Lífgjöf Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar