Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 10:35 Svo virðist sem Brexit hafi hreyft við Elísabetu II Englandsdrottningu. vísir/getty Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin. Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05
May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38
Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33