Fleiri skoðanir Hörður Ægisson skrifar 25. janúar 2019 07:00 Er íslenski verðbréfamarkaðurinn ónýtur? Það er kannski orðum aukið en óhætt er að segja að fádæma ládeyða hafi einkennt markaðinn. Þátttakendur eru fáir og veltan hefur dregist saman. Margt kemur til. Þótt endurreisn hlutabréfamarkaðarins, sem hrundi til grunna við fall fjármálakerfisins 2008, hafi sumpart gengið ágætlega þá einkennist viðhorf almennings enn – tíu árum síðar – af tortryggni og vantrausti. Skiljanlega, myndu flestir segja, en horft fram í tímann hlýtur það að vera æskilegt að almennir fjárfestar verði í ríkari mæli þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Því er ekki fyrir að fara í dag. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er lítil sem engin og bein hlutafjáreign þeirra nemur aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni – og hefur farið lækkandi – en var að jafnaði á bilinu 12 til 17 prósent 2002 til 2007. Þetta skýrir einkum þá staðreynd, sem er um margt sláandi, að fjöldi hluthafa í skráðum félögum er í dag samtals aðeins um þúsund en var um tuttugu þúsund fyrir hrun bankanna. Á sama tíma og þátttaka almennra fjárfesta er hverfandi fer verðbréfafyrirtækjum fækkandi, efnamiklir einkafjárfestar standa á hliðarlínunni, fjárfestingasjóðir eru fáir og einsleitir – og fara ört minnkandi – og fjárfestahópurinn samanstendur einkum af lífeyrissjóðum. Þeir hafa kosið að skilja hlutabréfamarkaðinn eftir í einskismannslandi, þar sem engir aðrir fjárfestar eru til að fylla þeirra skarð, samhliða því að sjóðirnir horfa til erlendra fjárfestinga og sjóðsfélagalána. Niðurstaðan er grunnur markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og skoðanaskipti milli ólíkra aðila, forsenda heilbrigðs markaðshagkerfis, eru ekki fyrir hendi. Þetta er ekki góð staða og hefur grafið undan virkni á markaði. Skiptir þetta hagsmuni almennings máli? Skilvirkur markaður, sem veitir skilaboð um virði ólíkra eigna hverju sinni, er mikilvægur valkostur fyrir fyrirtæki til að sækja sér lánsfé og eins sparifjáreigendur til að ávaxta fé sitt. Með öðrum orðum, að veita bönkunum samkeppnislegt aðhald. Ef markaðurinn er vanburðugur og óskilvirkur, sem endurspeglast í miklum verðsveiflum í takmörkuðum viðskiptum, þá gagnast hann ekki sem grunnur að viðmiði fyrir aðra verðlagningu. Afleiðingin er meiri áhætta og hærri fjármögnunarkostnaður – fyrir ríkissjóð, fyrirtæki og heimilin. Allir tapa. Í stað þess að áhættutaka af fjármálalegri milligöngu fari að langstærstum hluta í gegnum bankakerfið, sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins, þá þarf hún að færast í vaxandi mæli til fjármálamarkaða. Við viljum meiri samkeppni og skoðanir á mörkuðum, en samtímis minni umsvif bankanna. Þetta tvennt helst í hendur. Hvað geta stjórnvöld gert? Tvær leiðir, sem nefndar eru í hvítbók um fjármálakerfið, væru árangursríkastar. Það þarf að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum, sem byggja á ólíkum fjárfestingastefnum, með því að heimila þeim að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá ætti að afnema innflæðishöftin, sem er tímaspursmál við núverandi aðstæður, þannig að erlendir fjárfestar geti í ríkari mæli komið að fjármögnun íslenskra fyrirtækja. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Er íslenski verðbréfamarkaðurinn ónýtur? Það er kannski orðum aukið en óhætt er að segja að fádæma ládeyða hafi einkennt markaðinn. Þátttakendur eru fáir og veltan hefur dregist saman. Margt kemur til. Þótt endurreisn hlutabréfamarkaðarins, sem hrundi til grunna við fall fjármálakerfisins 2008, hafi sumpart gengið ágætlega þá einkennist viðhorf almennings enn – tíu árum síðar – af tortryggni og vantrausti. Skiljanlega, myndu flestir segja, en horft fram í tímann hlýtur það að vera æskilegt að almennir fjárfestar verði í ríkari mæli þátttakendur á hlutabréfamarkaði. Því er ekki fyrir að fara í dag. Hlutdeild heimila í hlutabréfasjóðum er lítil sem engin og bein hlutafjáreign þeirra nemur aðeins um fjórum prósentum af heildarmarkaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni – og hefur farið lækkandi – en var að jafnaði á bilinu 12 til 17 prósent 2002 til 2007. Þetta skýrir einkum þá staðreynd, sem er um margt sláandi, að fjöldi hluthafa í skráðum félögum er í dag samtals aðeins um þúsund en var um tuttugu þúsund fyrir hrun bankanna. Á sama tíma og þátttaka almennra fjárfesta er hverfandi fer verðbréfafyrirtækjum fækkandi, efnamiklir einkafjárfestar standa á hliðarlínunni, fjárfestingasjóðir eru fáir og einsleitir – og fara ört minnkandi – og fjárfestahópurinn samanstendur einkum af lífeyrissjóðum. Þeir hafa kosið að skilja hlutabréfamarkaðinn eftir í einskismannslandi, þar sem engir aðrir fjárfestar eru til að fylla þeirra skarð, samhliða því að sjóðirnir horfa til erlendra fjárfestinga og sjóðsfélagalána. Niðurstaðan er grunnur markaður með ýktum sveiflum í litlum viðskiptum og skoðanaskipti milli ólíkra aðila, forsenda heilbrigðs markaðshagkerfis, eru ekki fyrir hendi. Þetta er ekki góð staða og hefur grafið undan virkni á markaði. Skiptir þetta hagsmuni almennings máli? Skilvirkur markaður, sem veitir skilaboð um virði ólíkra eigna hverju sinni, er mikilvægur valkostur fyrir fyrirtæki til að sækja sér lánsfé og eins sparifjáreigendur til að ávaxta fé sitt. Með öðrum orðum, að veita bönkunum samkeppnislegt aðhald. Ef markaðurinn er vanburðugur og óskilvirkur, sem endurspeglast í miklum verðsveiflum í takmörkuðum viðskiptum, þá gagnast hann ekki sem grunnur að viðmiði fyrir aðra verðlagningu. Afleiðingin er meiri áhætta og hærri fjármögnunarkostnaður – fyrir ríkissjóð, fyrirtæki og heimilin. Allir tapa. Í stað þess að áhættutaka af fjármálalegri milligöngu fari að langstærstum hluta í gegnum bankakerfið, sem er að tveimur þriðju hlutum í eigu ríkisins, þá þarf hún að færast í vaxandi mæli til fjármálamarkaða. Við viljum meiri samkeppni og skoðanir á mörkuðum, en samtímis minni umsvif bankanna. Þetta tvennt helst í hendur. Hvað geta stjórnvöld gert? Tvær leiðir, sem nefndar eru í hvítbók um fjármálakerfið, væru árangursríkastar. Það þarf að fjölga virkum og sjálfstæðum fjárfestingasjóðum, sem byggja á ólíkum fjárfestingastefnum, með því að heimila þeim að taka að sér ávöxtun séreignarsparnaðar sem til þessa hefur aðeins verið á forræði lífeyrissjóðanna. Þá ætti að afnema innflæðishöftin, sem er tímaspursmál við núverandi aðstæður, þannig að erlendir fjárfestar geti í ríkari mæli komið að fjármögnun íslenskra fyrirtækja. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun