Afmælisbarnið Davíð Þorláksson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Það finnst fæstum gaman að eiga afmæli í kringum jól og áramót. Afmælisbörnin eiga það til að gleymast í öllu tilstandinu. Lokanir vegna frídaga og vörutalninga gera það að verkum að afmælisgjafirnar verða oft óspennandi. Ný þurrkublöð eða ilmspjald í bílinn jafnvel það eina sem er í boði. Þannig hefur það verið með afmælisbarn gærdagsins, EES-samninginn. Í gær voru 25 ár liðin frá því að hann tók gildi. Samningurinn ber aldurinn vel og hefur fært okkur foreldrum hans mikla gæfu. Hann hefur fært okkur frelsi á ýmsum sviðum og aðgang að innri markaði Evrópu sem er gulls ígildi fyrir útflutningsgreinar og þar með alla landsmenn. Það verður þó seint sagt að hinir íslensku foreldrar samningsins hafi sinnt honum sérstaklega vel. Það hefur gengið hægt og misvel að innleiða þær reglur Evrópusambandsins sem okkur ber að gera á grundvelli hans. Þar hafa norsku foreldrarnir staðið sig mun betur. Það er líka leiðinleg tilhneiging hjá íslensku foreldrunum að fara of oft mest íþyngjandi leiðirnar að því að innleiða reglur samningsins. Þar er nýja persónuverndarlöggjöfin nýjasta dæmið. Við þyrftum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðstofnana til að taka af allan vafa um það. Þótt samningurinn sé nú orðinn hálfþrítugur þarf samt sýna honum ást og umhyggju. Við þurfum að standa okkur betur í að uppfylla skyldur okkar við hann. Við njótum mun meira góðs af honum heldur en Evrópusambandið. Það er því alls ekki sjálfsagt að við fáum að njóta hans eins lengi og við viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Það finnst fæstum gaman að eiga afmæli í kringum jól og áramót. Afmælisbörnin eiga það til að gleymast í öllu tilstandinu. Lokanir vegna frídaga og vörutalninga gera það að verkum að afmælisgjafirnar verða oft óspennandi. Ný þurrkublöð eða ilmspjald í bílinn jafnvel það eina sem er í boði. Þannig hefur það verið með afmælisbarn gærdagsins, EES-samninginn. Í gær voru 25 ár liðin frá því að hann tók gildi. Samningurinn ber aldurinn vel og hefur fært okkur foreldrum hans mikla gæfu. Hann hefur fært okkur frelsi á ýmsum sviðum og aðgang að innri markaði Evrópu sem er gulls ígildi fyrir útflutningsgreinar og þar með alla landsmenn. Það verður þó seint sagt að hinir íslensku foreldrar samningsins hafi sinnt honum sérstaklega vel. Það hefur gengið hægt og misvel að innleiða þær reglur Evrópusambandsins sem okkur ber að gera á grundvelli hans. Þar hafa norsku foreldrarnir staðið sig mun betur. Það er líka leiðinleg tilhneiging hjá íslensku foreldrunum að fara of oft mest íþyngjandi leiðirnar að því að innleiða reglur samningsins. Þar er nýja persónuverndarlöggjöfin nýjasta dæmið. Við þyrftum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðstofnana til að taka af allan vafa um það. Þótt samningurinn sé nú orðinn hálfþrítugur þarf samt sýna honum ást og umhyggju. Við þurfum að standa okkur betur í að uppfylla skyldur okkar við hann. Við njótum mun meira góðs af honum heldur en Evrópusambandið. Það er því alls ekki sjálfsagt að við fáum að njóta hans eins lengi og við viljum.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar