Harden óstöðvandi í jólamánuðinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 James Harden hefur skorað 40 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Houston Rockets. Vísir/Getty Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira