Tónlist.is hættir: Reksturinn var dauðadæmdur með tilkomu Spotify Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2019 13:19 Vísirinn að Tónlist.is var verkefni sem Stefán Hjörleifsson vann við MBA-nám sitt í Bandaríkjunum. Vísir Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is. Tónlist Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is.
Tónlist Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira