25 ár liðin frá árásinni á Nancy Kerrigan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 15:30 Nancy Kerrigan og Tonya Harding. Vísir/Getty Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottninguna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í einn mesta skúrk íþróttasögunnar. Fjölmiðlar og aðrir hafa verið að rifja upp þetta sérstaka mál í dag og í gær en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þessar skautadrottningar væru á milli tannanna á fólki. Fyrir aldarfjórðungi síðan voru skautadrottningarnar Nancy Kerrigan og Tonya Harding að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í Lillehammer í Noregi. Þá gerðist atvik sem stal athygli alls heimsins. 6. janúar 1994 var ráðist á Nancy Kerrigan þegar hún var nýkomin af ísnum eftir æfingu fyrir bandaríska meistaramótið í Detroit. Það náðist ekki myndband af árásinni sjálfri en myndatökumenn komu á staðinn þegar Nancy Kerrigan sat hágrátandi á gólfinu og öskraði: Af hverju ég? Árásamaðurinn reyndist vera félagi Jeff Gillooly, eiginmanns Tonyu Harding - helsta keppinautar Kerrigan. Var markmiðið að koma í veg fyrir að Kerrigan kæmist á leikana í Lillehammer. Allt frá þessum degi fyrir 25 árum síðan hafa nöfn Nancy Kerrigan og Tonya Harding verið tengd og nú síðast var gerð Hollywood kvikmynd um málið. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um málið.Nancy Kerrigan, an Olympic figure skater from Stoneham, Massachusetts, was clubbed on the right leg 25 years ago today #infamous#scandal#whypic.twitter.com/xl5Hwbd3z0 — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 6, 2019Málið greip athygli heimsins enda sett upp eins og handrit að góðri bíómynd með bandarískri skautaprinsessu sem hetju og strákastelpu sem skúrki. Heimurinn fylgdist með og þegar þær mættu báðar á Vetrarólympíuleikana í Lillehammer komust miklu færri að en vildu. Nancy Kerrigan náði sér af meiðslunum og vann silfurverðlaun á leikunum. Tonya Harding náði ekki nema áttunda sæti. Fólk á Twitter hefur verið að rifja upp árásina á Nancy Kerrigan og eftirmála þessa máls í tilefni af þessum tímamótum.25 years ago today: the attack on Nancy Kerrigan by Tonya Harding’s knuckleheads. I covered every second of the story & have never seen anything like it since. Here’s my 2014 @USATODAY look-back, including rare interviews with both Nancy & Tonya: https://t.co/Z6HsrhnzLo — Christine Brennan (@cbrennansports) January 6, 2019Cover of the NY Daily News, 25 years ago today. pic.twitter.com/FCiIeMu9Q5 — Darren Rovell (@darrenrovell) January 7, 2019On this date January 6 in 1994, Ice skater Nancy Kerrigan was attacked by Shawn Eckardt, Tonya Harding's bodyguard. Photo by Jack Smith. pic.twitter.com/OYZOz3jq1q — Jeffrey Guterman (@JeffreyGuterman) January 6, 2019 Ólympíuleikar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Í janúarmánuði 1994 varð fólskuleg árás á bandarísku skautadrottninguna Nancy Kerrigan umsvifalaust að stærstu frétt íþróttaheimsins og um leið breyttist Tonya Harding í einn mesta skúrk íþróttasögunnar. Fjölmiðlar og aðrir hafa verið að rifja upp þetta sérstaka mál í dag og í gær en það væri þá ekki í fyrsta sinn sem þessar skautadrottningar væru á milli tannanna á fólki. Fyrir aldarfjórðungi síðan voru skautadrottningarnar Nancy Kerrigan og Tonya Harding að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna á leikunum í Lillehammer í Noregi. Þá gerðist atvik sem stal athygli alls heimsins. 6. janúar 1994 var ráðist á Nancy Kerrigan þegar hún var nýkomin af ísnum eftir æfingu fyrir bandaríska meistaramótið í Detroit. Það náðist ekki myndband af árásinni sjálfri en myndatökumenn komu á staðinn þegar Nancy Kerrigan sat hágrátandi á gólfinu og öskraði: Af hverju ég? Árásamaðurinn reyndist vera félagi Jeff Gillooly, eiginmanns Tonyu Harding - helsta keppinautar Kerrigan. Var markmiðið að koma í veg fyrir að Kerrigan kæmist á leikana í Lillehammer. Allt frá þessum degi fyrir 25 árum síðan hafa nöfn Nancy Kerrigan og Tonya Harding verið tengd og nú síðast var gerð Hollywood kvikmynd um málið. Hér fyrir neðan má sjá stutta heimildarmynd um málið.Nancy Kerrigan, an Olympic figure skater from Stoneham, Massachusetts, was clubbed on the right leg 25 years ago today #infamous#scandal#whypic.twitter.com/xl5Hwbd3z0 — WCVB-TV Boston (@WCVB) January 6, 2019Málið greip athygli heimsins enda sett upp eins og handrit að góðri bíómynd með bandarískri skautaprinsessu sem hetju og strákastelpu sem skúrki. Heimurinn fylgdist með og þegar þær mættu báðar á Vetrarólympíuleikana í Lillehammer komust miklu færri að en vildu. Nancy Kerrigan náði sér af meiðslunum og vann silfurverðlaun á leikunum. Tonya Harding náði ekki nema áttunda sæti. Fólk á Twitter hefur verið að rifja upp árásina á Nancy Kerrigan og eftirmála þessa máls í tilefni af þessum tímamótum.25 years ago today: the attack on Nancy Kerrigan by Tonya Harding’s knuckleheads. I covered every second of the story & have never seen anything like it since. Here’s my 2014 @USATODAY look-back, including rare interviews with both Nancy & Tonya: https://t.co/Z6HsrhnzLo — Christine Brennan (@cbrennansports) January 6, 2019Cover of the NY Daily News, 25 years ago today. pic.twitter.com/FCiIeMu9Q5 — Darren Rovell (@darrenrovell) January 7, 2019On this date January 6 in 1994, Ice skater Nancy Kerrigan was attacked by Shawn Eckardt, Tonya Harding's bodyguard. Photo by Jack Smith. pic.twitter.com/OYZOz3jq1q — Jeffrey Guterman (@JeffreyGuterman) January 6, 2019
Ólympíuleikar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira