Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2019 21:45 Paul Whelan með Klakkeyjar og Hrappsey í baksýn. Hann var handtekinn í Moskvu á föstudag, sakaður um njósnir. Vísir/EPA Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara, sem nú er í haldi Rússa, sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi, og það með tvær sögufrægar eyjar í bakgrunni. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan birtist á CNN í gærkvöldi af Bandaríkjamanninum Paul Whelan, sem handtekinn var í Moskvu milli jóla og nýárs, en Rússar saka hann um njósnir. Ljósmyndin af Whelan sem þannig fór í dreifingu um alla heimspressuna virkaði þó eitthvað kunnugleg fyrir marga hér á landi, og sér í lagi fyrir íbúa Stykkishólms, sem töldu sig þekkja sama útsýnið og þeir hafa út um gluggana heima hjá sér. Horft út um glugga í Stykkishólmi. Klakkeyjar sjást fjær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hólmarar eru raunar ekkert í vafa um að hinn meinti bandaríski njósnari sé með Breiðafjörð í bakgrunni, enda eru Klakkeyjar eða Dímonarklakkar, hæstu eyjar Breiðafjarðar, auðþekkjanlegar á myndinni, með sínum tveimur klökkum, Stóraklakki og Litlaklakki. Einnig sést Hrappsey á myndinni. Eyjarnar eru rétt utan við mynni Hvammsfjarðar norðaustur af Stykkishólmi. Klakkeyjar eru í landnámssögunni frægar fyrir það að þar leyndi Eiríkur rauði skipi sínu áður en hann sigldi til Grænlands. Hrappsey er frægust fyrir prentsmiðjuna sem þar var stofnuð fyrir um 250 árum og gaf út fyrsta tímarit á Íslandi og eyjan er líka einstök í íslenskri jarðsögu með eitt sjaldgæfasta berg á jörðinni sem kallast anortósít og finnst helst á tunglinu.Séð yfir Stykkishólmshöfn. Klakkeyjar og Hrappsey sjást úti á Breiðafirði undan Súgandisey. Fjær sjást fjöllin á Fellsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mattías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, telur að myndin sé tekin um borð í háu skipi rétt norðan við Stykkishólm og telur mjög líklegt að hinn meinti bandaríski njósnari hafi verið í eyjasiglingu um borð í Særúnu, skipi Sæferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Stykkishólmur Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara, sem nú er í haldi Rússa, sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi, og það með tvær sögufrægar eyjar í bakgrunni. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Myndin hér að ofan birtist á CNN í gærkvöldi af Bandaríkjamanninum Paul Whelan, sem handtekinn var í Moskvu milli jóla og nýárs, en Rússar saka hann um njósnir. Ljósmyndin af Whelan sem þannig fór í dreifingu um alla heimspressuna virkaði þó eitthvað kunnugleg fyrir marga hér á landi, og sér í lagi fyrir íbúa Stykkishólms, sem töldu sig þekkja sama útsýnið og þeir hafa út um gluggana heima hjá sér. Horft út um glugga í Stykkishólmi. Klakkeyjar sjást fjær.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hólmarar eru raunar ekkert í vafa um að hinn meinti bandaríski njósnari sé með Breiðafjörð í bakgrunni, enda eru Klakkeyjar eða Dímonarklakkar, hæstu eyjar Breiðafjarðar, auðþekkjanlegar á myndinni, með sínum tveimur klökkum, Stóraklakki og Litlaklakki. Einnig sést Hrappsey á myndinni. Eyjarnar eru rétt utan við mynni Hvammsfjarðar norðaustur af Stykkishólmi. Klakkeyjar eru í landnámssögunni frægar fyrir það að þar leyndi Eiríkur rauði skipi sínu áður en hann sigldi til Grænlands. Hrappsey er frægust fyrir prentsmiðjuna sem þar var stofnuð fyrir um 250 árum og gaf út fyrsta tímarit á Íslandi og eyjan er líka einstök í íslenskri jarðsögu með eitt sjaldgæfasta berg á jörðinni sem kallast anortósít og finnst helst á tunglinu.Séð yfir Stykkishólmshöfn. Klakkeyjar og Hrappsey sjást úti á Breiðafirði undan Súgandisey. Fjær sjást fjöllin á Fellsströnd.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Mattías Arnar Þorgrímsson, skipstjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, telur að myndin sé tekin um borð í háu skipi rétt norðan við Stykkishólm og telur mjög líklegt að hinn meinti bandaríski njósnari hafi verið í eyjasiglingu um borð í Særúnu, skipi Sæferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Stykkishólmur Tengdar fréttir Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15 Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Landnám Eiríks rauða á heimsminjaskrá Eystribyggð á Grænlandi þriðju menningarminjar Íslendingasagna sem komast á heimslista UNESCO 10. júlí 2017 22:15
Eiríkur var ekki að gabba með nafngift Grænlands Eiríkur rauði fann veðursælasta svæði landsins, sem var þakið skógi fyrir þúsund árum, og það eina sem hentaði til landbúnaðar. 12. desember 2016 20:00