Hagfellt ár Hörður Ægisson skrifar 4. janúar 2019 07:00 Þótt stundum mætti halda annað af fréttaflutningi að dæma þá var nýliðið ár Íslendingum hagfellt í efnahagslegum skilningi. Útlit er fyrir að hagvöxtur muni mælast vel yfir 4 prósent – við upphaf ársins spáðu flestir um 3 prósenta vexti – og þá virðist líklegt að afgangur á viðskiptum við útlönd verði um tvöfalt meiri en upphaflega var gert gert ráð fyrir. Kaupmáttur launa hélt áfram að hækka verulega og hefur núna aukist um fjórðung frá 2015. Síðri tíðindi voru að verðbólgan, sem hafði mælst undir markmiði Seðlabankans samfellt í fjögur ár, hækkaði snögglega á seinni árshelmingi samhliða því að gengi krónunnar tók að veikjast vegna rekstrarerfiðleika WOW air og herskárra yfirlýsinga verkalýðsforystunnar. Á síðustu vikum hefur gengisveikingin að nokkru gengið til baka og þá hefur hráolía hrunið í verði. Hvort tveggja ætti að létta á verðbólguþrýstingnum og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum. Stundum vill gleymast að samsetning hagvaxtarins hverju sinni skiptir máli. Kröftugur vöxtur síðasta árs skýrist meðal annars af meiri íbúðafjárfestingu, sem fór í fyrsta sinn frá 2008 yfir langtímameðaltal sitt, en ekki hvað síst auknum útflutningstekjum. Slíkur vöxtur er góðs viti og til marks um að hann er sjálfbær og heilbrigður. Þótt einkaneysla hafi aukist um liðlega fimm prósent mælist hún enn sögulega lág sem hlutfall af landsframleiðslu. Enn sjást því engin merki um að heimilin séu að skuldsetja sig svo einhverju nemi til að standa undir aukinni neyslu heldur hefur þjóðhagslegur sparnaður haldið áfram að aukast. Þetta eru jákvæð tíðindi. Uppsveifla síðustu ára á því ekkert sammerkt með bóluárunum í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Í stóra samhengi hlutanna er ein merkilegasta efnahagsfrétt síðustu ára sú staðreynd að í framhaldi af skuldaskilum föllnu bankanna í ársbyrjun 2016 varð eignastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum jákvæð í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Hrein erlend staða batnaði enn frekar á síðasta ári, samtímis því að Íslendingar greiddu niður erlendar skuldir og lífeyrissjóðir fjárfestu í stórauknum mæli erlendis, og mældist um 14 prósent af landsframleiðslu við lok þriðja ársfjórðungs. Í evrópskum samanburði standa nú fá ríki betur en Ísland í þessum efnum. Hvaða máli skiptir þetta? Takist okkur að viðhalda þessari stöðu, þar sem Ísland er í reynd orðið að fjármagnsútflytjanda, ætti það meðal annars að endurspeglast í hærra jafnvægisgengi krónunnar. Við þær aðstæður gætu vextir farið lækkandi án þess að jafnvægi í hagkerfinu yrði raskað. Það er því til mikils að vinna að glutra ekki niður þessum árangri. Það eru vissulega, eins og ávallt, viðvörunarljós sem blikka við upphaf nýs árs. Þótt WOW air sé að líkindum komið fyrir vind þarf ferðaþjónustan að laga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Launakostnaður í greininni sem hlutfall af tekjum er orðinn of hár, rétt eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum, og fyrirtækin hafa fáa aðra valkosti en að ráðast í hagræðingaraðgerðir, meðal annars með sameiningum í stærri einingar. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Við stöndum um margt á afar sterkum grunni en fíllinn í herberginu er auðvitað niðurstaða kjarasamninga á vinnumarkaði. Það skiptir sköpum fyrir framhaldið að skynsemin hafi þar yfirhöndina. Við skulum vona það besta en búast við hinu versta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þótt stundum mætti halda annað af fréttaflutningi að dæma þá var nýliðið ár Íslendingum hagfellt í efnahagslegum skilningi. Útlit er fyrir að hagvöxtur muni mælast vel yfir 4 prósent – við upphaf ársins spáðu flestir um 3 prósenta vexti – og þá virðist líklegt að afgangur á viðskiptum við útlönd verði um tvöfalt meiri en upphaflega var gert gert ráð fyrir. Kaupmáttur launa hélt áfram að hækka verulega og hefur núna aukist um fjórðung frá 2015. Síðri tíðindi voru að verðbólgan, sem hafði mælst undir markmiði Seðlabankans samfellt í fjögur ár, hækkaði snögglega á seinni árshelmingi samhliða því að gengi krónunnar tók að veikjast vegna rekstrarerfiðleika WOW air og herskárra yfirlýsinga verkalýðsforystunnar. Á síðustu vikum hefur gengisveikingin að nokkru gengið til baka og þá hefur hráolía hrunið í verði. Hvort tveggja ætti að létta á verðbólguþrýstingnum og draga úr líkum á frekari vaxtahækkunum. Stundum vill gleymast að samsetning hagvaxtarins hverju sinni skiptir máli. Kröftugur vöxtur síðasta árs skýrist meðal annars af meiri íbúðafjárfestingu, sem fór í fyrsta sinn frá 2008 yfir langtímameðaltal sitt, en ekki hvað síst auknum útflutningstekjum. Slíkur vöxtur er góðs viti og til marks um að hann er sjálfbær og heilbrigður. Þótt einkaneysla hafi aukist um liðlega fimm prósent mælist hún enn sögulega lág sem hlutfall af landsframleiðslu. Enn sjást því engin merki um að heimilin séu að skuldsetja sig svo einhverju nemi til að standa undir aukinni neyslu heldur hefur þjóðhagslegur sparnaður haldið áfram að aukast. Þetta eru jákvæð tíðindi. Uppsveifla síðustu ára á því ekkert sammerkt með bóluárunum í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Í stóra samhengi hlutanna er ein merkilegasta efnahagsfrétt síðustu ára sú staðreynd að í framhaldi af skuldaskilum föllnu bankanna í ársbyrjun 2016 varð eignastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum jákvæð í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Hrein erlend staða batnaði enn frekar á síðasta ári, samtímis því að Íslendingar greiddu niður erlendar skuldir og lífeyrissjóðir fjárfestu í stórauknum mæli erlendis, og mældist um 14 prósent af landsframleiðslu við lok þriðja ársfjórðungs. Í evrópskum samanburði standa nú fá ríki betur en Ísland í þessum efnum. Hvaða máli skiptir þetta? Takist okkur að viðhalda þessari stöðu, þar sem Ísland er í reynd orðið að fjármagnsútflytjanda, ætti það meðal annars að endurspeglast í hærra jafnvægisgengi krónunnar. Við þær aðstæður gætu vextir farið lækkandi án þess að jafnvægi í hagkerfinu yrði raskað. Það er því til mikils að vinna að glutra ekki niður þessum árangri. Það eru vissulega, eins og ávallt, viðvörunarljós sem blikka við upphaf nýs árs. Þótt WOW air sé að líkindum komið fyrir vind þarf ferðaþjónustan að laga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Launakostnaður í greininni sem hlutfall af tekjum er orðinn of hár, rétt eins og í mörgum öðrum atvinnugreinum, og fyrirtækin hafa fáa aðra valkosti en að ráðast í hagræðingaraðgerðir, meðal annars með sameiningum í stærri einingar. Sú þróun er aðeins rétt hafin. Við stöndum um margt á afar sterkum grunni en fíllinn í herberginu er auðvitað niðurstaða kjarasamninga á vinnumarkaði. Það skiptir sköpum fyrir framhaldið að skynsemin hafi þar yfirhöndina. Við skulum vona það besta en búast við hinu versta.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun