Meintur njósnari stal peningum frá landgönguliðum og er með ferfalt ríkisfang Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2019 14:30 Paul Whelan var handtekinn í Moskvu á föstudag. Vísir/EPA Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher en var handtekinn í Rússlandi á dögunum vegna meintra njósna. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Málið þykir hið undarlegasta en rússnesk yfirvöld hafa gefið litlar sem engar upplýsingar um málið. Í frétt Washington Post segir að Wheelan hafi gerst sekur um að draga sér um tíu þúsund dollara úr sjóðum landgönguliða er hann starfaði fyrir bandaríska herinn í Írak.Sjá einnig: Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Starfaði hann sem skrifstofustjóri á skrifstofu landgönguliða og hafði þar aðgang að sjóðum og öðrum viðkvæmum gögnum. Herréttur sakfelldi hann fyrir þjófnaðinn og var Whelan rekinn úr hernum í kjölfarið. Í frétt Washington Post segir að Whelan hafi árum saman verið með virkan reikning á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte, sem kalla má hið rússneska Facebook. Whelan er sagður hafa verið mikill áhugamaður um Rússland. Þá hefur einnig komið í ljós að Whelan er handhafi vegabréfa frá fjórum ríkjum. Auk Bandaríkjanna er hann með kanadískt, írskt og breskt vegabréf. Whelan var fæddur í Kanada auk þess sem að fjölskylda hans er frá Írlandi og Bretlandi.Sjá einnig: Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Fjölskylduvinur Whelan segir að hann hafi sankað að sér vegabréfum að gamni sínu og hafi verið í eins konar keppni við systur sína um hver gæti öðlast fleiri vegabréf. Í frétt Post segir Dan Hoffmann, fyrrverandi starfsmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sem var lengi vel staðsettur í Rússlandi og þekkir vel til, að yfirvöld í Rússlandi ætli sér mögulega að freista þess að skipta á Whelan og Mariu Butina, rússneskum ríkisborgara sem hefur játað að hafa gengið erinda Rússa í Bandaríkjunum. Bandaríkin Írak Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Komið hefur í ljós að bandaríski maðurinn sem handtekinn var í Rússlandi fyrir meintar njósnir er með ferfalt ríkisfang. Árið 2006 var hann sakfelldur fyrir að hafa stolið um tíu þúsund dollurum úr sjóðum landgönguliða á meðan hann var staðsettur í Írak. Paul Whelan er fyrrverandi landgönguliði úr Bandaríkjaher en var handtekinn í Rússlandi á dögunum vegna meintra njósna. Bróðir hans David segir að hann hafi horfið þegar hann var með hópi brúðkaupsgesta á hóteli í Moskvu. Málið þykir hið undarlegasta en rússnesk yfirvöld hafa gefið litlar sem engar upplýsingar um málið. Í frétt Washington Post segir að Wheelan hafi gerst sekur um að draga sér um tíu þúsund dollara úr sjóðum landgönguliða er hann starfaði fyrir bandaríska herinn í Írak.Sjá einnig: Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Starfaði hann sem skrifstofustjóri á skrifstofu landgönguliða og hafði þar aðgang að sjóðum og öðrum viðkvæmum gögnum. Herréttur sakfelldi hann fyrir þjófnaðinn og var Whelan rekinn úr hernum í kjölfarið. Í frétt Washington Post segir að Whelan hafi árum saman verið með virkan reikning á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte, sem kalla má hið rússneska Facebook. Whelan er sagður hafa verið mikill áhugamaður um Rússland. Þá hefur einnig komið í ljós að Whelan er handhafi vegabréfa frá fjórum ríkjum. Auk Bandaríkjanna er hann með kanadískt, írskt og breskt vegabréf. Whelan var fæddur í Kanada auk þess sem að fjölskylda hans er frá Írlandi og Bretlandi.Sjá einnig: Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Fjölskylduvinur Whelan segir að hann hafi sankað að sér vegabréfum að gamni sínu og hafi verið í eins konar keppni við systur sína um hver gæti öðlast fleiri vegabréf. Í frétt Post segir Dan Hoffmann, fyrrverandi starfsmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, sem var lengi vel staðsettur í Rússlandi og þekkir vel til, að yfirvöld í Rússlandi ætli sér mögulega að freista þess að skipta á Whelan og Mariu Butina, rússneskum ríkisborgara sem hefur játað að hafa gengið erinda Rússa í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Írak Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Utanríkisráðherra Bretlands segir til skoðunar hvort að breskir ferðalangar séu öruggir í Rússlandi. 4. janúar 2019 12:40