Dauðaslys eru ekki náttúrulögmál Þórólfur Árnason skrifar 10. janúar 2019 08:00 Þau merku tíðindi urðu um áramótin að tvö ár höfðu liðið án banaslyss á íslenskum skipum. Líklega er þetta í fyrsta skipti frá upphafi Íslandsbyggðar sem ekkert banaslys á sjó verður tvö ár í röð. Árin 2008, 2011 og 2014 liðu einnig án banaslysa á sjó. Á alþjóðavísu teljast fiskveiðar þó enn ein hættulegasta starfsgreinin í heiminum. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari ógn því langt fram eftir síðustu öld létu árlega tugir íslenskra sjómanna lífið í sjóslysum á Íslandi. Í því ljósi er árangurinn nú mikið fagnaðarefni og fyrir siglinga- og fiskveiðiþjóð eins og Íslendinga er hann jafnframt einstakur á heimsvísu.Já, en hvernig? Fjölmargar og samverkandi ástæður liggja að baki þessum góða árangri. Almenn viðhorfsbreyting hefur orðið í átt til bættrar öryggismenningar við sjósókn. Skylt er að lögskrá alla sjómenn á báta og skip sem gerð eru út í atvinnuskyni. Skilyrði fyrir lögskráningu eru að skipið hafi gilt haffærisskírteini. Að baki útgáfu þess liggur reglulegt skipaeftirlit og skoðanir á öryggisbúnaði auk þess sem skipið skal vera fullmannað. Allir í áhöfn þurfa að hafa lokið öryggisnámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna og þurfa að endurnýja þjálfun sína á fimm ára fresti. Skólinn er mikilvægur liður í því að skapa og viðhalda öryggismenningu í hópi íslenskra sjómanna. Skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þurfa að hafa gild atvinnuskírteini sem krefjast sérstakrar fagmenntunar. Sífellt fleiri útgerðir nota aðferðir öryggisstjórnunar með því að meta mögulegar hættur og undirbúa viðbrögð við þeim.Samvinna margra Ísland tekur mikinn þátt í samstarfi þjóða um siglingaöryggi. Í tengslum við þetta samstarf hafa íslensk stjórnvöld m.a. lögfest og innleitt alþjóðlegar kröfur um öryggi fiskiskipa sem er grunnur að eftirliti með smíði, búnaði og ástandi skipa og báta. Á síðasta áratug síðustu aldar var ráðist í sérstakt átak til að auka stöðugleika íslenskra skipa í kjölfar tíðra slysa á árunum þar á undan. Betri fjarskipti og nákvæmari upplýsingar um veður og sjólag stuðla að auknu öryggi og breytt fiskveiðistjórnun hefur dregið úr þrýstingi um að sigla í tvísýnum aðstæðum. Stórbætt aðstaða við leit og björgun á sjó hefur bjargað mörgum mannslífum. Skráning og greining slysa og atvika á sjó nýtist til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Um árabil hefur verið unnið eftir áætlun um öryggi sjófarenda sem felur m.a. í sér stefnumörkun á sviði siglingaöryggis, öryggisstjórnunar, skráningar og greiningar. Áætlunin er unnin í samvinnu við helstu hagaðila og er markmið hennar að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og fækka slysum á sjó. Engin banaslys á sjó eru þannig ekki tilviljun heldur skýr árangur samvinnu margra aðila. Smátt og smátt hefur orðið til sameiginleg sýn um að dauðaslys séu ekki eðlilegur fórnarkostnaður sjósóknar, heldur að með réttum aðferðum megi koma í veg fyrir þau.Sýn um engin banaslys í samgöngum Það eru mikil forréttindi að starfa í þágu öryggis allra samgöngugreina og leggja með því lóð á vogarskálar þeirrar baráttu að koma í veg fyrir slys og mannskaða. Áríðandi er að muna að árangur um engin banaslys á sjó kom ekki af sjálfu sér og honum þarf að halda við. Árangurinn sýnir okkur einnig að banaslys í samgöngum yfirhöfuð eru ekki náttúrulögmál. Skýr sýn og markmið um að engin manneskja láti lífið á sjó, í flugi eða umferð eru mikilvæg forsenda. Fjölbreyttar aðgerðir með fræðslu og forvörnum til að auka öryggi með breyttum viðhorfum og betri hegðun hafa skilað ávinningi og geta nýst okkur áfram og enn betur í öllum samgöngugreinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Árnason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Þau merku tíðindi urðu um áramótin að tvö ár höfðu liðið án banaslyss á íslenskum skipum. Líklega er þetta í fyrsta skipti frá upphafi Íslandsbyggðar sem ekkert banaslys á sjó verður tvö ár í röð. Árin 2008, 2011 og 2014 liðu einnig án banaslysa á sjó. Á alþjóðavísu teljast fiskveiðar þó enn ein hættulegasta starfsgreinin í heiminum. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari ógn því langt fram eftir síðustu öld létu árlega tugir íslenskra sjómanna lífið í sjóslysum á Íslandi. Í því ljósi er árangurinn nú mikið fagnaðarefni og fyrir siglinga- og fiskveiðiþjóð eins og Íslendinga er hann jafnframt einstakur á heimsvísu.Já, en hvernig? Fjölmargar og samverkandi ástæður liggja að baki þessum góða árangri. Almenn viðhorfsbreyting hefur orðið í átt til bættrar öryggismenningar við sjósókn. Skylt er að lögskrá alla sjómenn á báta og skip sem gerð eru út í atvinnuskyni. Skilyrði fyrir lögskráningu eru að skipið hafi gilt haffærisskírteini. Að baki útgáfu þess liggur reglulegt skipaeftirlit og skoðanir á öryggisbúnaði auk þess sem skipið skal vera fullmannað. Allir í áhöfn þurfa að hafa lokið öryggisnámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna og þurfa að endurnýja þjálfun sína á fimm ára fresti. Skólinn er mikilvægur liður í því að skapa og viðhalda öryggismenningu í hópi íslenskra sjómanna. Skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þurfa að hafa gild atvinnuskírteini sem krefjast sérstakrar fagmenntunar. Sífellt fleiri útgerðir nota aðferðir öryggisstjórnunar með því að meta mögulegar hættur og undirbúa viðbrögð við þeim.Samvinna margra Ísland tekur mikinn þátt í samstarfi þjóða um siglingaöryggi. Í tengslum við þetta samstarf hafa íslensk stjórnvöld m.a. lögfest og innleitt alþjóðlegar kröfur um öryggi fiskiskipa sem er grunnur að eftirliti með smíði, búnaði og ástandi skipa og báta. Á síðasta áratug síðustu aldar var ráðist í sérstakt átak til að auka stöðugleika íslenskra skipa í kjölfar tíðra slysa á árunum þar á undan. Betri fjarskipti og nákvæmari upplýsingar um veður og sjólag stuðla að auknu öryggi og breytt fiskveiðistjórnun hefur dregið úr þrýstingi um að sigla í tvísýnum aðstæðum. Stórbætt aðstaða við leit og björgun á sjó hefur bjargað mörgum mannslífum. Skráning og greining slysa og atvika á sjó nýtist til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Um árabil hefur verið unnið eftir áætlun um öryggi sjófarenda sem felur m.a. í sér stefnumörkun á sviði siglingaöryggis, öryggisstjórnunar, skráningar og greiningar. Áætlunin er unnin í samvinnu við helstu hagaðila og er markmið hennar að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og fækka slysum á sjó. Engin banaslys á sjó eru þannig ekki tilviljun heldur skýr árangur samvinnu margra aðila. Smátt og smátt hefur orðið til sameiginleg sýn um að dauðaslys séu ekki eðlilegur fórnarkostnaður sjósóknar, heldur að með réttum aðferðum megi koma í veg fyrir þau.Sýn um engin banaslys í samgöngum Það eru mikil forréttindi að starfa í þágu öryggis allra samgöngugreina og leggja með því lóð á vogarskálar þeirrar baráttu að koma í veg fyrir slys og mannskaða. Áríðandi er að muna að árangur um engin banaslys á sjó kom ekki af sjálfu sér og honum þarf að halda við. Árangurinn sýnir okkur einnig að banaslys í samgöngum yfirhöfuð eru ekki náttúrulögmál. Skýr sýn og markmið um að engin manneskja láti lífið á sjó, í flugi eða umferð eru mikilvæg forsenda. Fjölbreyttar aðgerðir með fræðslu og forvörnum til að auka öryggi með breyttum viðhorfum og betri hegðun hafa skilað ávinningi og geta nýst okkur áfram og enn betur í öllum samgöngugreinum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar