Hnífstunguárás í Manchester rannsökuð sem hryðjuverk Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2019 12:40 25 ára karlmaður var handtekinn vegna árásarinnar. AP/Sam Clack Lögregla í Bretlandi rannsakar hnífstunguárás á Victoria-lestarstöðinni í Manchester í gærkvöldi sem hryðjuverkaárás. Karlmaður stakk þar þrjá, þar af einn lögreglumann.BBC segir frá því að 25 ára karlmaður hafi verið handtekinn vegna málsins. Tveir hnífar mannsins fundust við árásarstaðinn og þá hefur lögregla framkvæmt húsleit á heimili mannsins í hverfinu Cheetham Hill. Lögregla segir að þeir sem fyrir árásinni urðu séu með alvarlega áverka, en eru þó ekki í lífshættu. Kona á sextugsaldri var með áverka í andliti og kvið og karlmaður á sextugsaldri var sömuleiðis með áverka á kvið. Þá var lögreglumaðurinn – karlmaður á fertugsaldri – stunginn í öxl. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Lögregla lokaði lestarstöðinni eftir árásina en hún hefur nú verið opnuð á ný. Hafa smávægilegar seinkanir orðið á lestarferðum vegna málsins. Árásin átti sér stað á sporvagnapalli. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir í tísti að hugur hennar sé hjá þeim særðust í árásinni og þá þakkaði hún viðbragðsaðilum fyrir sín störf.My thoughts are with those who were injured in the suspected terrorist attack in Manchester last night. I thank the emergency services for their courageous response.— Theresa May (@theresa_may) January 1, 2019 Framleiðandi hjá BBC varð vitni af árásinni og segir að árásarmaðurinn hafi hrópað nafn „Allah“ á meðan á árásinni stóð, auk þess að úthúða stjórnvöldum á Vesturlöndum. Bretland England Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Lögregla í Bretlandi rannsakar hnífstunguárás á Victoria-lestarstöðinni í Manchester í gærkvöldi sem hryðjuverkaárás. Karlmaður stakk þar þrjá, þar af einn lögreglumann.BBC segir frá því að 25 ára karlmaður hafi verið handtekinn vegna málsins. Tveir hnífar mannsins fundust við árásarstaðinn og þá hefur lögregla framkvæmt húsleit á heimili mannsins í hverfinu Cheetham Hill. Lögregla segir að þeir sem fyrir árásinni urðu séu með alvarlega áverka, en eru þó ekki í lífshættu. Kona á sextugsaldri var með áverka í andliti og kvið og karlmaður á sextugsaldri var sömuleiðis með áverka á kvið. Þá var lögreglumaðurinn – karlmaður á fertugsaldri – stunginn í öxl. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Lögregla lokaði lestarstöðinni eftir árásina en hún hefur nú verið opnuð á ný. Hafa smávægilegar seinkanir orðið á lestarferðum vegna málsins. Árásin átti sér stað á sporvagnapalli. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir í tísti að hugur hennar sé hjá þeim særðust í árásinni og þá þakkaði hún viðbragðsaðilum fyrir sín störf.My thoughts are with those who were injured in the suspected terrorist attack in Manchester last night. I thank the emergency services for their courageous response.— Theresa May (@theresa_may) January 1, 2019 Framleiðandi hjá BBC varð vitni af árásinni og segir að árásarmaðurinn hafi hrópað nafn „Allah“ á meðan á árásinni stóð, auk þess að úthúða stjórnvöldum á Vesturlöndum.
Bretland England Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira