Að berja hausnum við steininn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. janúar 2019 15:20 Því skyldum við halda áfram að berja hausnum við steininn? Á árunum 2009-2018 námu útflutningstekjur (brúttó) af hvalveiðum að meðaltali tæplega 1,3 milljörðum króna. Veiðarnar stóðu ekki undir sér. Reksturinn skilaði tapi. Ársverk í kringum hvalveiðar eru í kringum 60. Árið 2017 námu útflutningstekjur af ferðaþjónustu 503 milljörðum króna. Gera má ráð fyrir að ársverk í ferðaþjónustu árið 2018 hafi verið um 18.000. Ljóst er að hvalveiðar eru litnar hornauga og jafnvel fordæmdar af stórum hluta heimsbyggðarinnar, enda banna alþjóðasamningar viðskipti við með hvalaafurðir á milli flestra þjóða. Markaðssvæðið er takmarkað við Noreg, Japan og Lýðveldið Palá. Í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnanna Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er því haldið fram að engar vísbendingar séu um það að hvalveiðar hafi haft áhrif á straum erlendra ferðamanna til Íslands. Málið er, að það eru heldur engar vísbendingar um það gagnstæða, þar sem engar marktækar rannsóknir hafa farið fram um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu eða aðrar útflutningsgreinar okkar. Við höfum ekki hugmynd um það hvort og þá hvernig hvalveiðar hafa haft áhrif á fjölda ferðamanna, eða það sem mikilvægara er, samsetningu þeirra. Þó held ég að það sé óhætt að fullyrða, að hvalveiðar hafa aldrei haft og munu aldrei hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Hvort við Íslendingar hættum, drögum úr eða aukum hvalveiðar, getur því aldrei orðið annað en pólítískt viðfangsefni. Að við eigum rétt á því að nýta okkar náttúruauðlindir eins og okkur sýnist eru rök sem oft heyrast, en eru fánýt rök. Að hafa rétt á að gera eitthvað, segir okkur ekki endilega að það sé skynsamlegt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að grípa til þess að bera saman krónur og aura og leyfa þeim útflutningsgreinum okkar sem sannanlega færa okkur hundruð milljarða í útflutningstekjur ár hvert að njóta vafans og stuðla að eflingu þeirra. Í inngangi skýrslunnar er bent á mikilvægi þess fyrir velferð þjóðar að „tryggja hagkvæma nýtingu auðlindanna“. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, finnst mér skera úr um það að hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og skipta í raun engu máli í hagkerfinu. Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Því skyldum við halda áfram að berja hausnum við steininn? Á árunum 2009-2018 námu útflutningstekjur (brúttó) af hvalveiðum að meðaltali tæplega 1,3 milljörðum króna. Veiðarnar stóðu ekki undir sér. Reksturinn skilaði tapi. Ársverk í kringum hvalveiðar eru í kringum 60. Árið 2017 námu útflutningstekjur af ferðaþjónustu 503 milljörðum króna. Gera má ráð fyrir að ársverk í ferðaþjónustu árið 2018 hafi verið um 18.000. Ljóst er að hvalveiðar eru litnar hornauga og jafnvel fordæmdar af stórum hluta heimsbyggðarinnar, enda banna alþjóðasamningar viðskipti við með hvalaafurðir á milli flestra þjóða. Markaðssvæðið er takmarkað við Noreg, Japan og Lýðveldið Palá. Í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnanna Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er því haldið fram að engar vísbendingar séu um það að hvalveiðar hafi haft áhrif á straum erlendra ferðamanna til Íslands. Málið er, að það eru heldur engar vísbendingar um það gagnstæða, þar sem engar marktækar rannsóknir hafa farið fram um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu eða aðrar útflutningsgreinar okkar. Við höfum ekki hugmynd um það hvort og þá hvernig hvalveiðar hafa haft áhrif á fjölda ferðamanna, eða það sem mikilvægara er, samsetningu þeirra. Þó held ég að það sé óhætt að fullyrða, að hvalveiðar hafa aldrei haft og munu aldrei hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Hvort við Íslendingar hættum, drögum úr eða aukum hvalveiðar, getur því aldrei orðið annað en pólítískt viðfangsefni. Að við eigum rétt á því að nýta okkar náttúruauðlindir eins og okkur sýnist eru rök sem oft heyrast, en eru fánýt rök. Að hafa rétt á að gera eitthvað, segir okkur ekki endilega að það sé skynsamlegt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að grípa til þess að bera saman krónur og aura og leyfa þeim útflutningsgreinum okkar sem sannanlega færa okkur hundruð milljarða í útflutningstekjur ár hvert að njóta vafans og stuðla að eflingu þeirra. Í inngangi skýrslunnar er bent á mikilvægi þess fyrir velferð þjóðar að „tryggja hagkvæma nýtingu auðlindanna“. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, finnst mér skera úr um það að hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og skipta í raun engu máli í hagkerfinu. Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar