Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 14:30 Paul Whelan var handtekinn í Moskvu á föstudag. Vísir/EPA Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher en var handtekinn í Rússlandi á dögunum vegna meintra njósna. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Málið þykir hið undarlegasta en rússnesk yfirvöld hafa gefið litlar sem engar upplýsingar um málið. Í frétt Washington Post segir að Wheelan hafi gerst sekur um að draga sér um tíu þúsund dollara úr sjóðum landgönguliða er hann starfaði fyrir bandaríska herinn í Írak.Sjá einnig: Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Starfaði hann sem skrifstofustjóri á skrifstofu landgönguliða og hafði þar aðgang að sjóðum og öðrum viðkvæmum gögnum. Herréttur sakfelldi hann fyrir þjófnaðinn og var Whelan rekinn úr hernum í kjölfarið. Í frétt Washington Post segir að Whelan hafi árum saman verið með virkan reikning á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte, sem kalla má hið rússneska Facebook. Whelan er sagður hafa verið mikill áhugamaður um Rússland. Þá hefur einnig komið í ljós að Whelan er handhafi vegabréfa frá fjórum ríkjum. Auk Bandaríkjanna er hann með kanadískt, írskt og breskt vegabréf. Whelan var fæddur í Kanada auk þess sem að fjölskylda hans er frá Írlandi og Bretlandi.Sjá einnig: Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Fjölskylduvinur Whelan segir að hann hafi sankað að sér vegabréfum að gamni sínu og hafi verið í eins konar keppni við systur sína um hver gæti öðlast fleiri vegabréf. Í frétt Post segir Dan Hoffmann, fyrrverandi starfsmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sem var lengi vel staðsettur í Rússlandi og þekkir vel til, að yfirvöld í Rússlandi ætli sér mögulega að freista þess að skipta á Whelan og Mariu Butina, rússneskum ríkisborgara sem hefur játað að hafa gengið erinda Rússa í Bandaríkjunum. Bandaríkin Írak Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher en var handtekinn í Rússlandi á dögunum vegna meintra njósna. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Málið þykir hið undarlegasta en rússnesk yfirvöld hafa gefið litlar sem engar upplýsingar um málið. Í frétt Washington Post segir að Wheelan hafi gerst sekur um að draga sér um tíu þúsund dollara úr sjóðum landgönguliða er hann starfaði fyrir bandaríska herinn í Írak.Sjá einnig: Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Starfaði hann sem skrifstofustjóri á skrifstofu landgönguliða og hafði þar aðgang að sjóðum og öðrum viðkvæmum gögnum. Herréttur sakfelldi hann fyrir þjófnaðinn og var Whelan rekinn úr hernum í kjölfarið. Í frétt Washington Post segir að Whelan hafi árum saman verið með virkan reikning á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte, sem kalla má hið rússneska Facebook. Whelan er sagður hafa verið mikill áhugamaður um Rússland. Þá hefur einnig komið í ljós að Whelan er handhafi vegabréfa frá fjórum ríkjum. Auk Bandaríkjanna er hann með kanadískt, írskt og breskt vegabréf. Whelan var fæddur í Kanada auk þess sem að fjölskylda hans er frá Írlandi og Bretlandi.Sjá einnig: Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Fjölskylduvinur Whelan segir að hann hafi sankað að sér vegabréfum að gamni sínu og hafi verið í eins konar keppni við systur sína um hver gæti öðlast fleiri vegabréf. Í frétt Post segir Dan Hoffmann, fyrrverandi starfsmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sem var lengi vel staðsettur í Rússlandi og þekkir vel til, að yfirvöld í Rússlandi ætli sér mögulega að freista þess að skipta á Whelan og Mariu Butina, rússneskum ríkisborgara sem hefur játað að hafa gengið erinda Rússa í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Írak Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40