Er verkalýðsforystan blind fyrir stærsta hagsmunamálinu? Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. janúar 2019 07:30 Á síðustu mánuðum hafa launþegasamtökin verið að setja fram kröfur sínar, en, eins og kunnugt er, eru kjarasamningar að renna út. Það vekur athygli, að leiðtogar launþega hafa forðast umræðuna um gjaldmiðilinn, krónuna, en þeir eru samt – og það réttilega – að fárast mikið yfir þeim okurvöxtum, sem hún veldur. Sér þetta ágæta fólk ekki beint samband krónu og okurvaxta? Skilur þetta fólk ekki, að orsakavaldur hárra vaxta er fyrst og fremst veik, sveiflukennd og óútreiknanleg króna, og, að ekki verður komizt fyrir rætur vaxtavandans, nema með því að skipta um gjaldmiðil; fara yfir í evruna, sem reyndar er stöðugasti og sterkasti gjaldmiðill heims. Forysta launþega virðist halda, að Seðlabanki og ríkisstjórn beri aðalábyrgð á þeim yfirkeyrðu vöxtum, sem í gangi eru. Að nokkru er þetta rétt. Stefna Seðlabanka í vaxtamálum er með öllu úrelt, og samræmist engan veginn þeirri lágvaxtastefnu, sem aðrir vestrænir seðlabankar hafa fylgt síðustu 10 árin. Enginn nema íslenzkur Seðlabankastjóri hefur lagt raunvexti til grundvallar sinni vaxtastefnu, auk þess, sem þessir raunvextir hafa verið reiknaðir út á mjög vafasaman hátt; með því að taka húsnæðiskostnað inn í vísitöluútreikning og reikna síðan raunvexti ofan á þá vísitölu. Ef húsnæðiskostnaður hefði ekki verið inn í íslenzkri framfærsluvísitölu, hefði verðbólga hér síðustu 4 árin verið lítil eða engin, oft í mínus. Svo, þó að Seðlabankastjóri hefði viljað halda sínu úrelta raunvaxtastriki, þá hefðu stýrivextir ekki þurft að vera nema 1-2%. Að þessu leyti má réttilega sakast við Seðlabanka um þá miklu vaxtabyrði, sem skuldarar landsins hafa mátt bera, margfalt það, sem gerist í nágrannalöndunum, en, þó að forsætisráðherra sé yfir Seðlabanka og geti haft þar áhrif á ákveðna þætti, getur hann ekki hlutast mikið til um vaxtastefnuna, vegna sjálfstæðis Seðlabanka. Ríkisstjórnin getur þó haft óbein áhrif á vaxtastefnuna með vali manna í Peningastefnunefnd. Hinn stórfelldi vaxtavandi er því fyrst og fremst afleiðing af handónýtum gjaldmiðli, krónunni, sem hoppar upp og niður, oft án nokkurra réttra ástæðna, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar. Sjá forustumenn launþega og verkalýðshreyfingarinnar þetta virkilega ekki!? Og, ef þeir sjá það, af hverju í ósköpunum setja þeir þá nýjan og traustan lágvaxtagjaldmiðil, evruna, ekki efst á sinn baráttulista? Treystir þetta fólk sér ekki í stóra slaginn? Það þarf ekki mikla reiknimeistara til að sjá, hverjar klyfjar hávextir krónunnar leggja á herðar skuldara landsins. Nú síðustu mánuði hefur krónan fallið um 10%. Reynslan sýnir, að um helmingur slíks gengisfalls fer fljótlega út í verðlagið; 5%. Það blessaða fólk, sem álpaðist til að taka verðtryggt lán, og skuldar, kannski, 40 milljónir, er nú í einu vetfangi orðið 2 milljónum króna fátækara. Venjulegt fólk, sem kaupir sér íbúð á 50 milljónir, tekur lán upp á 40 milljónir og þarf að borga af því 6,5% vexti, er með vaxtabyrði upp á 2,6 milljónir á ári; 217 þúsund á mánuði. Í evrulandi mætti fá svona lán með 1,5% vöxtum, sem þýðir vaxtabyrði upp á 600 þúsund á ári af 40 milljóna króna láni; 50 þúsund á mánuði. Umframgreiðsla Íslendingsins kr. 167 þúsund á mánuði. Hvar annars staðar finnur forusta launþega annan eins ávinning fyrir sína umbjóðendur, svo að ekki sé nú talað um þann stöðugleika og það öryggi, sem evru myndi fylgja? Öryggi og vissa um það, hvar maður stendur, er auðvitað stórfellt velferðarmál. Á sama hátt og hávextir kýla upp kostnað húsnæðiskaupenda, heldur það auðvitað uppi leiguverði, en húsbyggjendur og þeir, sem fjárfesta í húsnæði, leigusalarnir, verða líka að borga okurvexti krónunnar. Það sama gildir um vaxtabyrði verzlunar- og þjónustufyrirtækja, sem að sjálfsögðu verða að hækka sitt vöru- eða þjónustuverð til samræmis. Vaxtaokrið gegnumsýrir allt þjóðfélagið, en í lok dags eru það launþegar og neytendur, almenningur í landinu, sem verða að greiða þennan kostnað. Skuldsetning Íslendinga mun vera um 6.000 milljarðar. Ef meðalvextir, sem almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkissjóður þurfa að greiða af þessari skuld er 6%, þá eru vextir einir 300 milljarðar á ári. Á evrusvæðinu gætu þessir vextir verið 2%. Sparnaður 4%, sem jafngildir 240 milljörðum á ári. Fyrir það fé mætti endurbyggja allt vegakerfi landins, árlega, eða byggja 3 nýja Landspítala, líka árlega, svo dæmi séu nefnd. Drífa, Ragnar Þór og Sólveig Anna; í guðanna bænum opnið þið augun!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa launþegasamtökin verið að setja fram kröfur sínar, en, eins og kunnugt er, eru kjarasamningar að renna út. Það vekur athygli, að leiðtogar launþega hafa forðast umræðuna um gjaldmiðilinn, krónuna, en þeir eru samt – og það réttilega – að fárast mikið yfir þeim okurvöxtum, sem hún veldur. Sér þetta ágæta fólk ekki beint samband krónu og okurvaxta? Skilur þetta fólk ekki, að orsakavaldur hárra vaxta er fyrst og fremst veik, sveiflukennd og óútreiknanleg króna, og, að ekki verður komizt fyrir rætur vaxtavandans, nema með því að skipta um gjaldmiðil; fara yfir í evruna, sem reyndar er stöðugasti og sterkasti gjaldmiðill heims. Forysta launþega virðist halda, að Seðlabanki og ríkisstjórn beri aðalábyrgð á þeim yfirkeyrðu vöxtum, sem í gangi eru. Að nokkru er þetta rétt. Stefna Seðlabanka í vaxtamálum er með öllu úrelt, og samræmist engan veginn þeirri lágvaxtastefnu, sem aðrir vestrænir seðlabankar hafa fylgt síðustu 10 árin. Enginn nema íslenzkur Seðlabankastjóri hefur lagt raunvexti til grundvallar sinni vaxtastefnu, auk þess, sem þessir raunvextir hafa verið reiknaðir út á mjög vafasaman hátt; með því að taka húsnæðiskostnað inn í vísitöluútreikning og reikna síðan raunvexti ofan á þá vísitölu. Ef húsnæðiskostnaður hefði ekki verið inn í íslenzkri framfærsluvísitölu, hefði verðbólga hér síðustu 4 árin verið lítil eða engin, oft í mínus. Svo, þó að Seðlabankastjóri hefði viljað halda sínu úrelta raunvaxtastriki, þá hefðu stýrivextir ekki þurft að vera nema 1-2%. Að þessu leyti má réttilega sakast við Seðlabanka um þá miklu vaxtabyrði, sem skuldarar landsins hafa mátt bera, margfalt það, sem gerist í nágrannalöndunum, en, þó að forsætisráðherra sé yfir Seðlabanka og geti haft þar áhrif á ákveðna þætti, getur hann ekki hlutast mikið til um vaxtastefnuna, vegna sjálfstæðis Seðlabanka. Ríkisstjórnin getur þó haft óbein áhrif á vaxtastefnuna með vali manna í Peningastefnunefnd. Hinn stórfelldi vaxtavandi er því fyrst og fremst afleiðing af handónýtum gjaldmiðli, krónunni, sem hoppar upp og niður, oft án nokkurra réttra ástæðna, og enginn veit, hvert fer eða hvar endar. Sjá forustumenn launþega og verkalýðshreyfingarinnar þetta virkilega ekki!? Og, ef þeir sjá það, af hverju í ósköpunum setja þeir þá nýjan og traustan lágvaxtagjaldmiðil, evruna, ekki efst á sinn baráttulista? Treystir þetta fólk sér ekki í stóra slaginn? Það þarf ekki mikla reiknimeistara til að sjá, hverjar klyfjar hávextir krónunnar leggja á herðar skuldara landsins. Nú síðustu mánuði hefur krónan fallið um 10%. Reynslan sýnir, að um helmingur slíks gengisfalls fer fljótlega út í verðlagið; 5%. Það blessaða fólk, sem álpaðist til að taka verðtryggt lán, og skuldar, kannski, 40 milljónir, er nú í einu vetfangi orðið 2 milljónum króna fátækara. Venjulegt fólk, sem kaupir sér íbúð á 50 milljónir, tekur lán upp á 40 milljónir og þarf að borga af því 6,5% vexti, er með vaxtabyrði upp á 2,6 milljónir á ári; 217 þúsund á mánuði. Í evrulandi mætti fá svona lán með 1,5% vöxtum, sem þýðir vaxtabyrði upp á 600 þúsund á ári af 40 milljóna króna láni; 50 þúsund á mánuði. Umframgreiðsla Íslendingsins kr. 167 þúsund á mánuði. Hvar annars staðar finnur forusta launþega annan eins ávinning fyrir sína umbjóðendur, svo að ekki sé nú talað um þann stöðugleika og það öryggi, sem evru myndi fylgja? Öryggi og vissa um það, hvar maður stendur, er auðvitað stórfellt velferðarmál. Á sama hátt og hávextir kýla upp kostnað húsnæðiskaupenda, heldur það auðvitað uppi leiguverði, en húsbyggjendur og þeir, sem fjárfesta í húsnæði, leigusalarnir, verða líka að borga okurvexti krónunnar. Það sama gildir um vaxtabyrði verzlunar- og þjónustufyrirtækja, sem að sjálfsögðu verða að hækka sitt vöru- eða þjónustuverð til samræmis. Vaxtaokrið gegnumsýrir allt þjóðfélagið, en í lok dags eru það launþegar og neytendur, almenningur í landinu, sem verða að greiða þennan kostnað. Skuldsetning Íslendinga mun vera um 6.000 milljarðar. Ef meðalvextir, sem almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög og ríkissjóður þurfa að greiða af þessari skuld er 6%, þá eru vextir einir 300 milljarðar á ári. Á evrusvæðinu gætu þessir vextir verið 2%. Sparnaður 4%, sem jafngildir 240 milljörðum á ári. Fyrir það fé mætti endurbyggja allt vegakerfi landins, árlega, eða byggja 3 nýja Landspítala, líka árlega, svo dæmi séu nefnd. Drífa, Ragnar Þór og Sólveig Anna; í guðanna bænum opnið þið augun!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar