Athugið að þessi grein gæti spillt áhorfi þeirra sem eiga eftir að sjá myndina. Þeir sem vilja sjá myndina án þess að vita nokkuð um söguþráð hennar eru beðnir um að hætta lestri.

Kletturinn er afar vinsæll á meðal ferðamanna en kvikmyndaverið Paramount, sem framleiðir Mission Impossible-myndirnar, ákvað að halda sérstaka sýningu á sjöttu myndinni á toppi klettsins, sem er í 610 metra hæð yfir sjávarmáli, til að þakka fyrir sig.
Cruise deildi mynd frá sýningunni á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði 2.000 manns hafa lagt á sig fjögurra tíma göngu til að geta séð myndina á topp klettsins.
2,000 feet, 2,000 people, 4 hours of hiking. The most impossible screening of #MissionImpossible Fallout. Thank you all for coming! I wish I could have been there. pic.twitter.com/ufi1FkP6KI
— Tom Cruise (@TomCruise) August 2, 2018
