Hnípin þjóð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. janúar 2019 07:00 Allt frá því breska þjóðin samþykkti, með afar naumum meirihluta, að ganga úr Evrópusambandinu hefur pólitísk upplausn ríkt í landinu. Nú, eftir að þingið kolfelldi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra, er staðan ekki heillavænleg. Þjóðin er sundruð, upplausn er í stjórnmálum og titringur meðal eigenda stórfyrirtækja sem íhuga alvarlega að flytja starfsemina úr landi. Óvissa er um næstu skref í málinu. Það hefur verið dapurlegt að horfa á bresku þjóðina koma sér í klandur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði aldrei átt að fara fram. Af Brexit-klúðrinu má ýmislegt læra. Eins og til dæmis það að ábyrgðarlaust er af stjórnmálamönnum að leggja út í þjóðaratkvæðagreiðslu og gera fyrir fram ráð fyrir að niðurstaðan verði á ákveðinn veg. Breskir stjórnmálamenn gerðu aldrei ráð fyrir að þjóðin myndi samþykkja útgöngu úr Evrópusambandinu. Meira að segja hörðustu útgöngusinnar í þeirra hópi virtust engar líkur telja á því, sem gerði þeim óneitanlega auðveldara að fara fram með blekkingum og rangfærslum. Þeir töluðu margir eins og þeir væru í bandalagi með Donald Trump og ýttu undir andúð á innflytjendum og lofuðu kjósendum betri tíð með blóm í haga ef þeir höfnuðu Evrópusambandinu. Bretland skyldi verða stórveldi að nýju, án vondra innflytjenda sem taka störf frá innfæddum. Bretar vöknuðu síðan upp við þau óvæntu tíðindi að þjóðin hafði samþykkt Brexit. Engir urðu jafn hissa og stjórnmálamennirnir sem reyndust ekki hafa neitt plan B. Forsætisráðherrann Theresa May fékk málið í fangið og keyrði það áfram af þrjósku einni saman. Með tímanum varð hún æ brjóstumkennanlegri, ein á berangri, tyggjandi frasa sína um að samningur sinn væri besti mögulegi samningur sem hægt væri að ná. Í reynd var þetta samningur sem svo að segja enginn kærði sig um, hvorki andstæðingar Evrópusambandsins né fylgjendur þess. Pólitískri píslargöngu forsætisráðherrans er senn lokið, og er það vel. Munurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit var svo lítill að þjóðin var klofin eftir úrslitin. Hún hefur verið það síðan, en þó ekki í jafn miklum mæli og í aðdraganda Brexit-kosningarinnar. Æ fleiri kjósendur hafa áttað sig á að þeir voru blekktir með lygaáróðri. Skoðanakannanir sýna að ef kosið yrði um málið á ný þá myndi þjóðin samþykkja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Hin þrjóskufulla May hafnaði hvað eftir annað hugmyndum um nýjar kosningar um málið. Það skipti hana engu máli þótt stór hluti þjóðarinnar hefði áttað sig á þeim blekkingum sem beitt var. Brexit kallar fram hina siðferðilegu spurningu: Hvernig á að bregðast við ef þjóð hefur fengið að kjósa um mál og skiptir síðan um skoðun? Svar Theresu May virðist vera að þá megi þjóðin éta það sem úti frýs. Þessa dagana má með sanni segja um Breta að þar sé hnípin þjóð í vanda. Fyrst og fremst er um að kenna siðlausum og/eða duglausum stjórnmálamönnum. Þjóð verður að passa sig á því hvers konar fólk hún kýs yfir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Allt frá því breska þjóðin samþykkti, með afar naumum meirihluta, að ganga úr Evrópusambandinu hefur pólitísk upplausn ríkt í landinu. Nú, eftir að þingið kolfelldi útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra, er staðan ekki heillavænleg. Þjóðin er sundruð, upplausn er í stjórnmálum og titringur meðal eigenda stórfyrirtækja sem íhuga alvarlega að flytja starfsemina úr landi. Óvissa er um næstu skref í málinu. Það hefur verið dapurlegt að horfa á bresku þjóðina koma sér í klandur vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem hefði aldrei átt að fara fram. Af Brexit-klúðrinu má ýmislegt læra. Eins og til dæmis það að ábyrgðarlaust er af stjórnmálamönnum að leggja út í þjóðaratkvæðagreiðslu og gera fyrir fram ráð fyrir að niðurstaðan verði á ákveðinn veg. Breskir stjórnmálamenn gerðu aldrei ráð fyrir að þjóðin myndi samþykkja útgöngu úr Evrópusambandinu. Meira að segja hörðustu útgöngusinnar í þeirra hópi virtust engar líkur telja á því, sem gerði þeim óneitanlega auðveldara að fara fram með blekkingum og rangfærslum. Þeir töluðu margir eins og þeir væru í bandalagi með Donald Trump og ýttu undir andúð á innflytjendum og lofuðu kjósendum betri tíð með blóm í haga ef þeir höfnuðu Evrópusambandinu. Bretland skyldi verða stórveldi að nýju, án vondra innflytjenda sem taka störf frá innfæddum. Bretar vöknuðu síðan upp við þau óvæntu tíðindi að þjóðin hafði samþykkt Brexit. Engir urðu jafn hissa og stjórnmálamennirnir sem reyndust ekki hafa neitt plan B. Forsætisráðherrann Theresa May fékk málið í fangið og keyrði það áfram af þrjósku einni saman. Með tímanum varð hún æ brjóstumkennanlegri, ein á berangri, tyggjandi frasa sína um að samningur sinn væri besti mögulegi samningur sem hægt væri að ná. Í reynd var þetta samningur sem svo að segja enginn kærði sig um, hvorki andstæðingar Evrópusambandsins né fylgjendur þess. Pólitískri píslargöngu forsætisráðherrans er senn lokið, og er það vel. Munurinn í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit var svo lítill að þjóðin var klofin eftir úrslitin. Hún hefur verið það síðan, en þó ekki í jafn miklum mæli og í aðdraganda Brexit-kosningarinnar. Æ fleiri kjósendur hafa áttað sig á að þeir voru blekktir með lygaáróðri. Skoðanakannanir sýna að ef kosið yrði um málið á ný þá myndi þjóðin samþykkja áframhaldandi veru í Evrópusambandinu. Hin þrjóskufulla May hafnaði hvað eftir annað hugmyndum um nýjar kosningar um málið. Það skipti hana engu máli þótt stór hluti þjóðarinnar hefði áttað sig á þeim blekkingum sem beitt var. Brexit kallar fram hina siðferðilegu spurningu: Hvernig á að bregðast við ef þjóð hefur fengið að kjósa um mál og skiptir síðan um skoðun? Svar Theresu May virðist vera að þá megi þjóðin éta það sem úti frýs. Þessa dagana má með sanni segja um Breta að þar sé hnípin þjóð í vanda. Fyrst og fremst er um að kenna siðlausum og/eða duglausum stjórnmálamönnum. Þjóð verður að passa sig á því hvers konar fólk hún kýs yfir sig.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun