Corbyn vill nýjar kosningar en ekki þjóðaratkvæðagreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 13:45 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. EPA/NIGEL RODDIS Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. Hann vill þó ekki boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði að verði samningi May hafnað þyrfti nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda til að semja við ESB á nýjan leik.Þingmenn Íhaldsflokksins segja þó að Corbyn sitji ekki á nokkurs konar áætlun og sé að hugsa um eigin hag en ekki hag Breta. Áætlað er að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars. Samkomulag May sem fjallar meðal annars um viðskipti, réttindi íbúa á milli ríkja og margt fleira tekur ekki gildi nema breska þingið samþykki það. Corbyn segir að verði boðið til nýrra kosninga yrði best að fresta Brexit á meðan samið yrði á nýjan leik. Verði ekki boðað til kosninga segir Corbyn að vantrauststillaga gegn ríkisstjórn May verði lögð fyrir þingið. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki nægilega margir til að koma slíkri tillögu í gegnum þingið og því þyrfti stuðning annarra flokka til að ná fram kosningum. „Ríkisstjórn sem kemur málum sínum ekki í gegnum þingið er í rauninni ekki ríkisstjórn. Hún þarf að snúa sér til þjóðarinnar og endurnýja umboð sitt,“ sagði Corbyn.Jeremy Corbyn says a general election must be held "at the earliest opportunity" if May fails to get her "botched and damaging" #Brexit plan through parliament in next week's 'meaningful vote'. Get live updates as MPs kick off another day of debates: https://t.co/SY6Nb6RUaHpic.twitter.com/FYtY8wsVZH — Sky News (@SkyNews) January 10, 2019 Corbyn hét því einnig að brúa bilið milli þeirra sem styðja Brexit og þeirra sem eru andvígir Brexit. Hann sagði hina raunverulegu deilu Bretlands vera á milli þeirra mörgu sem, samkvæmt honum, ynnu alla vinnuna, sköpuðu auðinn og borguðu skatta, og þeirra fáu sem semdu reglurnar og svikju undan skatti. Raunveruleg lausn á deilumálum Breta væri að breyta ríkinu svo það ynni fyrir hagsmunum meirihlutans. Bretland Brexit Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, segir að ef Brexit-samkomulag Theresu May, forsætisráðherra, verði fellt á þingi, sem er óhjákvæmilegt að hans mati, eigi að boða til nýrra kosninga. Hann vill þó ekki boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Hann sagði að verði samningi May hafnað þyrfti nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda til að semja við ESB á nýjan leik.Þingmenn Íhaldsflokksins segja þó að Corbyn sitji ekki á nokkurs konar áætlun og sé að hugsa um eigin hag en ekki hag Breta. Áætlað er að Bretland gangi úr ESB þann 29. mars. Samkomulag May sem fjallar meðal annars um viðskipti, réttindi íbúa á milli ríkja og margt fleira tekur ekki gildi nema breska þingið samþykki það. Corbyn segir að verði boðið til nýrra kosninga yrði best að fresta Brexit á meðan samið yrði á nýjan leik. Verði ekki boðað til kosninga segir Corbyn að vantrauststillaga gegn ríkisstjórn May verði lögð fyrir þingið. Þingmenn Verkamannaflokksins eru þó ekki nægilega margir til að koma slíkri tillögu í gegnum þingið og því þyrfti stuðning annarra flokka til að ná fram kosningum. „Ríkisstjórn sem kemur málum sínum ekki í gegnum þingið er í rauninni ekki ríkisstjórn. Hún þarf að snúa sér til þjóðarinnar og endurnýja umboð sitt,“ sagði Corbyn.Jeremy Corbyn says a general election must be held "at the earliest opportunity" if May fails to get her "botched and damaging" #Brexit plan through parliament in next week's 'meaningful vote'. Get live updates as MPs kick off another day of debates: https://t.co/SY6Nb6RUaHpic.twitter.com/FYtY8wsVZH — Sky News (@SkyNews) January 10, 2019 Corbyn hét því einnig að brúa bilið milli þeirra sem styðja Brexit og þeirra sem eru andvígir Brexit. Hann sagði hina raunverulegu deilu Bretlands vera á milli þeirra mörgu sem, samkvæmt honum, ynnu alla vinnuna, sköpuðu auðinn og borguðu skatta, og þeirra fáu sem semdu reglurnar og svikju undan skatti. Raunveruleg lausn á deilumálum Breta væri að breyta ríkinu svo það ynni fyrir hagsmunum meirihlutans.
Bretland Brexit Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira