Hlutabréfamarkaðurinn sem missti af hagsveiflunni Tryggvi Tryggvason skrifar 23. janúar 2019 08:00 Hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands (OMX8GI) hefur lækkað undanfarin þrjú ár. Það er sjaldgæft að hlutabréfamarkaðir lækki yfir svo langt tímabil. Það sem vekur einnig athygli er að það gerist á sama tíma og hagvöxtur hefur verið mikill á Íslandi og erlendir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað. Hlutabréfavísitalan hækkaði 50% árið 2015. Einkum var það hækkun á gengi Icelandair sem orsakaði þessa miklu hækkun vísitölunnar. Miklar væntingar voru bundnar við áframhaldandi vöxt skráðra fyrirtækja. Eftir á að hyggja má segja að markaðurinn hafi farið fram úr sér og væntingar verið of miklar. Fleiri ástæður eru fyrir því að íslenskur hlutabréfamarkaður hefur átt undir högg að sækja. Mikil óvissa hefur verið í kringum flugrekstur á Íslandi með ófyrirséðum afleiðingum á efnahag landsins auk þess sem óvissa er um kjarasamninga. Vegna þessa hefur áhættuálag á hlutabréf aukist. Nú er hins vegar svo komið að mörg félög á markaði eru undirverðlögð sé tekið mið af greiningum markaðsaðila. Á einhverjum tímapunkti mun hagstæð verðlagning vekja áhuga fjárfesta. Þrátt fyrir að vísitalan hafi lækkað, hefur gengi einstakra félaga verið mjög mismunandi. Það sem skýrir lækkun vísitölunnar undanfarin ár er einkum lækkun á Icelandair. Árið 2016 var Icelandair eitt verðmætasta félagið í kauphöllinni en síðan þá hefur félagið lækkað um 75%. Í heildina dugði hækkun annarra fyrirtækja í vísitölunni ekki til að vinna upp lækkun á gengi Icelandair. Þótt hagvöxtur hafi verið mikill undanfarin ár hefur hann einkum verið drifinn áfram af verðmætasköpun vegna aukningar ferðamanna til landsins. Samhliða hafa laun hækkað mikið og verðbólga verið lág, sem hefur leitt til aukins kaupmáttar. Aukinn hagvöxtur hefur skilað sér í fjölgun starfa en ekki að sama skapi í bættri afkomu fyrirtækja. Afkoma fyrirtækja hefur verið undir þrýstingi undanfarin ár. Fyrirtæki í smásölu og flugrekstri hafa fengið aukna samkeppni frá erlendum aðilum, sem hefur bitnað á afkomu þeirra. Þetta hefur sett svip á markaðinn. Innkoma Costco hafði meðal annars mikil áhrif á afkomu Haga og óþarfi er að fjalla frekar um aukna samkeppni í flugrekstri og áhrifin á Icelandair. Fyrirtækin hafa hins vegar brugðist við samkeppninni með hagræðingu til að bæta afkomuna. Síðustu kjarasamningar voru dýrir fyrir atvinnulífið. Það má velta upp þeirri spurningu hvort launþegar hafi notið góðs af góðærinu umfram hluthafa undanfarin ár. Eftir á að hyggja hafa breytingar á gjaldeyrishöftum haft meiri áhrif á markaðinn en fjárfestar gerðu ráð fyrir í fyrstu. Með breytingunum opnaðist á ný fyrir fjárfestingar erlendis og fjárfestar hafa aukið erlendar fjárfestingar til muna, enda uppsöfnuð þörf til staðar. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir fjárfest erlendis árlega yfir eitt hundrað milljarða. Þrátt fyrir aukinn áhuga erlendra aðila á innlendum hlutabréfamarkaði hefur sá áhugi ekki dugað til að fylla upp í minnkandi eftirspurn innlendra aðila. Frekar lítið hefur verið um nýskráningar hlutabréfa undanfarin ár. Nokkur félög hafa bæst í hópinn, svo sem Heimavellir, Skeljungur og Arion banki. Hins vegar eru enn of fá fyrirtæki á hlutabréfamarkaðnum. Fjölga þyrfti spennandi fjárfestingarkostum og stækka markaðinn. Sala og skráning ríkisbankanna myndi efla hlutabréfamarkaðinn og mögulega laða að fleiri fjárfesta. Ekki er ólíklegt að hlutabréfamarkaðurinn taki aftur við sér ef samið verður á vinnumarkaði á skynsamlegum nótum og væntingar um efnahagshorfur standist. Erlendir aðilar hafa aukið fjárfestingar á markaðnum og innlendir fjársterkir aðilar aukið fjárfestingar í einstökum fyrirtækjum. Það er hins vegar áhyggjuefni að almennir fjárfestar hafa dregið úr þátttöku sinni á markaðnum. Auka þarf áhuga almennings á innlendum hlutabréfum sem sparnaðarformi. Ein leið til þess er að skoða skattalegan hvata. Enn fremur er nauðsynlegt að fjölga enn frekar fjárfestum með ólík viðhorf á markaðnum til að auka virkni hans. Huga mætti að eflingu afleiðumarkaðar. Afnám gjaldeyrishafta að fullu mun auðvelda aðgang erlendra fjárfesta að markaðnum. Áhugi erlendra aðila kann að aukast ef skráð fyrirtæki á Íslandi verða hluti af erlendum vísitölum. Nýverið var tilkynnt ákvörðun vísitölufyrirtækisins FTSE að skráð fyrirtæki í Nasdaq Iceland verði gjaldgeng í vísitölumengi þess og verður áhugavert að fylgjast með framvindu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Hlutabréfavísitala Kauphallar Íslands (OMX8GI) hefur lækkað undanfarin þrjú ár. Það er sjaldgæft að hlutabréfamarkaðir lækki yfir svo langt tímabil. Það sem vekur einnig athygli er að það gerist á sama tíma og hagvöxtur hefur verið mikill á Íslandi og erlendir hlutabréfamarkaðir hafa hækkað. Hlutabréfavísitalan hækkaði 50% árið 2015. Einkum var það hækkun á gengi Icelandair sem orsakaði þessa miklu hækkun vísitölunnar. Miklar væntingar voru bundnar við áframhaldandi vöxt skráðra fyrirtækja. Eftir á að hyggja má segja að markaðurinn hafi farið fram úr sér og væntingar verið of miklar. Fleiri ástæður eru fyrir því að íslenskur hlutabréfamarkaður hefur átt undir högg að sækja. Mikil óvissa hefur verið í kringum flugrekstur á Íslandi með ófyrirséðum afleiðingum á efnahag landsins auk þess sem óvissa er um kjarasamninga. Vegna þessa hefur áhættuálag á hlutabréf aukist. Nú er hins vegar svo komið að mörg félög á markaði eru undirverðlögð sé tekið mið af greiningum markaðsaðila. Á einhverjum tímapunkti mun hagstæð verðlagning vekja áhuga fjárfesta. Þrátt fyrir að vísitalan hafi lækkað, hefur gengi einstakra félaga verið mjög mismunandi. Það sem skýrir lækkun vísitölunnar undanfarin ár er einkum lækkun á Icelandair. Árið 2016 var Icelandair eitt verðmætasta félagið í kauphöllinni en síðan þá hefur félagið lækkað um 75%. Í heildina dugði hækkun annarra fyrirtækja í vísitölunni ekki til að vinna upp lækkun á gengi Icelandair. Þótt hagvöxtur hafi verið mikill undanfarin ár hefur hann einkum verið drifinn áfram af verðmætasköpun vegna aukningar ferðamanna til landsins. Samhliða hafa laun hækkað mikið og verðbólga verið lág, sem hefur leitt til aukins kaupmáttar. Aukinn hagvöxtur hefur skilað sér í fjölgun starfa en ekki að sama skapi í bættri afkomu fyrirtækja. Afkoma fyrirtækja hefur verið undir þrýstingi undanfarin ár. Fyrirtæki í smásölu og flugrekstri hafa fengið aukna samkeppni frá erlendum aðilum, sem hefur bitnað á afkomu þeirra. Þetta hefur sett svip á markaðinn. Innkoma Costco hafði meðal annars mikil áhrif á afkomu Haga og óþarfi er að fjalla frekar um aukna samkeppni í flugrekstri og áhrifin á Icelandair. Fyrirtækin hafa hins vegar brugðist við samkeppninni með hagræðingu til að bæta afkomuna. Síðustu kjarasamningar voru dýrir fyrir atvinnulífið. Það má velta upp þeirri spurningu hvort launþegar hafi notið góðs af góðærinu umfram hluthafa undanfarin ár. Eftir á að hyggja hafa breytingar á gjaldeyrishöftum haft meiri áhrif á markaðinn en fjárfestar gerðu ráð fyrir í fyrstu. Með breytingunum opnaðist á ný fyrir fjárfestingar erlendis og fjárfestar hafa aukið erlendar fjárfestingar til muna, enda uppsöfnuð þörf til staðar. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir fjárfest erlendis árlega yfir eitt hundrað milljarða. Þrátt fyrir aukinn áhuga erlendra aðila á innlendum hlutabréfamarkaði hefur sá áhugi ekki dugað til að fylla upp í minnkandi eftirspurn innlendra aðila. Frekar lítið hefur verið um nýskráningar hlutabréfa undanfarin ár. Nokkur félög hafa bæst í hópinn, svo sem Heimavellir, Skeljungur og Arion banki. Hins vegar eru enn of fá fyrirtæki á hlutabréfamarkaðnum. Fjölga þyrfti spennandi fjárfestingarkostum og stækka markaðinn. Sala og skráning ríkisbankanna myndi efla hlutabréfamarkaðinn og mögulega laða að fleiri fjárfesta. Ekki er ólíklegt að hlutabréfamarkaðurinn taki aftur við sér ef samið verður á vinnumarkaði á skynsamlegum nótum og væntingar um efnahagshorfur standist. Erlendir aðilar hafa aukið fjárfestingar á markaðnum og innlendir fjársterkir aðilar aukið fjárfestingar í einstökum fyrirtækjum. Það er hins vegar áhyggjuefni að almennir fjárfestar hafa dregið úr þátttöku sinni á markaðnum. Auka þarf áhuga almennings á innlendum hlutabréfum sem sparnaðarformi. Ein leið til þess er að skoða skattalegan hvata. Enn fremur er nauðsynlegt að fjölga enn frekar fjárfestum með ólík viðhorf á markaðnum til að auka virkni hans. Huga mætti að eflingu afleiðumarkaðar. Afnám gjaldeyrishafta að fullu mun auðvelda aðgang erlendra fjárfesta að markaðnum. Áhugi erlendra aðila kann að aukast ef skráð fyrirtæki á Íslandi verða hluti af erlendum vísitölum. Nýverið var tilkynnt ákvörðun vísitölufyrirtækisins FTSE að skráð fyrirtæki í Nasdaq Iceland verði gjaldgeng í vísitölumengi þess og verður áhugavert að fylgjast með framvindu þess.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun