Hvalur kaupir í Marel fyrir um milljarð króna Hörður Ægisson skrifar 23. janúar 2019 07:06 Kristján Loftsson og fjölskylda er stærsti hluthafi Hvals. Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. Gengið var frá kaupunum þriðjudaginn 15. janúar síðastliðinn, samtals 2,55 milljónir hluta á genginu 390, en það voru Fossar markaðir sem höfðu milligöngu um viðskiptin. Eignarhlutur Hvals í Marel nemur tæplega 0,4 prósentum, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa félagsins. Hvalur er eigandi Vogunar en það félag seldi, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus, sem kunnugt er samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna. Stærsti hluthafi Vogunar er Venus með rúmlega 30 prósenta hlut en það félag er í eigu Kristjáns og Birnu Loftsdóttur. Vogun er meðal annars stærsti einstaki eigandi Origo með 10,8 prósenta hlut og eins Hampiðjunnar með tæplega 44 prósenta hlut. Þá keypti félagið um 0,4 prósenta hlut í hlutafjárútboði Arion banka á síðasta ári, jafnvirði um 600 milljóna króna miðað við þáverandi gengi bankans. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða í lok september 2017 en skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum. Eigið fé félagsins var því um 17,3 milljarðar. Hvalur hagnaðist um tæplega 1,5 milljarða á síðasta rekstrarári og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir frá fyrra ári. Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 393 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum króna. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Sjóður í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group, hefur verið að bæta við sig í Marel að undanförnu og er orðinn níundi stærsti hluthafinn með tveggja prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Félagið Hvalur hf., sem er óbeint að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, hefur fest kaup á hlut í Marel fyrir um milljarð króna. Gengið var frá kaupunum þriðjudaginn 15. janúar síðastliðinn, samtals 2,55 milljónir hluta á genginu 390, en það voru Fossar markaðir sem höfðu milligöngu um viðskiptin. Eignarhlutur Hvals í Marel nemur tæplega 0,4 prósentum, samkvæmt nýjum lista yfir alla hluthafa félagsins. Hvalur er eigandi Vogunar en það félag seldi, ásamt Fiskveiðahlutafélaginu Venus, sem kunnugt er samanlagt 34 prósenta hlut sinn í HB Granda í apríl í fyrra fyrir samtals 21,7 milljarða króna. Stærsti hluthafi Vogunar er Venus með rúmlega 30 prósenta hlut en það félag er í eigu Kristjáns og Birnu Loftsdóttur. Vogun er meðal annars stærsti einstaki eigandi Origo með 10,8 prósenta hlut og eins Hampiðjunnar með tæplega 44 prósenta hlut. Þá keypti félagið um 0,4 prósenta hlut í hlutafjárútboði Arion banka á síðasta ári, jafnvirði um 600 milljóna króna miðað við þáverandi gengi bankans. Hvalur átti eignir upp á 19,6 milljarða í lok september 2017 en skuldirnar námu á sama tíma 2,3 milljörðum. Eigið fé félagsins var því um 17,3 milljarðar. Hvalur hagnaðist um tæplega 1,5 milljarða á síðasta rekstrarári og dróst hagnaðurinn saman um ríflega 515 milljónir frá fyrra ári. Hlutabréfaverð Marels hækkaði um tæp 15 prósent í fyrra og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 393 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 268 milljörðum króna. Stjórnendur Marels vinna nú að því að skrá félagið tvíhliða í erlenda kauphöll en til skoðunar er skráning í Amsterdam, Kaupmannahöfn eða London. Líklegt er að niðurstaðan verði kynnt á aðalfundi í mars. Stærsti hluthafi Marels er Eyrir Invest með tæplega 28 prósenta hlut. Þá eiga íslenskir lífeyrissjóðir samanlagt um 38 prósenta hlut. Sjóður í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Capital Group, hefur verið að bæta við sig í Marel að undanförnu og er orðinn níundi stærsti hluthafinn með tveggja prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira