Tónlist.is hættir: Reksturinn var dauðadæmdur með tilkomu Spotify Birgir Olgeirsson skrifar 28. janúar 2019 13:19 Vísirinn að Tónlist.is var verkefni sem Stefán Hjörleifsson vann við MBA-nám sitt í Bandaríkjunum. Vísir Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is. Tónlist Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Sýn hf. hefur ákveðið að loka vefnum Tónlist.is föstudaginn 1. febrúar næstkomandi. Ástæðan fyrir því er að fjöldi áskrifenda vefsins stóð ekki lengur undir rekstri hans. Vefurinn fór fyrst í loftið vorið 2003 en stofnandi hans var Stefán Hjörleifsson. Vefurinn byrjaði sem verkefni sem hann vann á meðan hann var í MBA-námi í Bandaríkjunum. Hann hélt áfram með hugmyndina sem varð að Tónlist.is. Hann segir reksturinn hafa gengið vel um tíma og fór fljótt að borga sig. Stóð vefurinn undir sér eftir fyrsta árið en Stefán segir í samtali við Vísi að um fimm þúsund manns hafi verið áskrifendur að vefnum þegar mest lét og um 20 til 30 þúsund manns versluðu reglulega stök lög. Nú er fjöldinn hins vegar sáralítill og verður vefnum lokað á föstudaginn en þeir sem eiga inneignir á Tónlist.is eru beðnir um að nýta allar inneignir og sækja ósótt lög fyrir þann tíma.Spotify með algjöra yfirburði Sænska streymisveitan Spotify hefur algjöra yfirburði á íslenskum markaði í dag sem gerir það að verkum að ásókn í Tónlist.is er nánast engin lengur. Einhverjir hafa minnst á að úrval af íslenskri tónlist sé mun meira á Tónlist.is en á Spotify. Hafa þeir sömu áhyggjur af því að sú tónlist sem er aðgengileg á Tónlist.is en ekki á Spotify muni þá hreinlega vera ófáanleg. Fyrirtækið Alda Music á útgáfuréttinn á tónlistinni sem er á Tónlist.is en Halldór Baldvinsson, starfsmaður Öldu, segir í samtali við Vísi að öll tónlistin á Tónlist.is verði geymd á gagnagrunni Öldu og muni því ekki hverfa af sjónarsviðinu. Hann segir að ef einhverja tónlist vanti inn á Spotify, þá geti höfundarnir sett sig í samband við Öldu og hún verði færð þangað yfir.Spotify er með algjöra yfirburði á íslenskum markaði.Vísir/GettyOpnaði á sama tíma og iTunes Stefán Hjörleifsson segir í samtali við Vísi að Tónlist.is hafi verið opnaður í sömu viku og iTunes-streymisveitan í Bandaríkjunum og var því ein af allra fyrstu þjónustunum á þessu sviði. Hann seldi vefinn einu til tveimur árum eftir að hann var stofnaður til Senu og vann við hann í fjögur til fimm ár í viðbót. Vefurinn fór svo yfir til fjölmiðlafyrirtækisins 365 ehf. sem sameinaðist síðar Sýn hf.Skaffa Spotify-tónlist Stefán hóf aftur störf hjá Tónlist.is þegar Spotify varð aðgengilegt hér á landi árið 2013. Hann segir í samtali við Vísi að ljóst hafi verið að framtíð íslenska tónlistarvefsins yrði ekki mikil þegar sænski risinn kom með sína þjónustu til landsins. Spotify var í upphafi með 500 forritara í vinnu, en í dag starfa 4.000 forritarar þar, á meðan Tónlist.is var að berjast við að halda tveimur til þremur forriturum í vinnu sem börðust við að fylgja eftir tækninni. Úr varð að Tónlist.is varð að safnriti og skaffaði þannig sænska risanum íslenskri tónlist og varð vísir að Öldu Music. Stefán er í dag framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi en um er að ræða sænskt fyrirtæki sem er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu. Er Storytel með íslenska skrifstofu sem einbeitir sér að því að koma íslenskum bókum í hljóðformi á streymisveituna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem á Tónlist.is.
Tónlist Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira