Benzema með tvö mörk í mikilvægum sigri Real Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2019 21:45 Benzema fagnar í kvöld. vísir/getty Það var markaveisla er Real Madrid vann 4-2 sigur á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Auk markanna sex fór eitt rautt spjald á loft og sjö gul. Eftir stundarfjórðung var Real komið í 2-0. Karim Benzema skoraði fyrsta markið eftir fjórar mínútur og Sergio Ramos tvöfaldaði forystuna ellefu mínútum síðar. Ótrúleg markavél varnarmaðurinn Ramos. Leo Baptistao minnkaði muninn fyrir Espanyol á 25. minútu en Karim Benzema bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Real áður en fyrri hálfleik lauk. Gott fyrir Real ef Frakkinn er að vakna. Gareth Bale skoraði fjórða mark Real á 67. mínútu en fimm mínútum síðar var Raphael Varane sendur í sturtu eftir að hafa fengið beint rautt spjald. Roberto Rosales minnkaði muninn fyrir Espanyol átta mínútum fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. Real er áfram í þriðja sætinu. Þeir eru nú með 39 stig, tíu stigum á eftir toppliði Barcelona. Espanyol er í fimmtánda sætinu með 24 stig. Spænski boltinn
Það var markaveisla er Real Madrid vann 4-2 sigur á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Auk markanna sex fór eitt rautt spjald á loft og sjö gul. Eftir stundarfjórðung var Real komið í 2-0. Karim Benzema skoraði fyrsta markið eftir fjórar mínútur og Sergio Ramos tvöfaldaði forystuna ellefu mínútum síðar. Ótrúleg markavél varnarmaðurinn Ramos. Leo Baptistao minnkaði muninn fyrir Espanyol á 25. minútu en Karim Benzema bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Real áður en fyrri hálfleik lauk. Gott fyrir Real ef Frakkinn er að vakna. Gareth Bale skoraði fjórða mark Real á 67. mínútu en fimm mínútum síðar var Raphael Varane sendur í sturtu eftir að hafa fengið beint rautt spjald. Roberto Rosales minnkaði muninn fyrir Espanyol átta mínútum fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. Real er áfram í þriðja sætinu. Þeir eru nú með 39 stig, tíu stigum á eftir toppliði Barcelona. Espanyol er í fimmtánda sætinu með 24 stig.