Fylgjast náið með ferðum prinsins: „Hefur ekki einu sinni beðist afsökunar“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2019 23:45 Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar. Vísir/EPA Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“ Bretland England Kóngafólk Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fylgjast nú náið með Filippus prins, hertoga af Edinborg, eftir að hann varð valdur að árekstri nærri Sandringham í Norfolk á Bretlandseyjum fyrir tveimur sólarhringum.Fyrr í kvöld sagði fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC frá því að lögreglan hefði boðað að Filippus, sem er eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, fengi enga sérmeðferð við rannsókn lögreglunnar á árekstrinum. Sagði BBC frá því að hinn 97 ára gamli prins hefði sést keyrandi einn nú nokkrum dögum eftir slysið. Seinna í kvöld var bætt um betur í fréttaflutningnum og greint frá því að lögreglan í Norfolk hefði veitt prinsinum aldna tiltal eftir að bæði Daily Mail og The Sun birtu myndir af bílferð hans þar sem hertoginn var einn í för á nýjum Land Rover og án sætisbeltis.Sagðist hafa blindast af sólinni Filippus slapp ómeiddur frá árekstrinum sem vaðr þegar hann ók bíl sínum á KIA-bifreið. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar, 28 ára gömul kona, hlaut skurði en farþeginn, hin 46 ára gamla Emma Fairweather, úlnliðsbrotnaði. Níu mánaða gamall drengur var einnig í KIA-bifreiðinni en hann slapp ómeiddur. Hertoginn var einn í bílnum þegar slysið varð. Roy Warne, sem varð vitni að slysinu, sagði við BBC að hertoginn hefði spurt á vettvangi hvort fólkið í KIA-bílnum hefði nokkuð slasat. Sagðist Warne hafa heyrt þegar hertoginn tjáði lögreglu að hann hefði blindast af sólinni áður en áreksturinn varð. Segir prinsinn ekki hafa beðið sig afsökunarElísabet drottning og Fillipus prins.Vísir/EPA„Ég er heppin að vera á lífi en hann hefur ekki einu sinni beðist afsökunar,“ Emma segir í samtali við vef breska dagblaðsins The Mirror. Hún segist ekki hafa fengið símtal frá konungsfjölskyldunni en segir tengilið lögreglunnar við konungsfjölskylduna hafa sett sig í samband við hana og skilað kveðju til hennar frá drottningunni og hertoganum. Emma segir skilaboðin hafa verið óskiljanleg, hún hafi ekki verið beðin afsökunar og þá hafi hjónin ekki skilað óskum um bata til hennar. Áður hafði talsmaður fjölskyldunnar sagt við BBC að haft hefði verið samband við þá sem voru í KIA-bifreiðinni og þeim óskað skjóts bata.Var spennt fyrir símtali frá drottningunni Emma segist hafa búist við meiru af konungsfjölskyldunni. Þá dregur hún útskýringar hertogans um að hann hafi blindast af sólinni í efa því skýjað hefði verið þennan dag. „Ég elska konungsfjölskylduna en mér líður eins og ég hafi verið hunsuð. Hvað þyrfti að gerast svo prinsinn myndi biðja mig afsökunar, ef hann sér þá eftir þessu? Var það svo erfitt fyrir hann og drottninguna að senda mér kort og blóm?“ Hún segir að henni hafi verið ráðlagt að tala ekki við neinn um slysið og henni sagt að búast við símtali frá fjölskyldunni í gær. „Ég veit að drottningin er önnum kafin en ég var orðin mjög spennt eftir símtali frá henni.“
Bretland England Kóngafólk Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira