Hvítt verður svart í Mosfellsbænum Benedikt Bóas skrifar 7. janúar 2019 07:30 Gleðipinnar ehf. er ört vaxandi félag á markaði veitinga og afþreyingar. Félagið á og rekur Keiluhöllina í Egilshöll og Shake&Pizza og á meirihluta í Hamborgarafabrikkunni. Hér eru frá vinstri; Jóhannes, Karl Viggó og Jón Gunnar. „Það eru komnir nýir aðilar inn og tveir sköllóttir pitsusalar því búnir að sameinast, ég og Jói Ásbjörns,“ segir Jón Gunnar Geirdal en Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pitsustaðnum Blackbox í Borgartúni. Þeir ætla að stækka fyrirtækið og opna fleiri Blackbox staði, sá fyrsti verður í Mosfellsbæ og er húsnæðið þegar fundið – þar sem Hvíti riddarinn stóð keikur í mörg ár. „Við Jói þekkjumst síðan í gamla daga þegar við vorum saman á Mónó, þeirri frábæru útvarpsstöð. Pálma Guðmunds, sem nú er sjónvarpsstjóri Símans, datt í hug að búa til 70 mínútur og það fór svo í sjónvarp og ég tók yfir Mónó. Þetta gefur okkur vængi til að fara hratt og örugglega í stækkun,“ segir Jón. Blackbox Pizzeria var opnaður 22. janúar fyrir einu ári í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda. Staðurinn afgreiðir eldsnöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotns pitsur en byltingarkenndur snúningsofninn nær gífurlegum hita og eldbakar pitsuna á aðeins tveimur mínútum. „Við munum snýta gamla staðnum, hann er kominn vel til ára sinna og þarfnast viðhalds. Honum verður gjörbreytt en við ætlum að vera með boltagláp áfram. Fólk mun áfram sjá sinn bolta en núna með Blackbox pitsum. Það búa 10-11 þúsund manns í Mosó og þar skortir á skemmtilega veitingastaði, aðra en KFC og Mosfellsbakarí. Ef Mosfellingur nennir ekki í bakaríið eða á KFC þá þarf að fara annað. Þessu viljum við breyta. Þetta er gamli heimavöllur Kaleo, þarna stigu þeir sín fyrstu skref. Staðurinn hefur verið til í langan tíma og bærinn sem bjó til Kaleo á auðvitað skilið að fá betri pitsur. Bæjarlistamaðurinn Steindi Jr. er þarna rétt hjá svo hann verður væntanlega fastagestur,“ segir Jón léttur. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mosfellsbær Veitingastaðir Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Það eru komnir nýir aðilar inn og tveir sköllóttir pitsusalar því búnir að sameinast, ég og Jói Ásbjörns,“ segir Jón Gunnar Geirdal en Gleðipinnar, rekstraraðilar Keiluhallarinnar og Hamborgarafabrikkunnar, hafa keypt ráðandi hlut í pitsustaðnum Blackbox í Borgartúni. Þeir ætla að stækka fyrirtækið og opna fleiri Blackbox staði, sá fyrsti verður í Mosfellsbæ og er húsnæðið þegar fundið – þar sem Hvíti riddarinn stóð keikur í mörg ár. „Við Jói þekkjumst síðan í gamla daga þegar við vorum saman á Mónó, þeirri frábæru útvarpsstöð. Pálma Guðmunds, sem nú er sjónvarpsstjóri Símans, datt í hug að búa til 70 mínútur og það fór svo í sjónvarp og ég tók yfir Mónó. Þetta gefur okkur vængi til að fara hratt og örugglega í stækkun,“ segir Jón. Blackbox Pizzeria var opnaður 22. janúar fyrir einu ári í Borgartúni 26 og hefur notið mikilla vinsælda. Staðurinn afgreiðir eldsnöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotns pitsur en byltingarkenndur snúningsofninn nær gífurlegum hita og eldbakar pitsuna á aðeins tveimur mínútum. „Við munum snýta gamla staðnum, hann er kominn vel til ára sinna og þarfnast viðhalds. Honum verður gjörbreytt en við ætlum að vera með boltagláp áfram. Fólk mun áfram sjá sinn bolta en núna með Blackbox pitsum. Það búa 10-11 þúsund manns í Mosó og þar skortir á skemmtilega veitingastaði, aðra en KFC og Mosfellsbakarí. Ef Mosfellingur nennir ekki í bakaríið eða á KFC þá þarf að fara annað. Þessu viljum við breyta. Þetta er gamli heimavöllur Kaleo, þarna stigu þeir sín fyrstu skref. Staðurinn hefur verið til í langan tíma og bærinn sem bjó til Kaleo á auðvitað skilið að fá betri pitsur. Bæjarlistamaðurinn Steindi Jr. er þarna rétt hjá svo hann verður væntanlega fastagestur,“ segir Jón léttur.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mosfellsbær Veitingastaðir Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira