiða til þess að rödd smærri hluthafa heyrist. 365 mun bera upp kröfu um að ákvæði sem þetta verði tekið upp í samþykktir Haga á aðalfundi nú í sumar. Mikilvægt er að Hagar, og önnur skráð félög, dragi lærdóm af nýliðnu stjórnarkjöri í Högum. Tilnefningarnefndakerfið er ungt og efnilegt, en þarf að fá að þroskast og dafna.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun