True North fær vilyrði fyrir risastyrk til að taka upp James Bond-mynd í Noregi Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 11:13 Daniel Craig mun leika njósnarann í fimmta sinn. Vísir/Getty Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefur fengið vilyrði fyrir endurgreiðslu á 47 milljónum vegna framleiðslu á tuttugustu og fimmtu James Bond-myndinni í Noregi. Það samsvarar 660 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar segir að um sé að ræða vilyrði fyrir endurgreiðslu á framleiðslukostnaði kvikmynda en endurgreiðslan í Noregi nemur 25 prósentum af kostnaði. Greint er frá því á vef norska ríkisútvarpsins NRK að búist sé við að tökur myndarinnar hefjist í mars en leikstjóri hennar verður Cary Fukunaga, sem á að baki þáttaraðirnar True Detective og Maniac, og mun Daniel Craig leika Bond í fimmta sinn. NRK segir það hins vegar ekki komið á hreint hvort þessi Bond mynd, sem enn hefur ekki fengið titil opinberlega, verði tekin upp í Noregi en talið er að líkurnar á því hafi aukist til muna vegna þessa vilyrðis frá kvikmyndasjóðnum.Sýnir sterka stöðu True North í NoregiTrue North er sem fyrr segir íslenskt fyrirtæki en rekur útibú í Noregi og á Kanaríeyjum. Leifur B. Dagfinsson, stjórnarformaður True North, segir í samtali við Vísi að rekinn sé endurgreiðslusjóður í Noregi sem þurfi að sækja um í til að fá endurgreiðslu. Til þess þurfi að leggja fram fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við framleiðslu verkefnisins og er í framhaldinu sé gefið út vilyrði út frá styrkleika verkefnisins.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North.Leifur segir þetta sýna hve staða True North sé orðin sterk og öflug í Noregi og að fyrirtækið njóti mikils trausts þar. Leifur hefur áður komið að framleiðslu James Bond-myndar þegar Die Another Day var tekin upp við Jökulsárlón árið 2001.Fengu einnig The Snowman til Noregs True North fékk einnig tökur á myndinni The Snowman til Noregs árið 2016 en endurgreiðslur vegna framleiðslu þeirra myndar úr norska endurgreiðslusjóðnum námu 40,6 milljónum norskra króna. True North kom einnig að tökum sjöttu Mission Impossible-myndarinnar, Fallout, sem var tekin upp við Predikunarstólinn. Tom Cruise leikur aðalhluverkið í Mission Impossible en hann lék einnig í myndinni Oblivion sem var tekin upp á Íslandi og kom True North að þeirri framleiðslu. Endurgreiðslur vegna Mission Impossible-myndarinnar námu sex milljónum norskra króna og Netflix-myndin 22. júlí, sem fjallaði um hryðjuverkaárás Anders Breivik, fékk 17,1 milljón norskra króna.Stórmyndin Fast 8, úr Fast & Furious-seríunni, fékk 520 milljónir króna endurgreiðslu úr ríkissjóði Íslands árið 2016. James Bond Noregur Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefur fengið vilyrði fyrir endurgreiðslu á 47 milljónum vegna framleiðslu á tuttugustu og fimmtu James Bond-myndinni í Noregi. Það samsvarar 660 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Greint er frá þessu á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar segir að um sé að ræða vilyrði fyrir endurgreiðslu á framleiðslukostnaði kvikmynda en endurgreiðslan í Noregi nemur 25 prósentum af kostnaði. Greint er frá því á vef norska ríkisútvarpsins NRK að búist sé við að tökur myndarinnar hefjist í mars en leikstjóri hennar verður Cary Fukunaga, sem á að baki þáttaraðirnar True Detective og Maniac, og mun Daniel Craig leika Bond í fimmta sinn. NRK segir það hins vegar ekki komið á hreint hvort þessi Bond mynd, sem enn hefur ekki fengið titil opinberlega, verði tekin upp í Noregi en talið er að líkurnar á því hafi aukist til muna vegna þessa vilyrðis frá kvikmyndasjóðnum.Sýnir sterka stöðu True North í NoregiTrue North er sem fyrr segir íslenskt fyrirtæki en rekur útibú í Noregi og á Kanaríeyjum. Leifur B. Dagfinsson, stjórnarformaður True North, segir í samtali við Vísi að rekinn sé endurgreiðslusjóður í Noregi sem þurfi að sækja um í til að fá endurgreiðslu. Til þess þurfi að leggja fram fjárhagsáætlun vegna kostnaðar við framleiðslu verkefnisins og er í framhaldinu sé gefið út vilyrði út frá styrkleika verkefnisins.Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður og stofnandi True North.Leifur segir þetta sýna hve staða True North sé orðin sterk og öflug í Noregi og að fyrirtækið njóti mikils trausts þar. Leifur hefur áður komið að framleiðslu James Bond-myndar þegar Die Another Day var tekin upp við Jökulsárlón árið 2001.Fengu einnig The Snowman til Noregs True North fékk einnig tökur á myndinni The Snowman til Noregs árið 2016 en endurgreiðslur vegna framleiðslu þeirra myndar úr norska endurgreiðslusjóðnum námu 40,6 milljónum norskra króna. True North kom einnig að tökum sjöttu Mission Impossible-myndarinnar, Fallout, sem var tekin upp við Predikunarstólinn. Tom Cruise leikur aðalhluverkið í Mission Impossible en hann lék einnig í myndinni Oblivion sem var tekin upp á Íslandi og kom True North að þeirri framleiðslu. Endurgreiðslur vegna Mission Impossible-myndarinnar námu sex milljónum norskra króna og Netflix-myndin 22. júlí, sem fjallaði um hryðjuverkaárás Anders Breivik, fékk 17,1 milljón norskra króna.Stórmyndin Fast 8, úr Fast & Furious-seríunni, fékk 520 milljónir króna endurgreiðslu úr ríkissjóði Íslands árið 2016.
James Bond Noregur Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira