Að berja hausnum við steininn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. janúar 2019 15:20 Því skyldum við halda áfram að berja hausnum við steininn? Á árunum 2009-2018 námu útflutningstekjur (brúttó) af hvalveiðum að meðaltali tæplega 1,3 milljörðum króna. Veiðarnar stóðu ekki undir sér. Reksturinn skilaði tapi. Ársverk í kringum hvalveiðar eru í kringum 60. Árið 2017 námu útflutningstekjur af ferðaþjónustu 503 milljörðum króna. Gera má ráð fyrir að ársverk í ferðaþjónustu árið 2018 hafi verið um 18.000. Ljóst er að hvalveiðar eru litnar hornauga og jafnvel fordæmdar af stórum hluta heimsbyggðarinnar, enda banna alþjóðasamningar viðskipti við með hvalaafurðir á milli flestra þjóða. Markaðssvæðið er takmarkað við Noreg, Japan og Lýðveldið Palá. Í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnanna Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er því haldið fram að engar vísbendingar séu um það að hvalveiðar hafi haft áhrif á straum erlendra ferðamanna til Íslands. Málið er, að það eru heldur engar vísbendingar um það gagnstæða, þar sem engar marktækar rannsóknir hafa farið fram um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu eða aðrar útflutningsgreinar okkar. Við höfum ekki hugmynd um það hvort og þá hvernig hvalveiðar hafa haft áhrif á fjölda ferðamanna, eða það sem mikilvægara er, samsetningu þeirra. Þó held ég að það sé óhætt að fullyrða, að hvalveiðar hafa aldrei haft og munu aldrei hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Hvort við Íslendingar hættum, drögum úr eða aukum hvalveiðar, getur því aldrei orðið annað en pólítískt viðfangsefni. Að við eigum rétt á því að nýta okkar náttúruauðlindir eins og okkur sýnist eru rök sem oft heyrast, en eru fánýt rök. Að hafa rétt á að gera eitthvað, segir okkur ekki endilega að það sé skynsamlegt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að grípa til þess að bera saman krónur og aura og leyfa þeim útflutningsgreinum okkar sem sannanlega færa okkur hundruð milljarða í útflutningstekjur ár hvert að njóta vafans og stuðla að eflingu þeirra. Í inngangi skýrslunnar er bent á mikilvægi þess fyrir velferð þjóðar að „tryggja hagkvæma nýtingu auðlindanna“. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, finnst mér skera úr um það að hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og skipta í raun engu máli í hagkerfinu. Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Því skyldum við halda áfram að berja hausnum við steininn? Á árunum 2009-2018 námu útflutningstekjur (brúttó) af hvalveiðum að meðaltali tæplega 1,3 milljörðum króna. Veiðarnar stóðu ekki undir sér. Reksturinn skilaði tapi. Ársverk í kringum hvalveiðar eru í kringum 60. Árið 2017 námu útflutningstekjur af ferðaþjónustu 503 milljörðum króna. Gera má ráð fyrir að ársverk í ferðaþjónustu árið 2018 hafi verið um 18.000. Ljóst er að hvalveiðar eru litnar hornauga og jafnvel fordæmdar af stórum hluta heimsbyggðarinnar, enda banna alþjóðasamningar viðskipti við með hvalaafurðir á milli flestra þjóða. Markaðssvæðið er takmarkað við Noreg, Japan og Lýðveldið Palá. Í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnanna Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er því haldið fram að engar vísbendingar séu um það að hvalveiðar hafi haft áhrif á straum erlendra ferðamanna til Íslands. Málið er, að það eru heldur engar vísbendingar um það gagnstæða, þar sem engar marktækar rannsóknir hafa farið fram um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu eða aðrar útflutningsgreinar okkar. Við höfum ekki hugmynd um það hvort og þá hvernig hvalveiðar hafa haft áhrif á fjölda ferðamanna, eða það sem mikilvægara er, samsetningu þeirra. Þó held ég að það sé óhætt að fullyrða, að hvalveiðar hafa aldrei haft og munu aldrei hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Hvort við Íslendingar hættum, drögum úr eða aukum hvalveiðar, getur því aldrei orðið annað en pólítískt viðfangsefni. Að við eigum rétt á því að nýta okkar náttúruauðlindir eins og okkur sýnist eru rök sem oft heyrast, en eru fánýt rök. Að hafa rétt á að gera eitthvað, segir okkur ekki endilega að það sé skynsamlegt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að grípa til þess að bera saman krónur og aura og leyfa þeim útflutningsgreinum okkar sem sannanlega færa okkur hundruð milljarða í útflutningstekjur ár hvert að njóta vafans og stuðla að eflingu þeirra. Í inngangi skýrslunnar er bent á mikilvægi þess fyrir velferð þjóðar að „tryggja hagkvæma nýtingu auðlindanna“. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, finnst mér skera úr um það að hvalveiðar eru ekki þjóðhagslega hagkvæmar og skipta í raun engu máli í hagkerfinu. Bjarnheiður Hallsdóttir Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun