Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir Reynir Arngrímsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun