Google gæti drepið auglýsingavara Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 21:38 Chrome frá Google er mest notaði vefvafri heims. Vísir/AFP Breytingar sem tæknirisinn Google er með í smíðum á Chrome-vefvafranum gæti gert netverjum mun erfiðara fyrir að loka á auglýsingar á vefnum og koma í veg fyrir að fyrirtæki safni upplýsingum um þá. Google segir að breytingarnar séu enn aðeins á teikniborðinu. Auglýsingavarar eru viðbætur sem hægt er að fá fyrir vefvafra. Þeir koma meðal annars í veg fyrir að vefsíður birti auglýsingar í nýjum glugga. Hugbúnaðarfyrirtækið Ghostery sem býður upp á auglýsingavara segir að fyrirhugaðar breytingar á Chrome myndu í reynd „eyðileggja“ auglýsingavara og persónuvernd eins og hún er í dag. Fleiri fyrirtæki hafa lýst svipuðum áhyggjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Google segir að breytingunum sé ætlað að bæta frammistöðu, öryggi og persónuvernd í viðbótum í vafranum. Viðbætur geti stundum hægt á vefsíðum þegar þær lesa upplýsingar. Ætlun Google er að banna viðbótum að breyta gögnum sem þær fá frá vefsíðum sem netnotendur heimsækja. Forsvarsmenn Google segjast ætla að ráðfæra sig við hugbúnaðarfyrirtæki sem bjóða upp á auglýsingavara og fleiri viðbætur til að takmarka áhrif breytinganna. Markmið sé ekki að eyðileggja viðbæturnar. Google Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breytingar sem tæknirisinn Google er með í smíðum á Chrome-vefvafranum gæti gert netverjum mun erfiðara fyrir að loka á auglýsingar á vefnum og koma í veg fyrir að fyrirtæki safni upplýsingum um þá. Google segir að breytingarnar séu enn aðeins á teikniborðinu. Auglýsingavarar eru viðbætur sem hægt er að fá fyrir vefvafra. Þeir koma meðal annars í veg fyrir að vefsíður birti auglýsingar í nýjum glugga. Hugbúnaðarfyrirtækið Ghostery sem býður upp á auglýsingavara segir að fyrirhugaðar breytingar á Chrome myndu í reynd „eyðileggja“ auglýsingavara og persónuvernd eins og hún er í dag. Fleiri fyrirtæki hafa lýst svipuðum áhyggjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Google segir að breytingunum sé ætlað að bæta frammistöðu, öryggi og persónuvernd í viðbótum í vafranum. Viðbætur geti stundum hægt á vefsíðum þegar þær lesa upplýsingar. Ætlun Google er að banna viðbótum að breyta gögnum sem þær fá frá vefsíðum sem netnotendur heimsækja. Forsvarsmenn Google segjast ætla að ráðfæra sig við hugbúnaðarfyrirtæki sem bjóða upp á auglýsingavara og fleiri viðbætur til að takmarka áhrif breytinganna. Markmið sé ekki að eyðileggja viðbæturnar.
Google Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira