Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 13:45 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. EPA/NIGEL RODDIS Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. Hann vill þó ekki boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði að verði samningi May hafnað þyrfti nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda til að semja við ESB á nýjan leik.Þingmenn Íhaldsflokksins segja þó að Corbyn sitji ekki á nokkurs konar áætlun og sé að hugsa um eigin hag en ekki hag Breta. Áætlað er að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars. Samkomulag May sem fjallar meðal annars um viðskipti, réttindi íbúa á milli ríkja og margt fleira tekur ekki gildi nema breska þingið samþykki það. Corbyn segir að verði boðið til nýrra kosninga yrði best að fresta Brexit á meðan samið yrði á nýjan leik. Verði ekki boðað til kosninga segir Corbyn að vantrauststillaga gegn ríkisstjórn May verði lögð fyrir þingið. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki nægilega margir til að koma slíkri tillögu í gegnum þingið og því þyrfti stuðning annarra flokka til að ná fram kosningum. „Ríkisstjórn sem kemur málum sínum ekki í gegnum þingið er í rauninni ekki ríkisstjórn. Hún þarf að snúa sér til þjóðarinnar og endurnýja umboð sitt,“ sagði Corbyn.Jeremy Corbyn says a general election must be held "at the earliest opportunity" if May fails to get her "botched and damaging" #Brexit plan through parliament in next week's 'meaningful vote'. Get live updates as MPs kick off another day of debates: https://t.co/SY6Nb6RUaHpic.twitter.com/FYtY8wsVZH — Sky News (@SkyNews) January 10, 2019 Corbyn hét því einnig að brúa bilið milli þeirra sem styðja Brexit og þeirra sem eru andvígir Brexit. Hann sagði hina raunverulegu deilu Bretlands vera á milli þeirra mörgu sem, samkvæmt honum, ynnu alla vinnuna, sköpuðu auðinn og borguðu skatta, og þeirra fáu sem semdu reglurnar og svikju undan skatti. Raunveruleg lausn á deilumálum Breta væri að breyta ríkinu svo það ynni fyrir hagsmunum meirihlutans. Bretland Brexit Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. Hann vill þó ekki boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði að verði samningi May hafnað þyrfti nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda til að semja við ESB á nýjan leik.Þingmenn Íhaldsflokksins segja þó að Corbyn sitji ekki á nokkurs konar áætlun og sé að hugsa um eigin hag en ekki hag Breta. Áætlað er að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars. Samkomulag May sem fjallar meðal annars um viðskipti, réttindi íbúa á milli ríkja og margt fleira tekur ekki gildi nema breska þingið samþykki það. Corbyn segir að verði boðið til nýrra kosninga yrði best að fresta Brexit á meðan samið yrði á nýjan leik. Verði ekki boðað til kosninga segir Corbyn að vantrauststillaga gegn ríkisstjórn May verði lögð fyrir þingið. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki nægilega margir til að koma slíkri tillögu í gegnum þingið og því þyrfti stuðning annarra flokka til að ná fram kosningum. „Ríkisstjórn sem kemur málum sínum ekki í gegnum þingið er í rauninni ekki ríkisstjórn. Hún þarf að snúa sér til þjóðarinnar og endurnýja umboð sitt,“ sagði Corbyn.Jeremy Corbyn says a general election must be held "at the earliest opportunity" if May fails to get her "botched and damaging" #Brexit plan through parliament in next week's 'meaningful vote'. Get live updates as MPs kick off another day of debates: https://t.co/SY6Nb6RUaHpic.twitter.com/FYtY8wsVZH — Sky News (@SkyNews) January 10, 2019 Corbyn hét því einnig að brúa bilið milli þeirra sem styðja Brexit og þeirra sem eru andvígir Brexit. Hann sagði hina raunverulegu deilu Bretlands vera á milli þeirra mörgu sem, samkvæmt honum, ynnu alla vinnuna, sköpuðu auðinn og borguðu skatta, og þeirra fáu sem semdu reglurnar og svikju undan skatti. Raunveruleg lausn á deilumálum Breta væri að breyta ríkinu svo það ynni fyrir hagsmunum meirihlutans.
Bretland Brexit Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira