Real tók þriðja sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. janúar 2019 17:15 Markaskorarar dagsins Vísir/Getty Casemiro og Luka Modric tryggðu Real Madrid sigur á Sevilla í spænsku La Liga deildinni í fótbolta í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom fysta mark leiksins á Santiago Bernabeu loks á 78. mínútu þegar Casemiro skoraði með glæsilegu langskoti fyrir utan teig. Tomas Vaclik var með fingur í boltanum en skotið var svo fast hann gat ekki gert betur en að verja boltann í slána og þaðan í netið. Í uppbótartíma leiksins átti Luka Modric svo góðan sprett inn fyrir vörn Sevilla og komst einn á móti Vaclik. Besti leikmaður heims klikkar ekki úr svo góðu færi og sigur Madrid því öruggur, 2-0. Með sigrinum er Real komið með þriggja stiga forskot á Sevilla í þriðja sæti deildarinnar. Barcelona er sjö stigum fyrir ofan Real á toppnum og á leik til góða. Spænski boltinn
Casemiro og Luka Modric tryggðu Real Madrid sigur á Sevilla í spænsku La Liga deildinni í fótbolta í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom fysta mark leiksins á Santiago Bernabeu loks á 78. mínútu þegar Casemiro skoraði með glæsilegu langskoti fyrir utan teig. Tomas Vaclik var með fingur í boltanum en skotið var svo fast hann gat ekki gert betur en að verja boltann í slána og þaðan í netið. Í uppbótartíma leiksins átti Luka Modric svo góðan sprett inn fyrir vörn Sevilla og komst einn á móti Vaclik. Besti leikmaður heims klikkar ekki úr svo góðu færi og sigur Madrid því öruggur, 2-0. Með sigrinum er Real komið með þriggja stiga forskot á Sevilla í þriðja sæti deildarinnar. Barcelona er sjö stigum fyrir ofan Real á toppnum og á leik til góða.